Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 33
andi mæli síðustu tvo áratugi eftir
að framleiðsla holdablendinga
hófst að marki. Með takmörkun á
mjólkurframleiðslu síðustu ár og
hreinræktun holdanauta í Hrísey
hlýtur að vera eðlilegt að ætla, að
framleiðsla einblendinga, sem
senn verða hálfblendingar, aukist
verulega, ef eðlilega verður að
málum staðið. Stórbætt fram-
leiðsla á geldneytum og meðferð á
nautakjöti hefur aukið eftirspurn
eftir góðu nautakjöti. Endurbætur
á kjötmati ættu enn fremur að ýta
undir bætta framleiðslu, og eðli-
legt, að þær reglur verði endur-
skoðaðar bráðlega, því að fram-
leiðsluhættir breytast með meiri
reynslu og aðlögun að markaðin-
um. Pað hefur greinilega komið í
ljós, að landsmenn vilja neyta
meira nautakjöts. Annmarki hefur
verið, að þeir hafa ekki alltaf getað
treyst því, að nautakjöt, sem þeir
kaupa háu verði, sé góð vara. Enn
sem komið er, virðist eina öryggið
vera fólgið í því að skipta við þær
verzlanir, sem reynslan sýnir, að
megi treysta. Þá hefur það lækkað
tilkostnað og stórbætt nautakjötið,
að víða er hætt að frysta það, en oft
voru skrokkarnir hlutaðir sundur
og settir í frysti, áður en kjötið
hafði stirðnað, og hlaut það þá að
verða seigt.
Nautgripir eru eina búfjárteg-
undin hér á landi, sem slátrað er á
öllum aldri og á öllum tímum árs
og því heppileg til framleiðslu á
fersku kjöti allt árið. Þetta á við,
hvort sem kjötið er notað í beztu
steikur, eins og ungneytakjöt, eða í
vinnslu, eins og kjöt af eldri
mjólkurkúm. Kjötið á alltaf að
geta verið ferskt.
Viðhorf ráðamanna tii
kjötframleiðslu af sauðfé
annars vegarog
nautgripum hins vegar er
ólíkt.
Eftir að framleiðslustjórnun var
komið á í kindakjöts- og mjólkur-
framleiðslu, tókst að ná jafnvægi í
framleiðslu og neyzlu mjólkuraf-
urða á nokkrum árum. Sama varð
ekki í kindakjötsframleiðslunni,
þar sem innanlandsneyzlan hefur
dregizt saman ár frá ári. Ástæðan
er sú, að markaðurinn sprakk fyrir
nokkrum árum. Þorri fólks átti
ekki til peninga til að borða dilka-
kjöt eins oft og áður þrátt fyrir
niðurgreiðslur til neytenda. Þar
var illa komið aðalkjöttegund
landsmanna, sem í senn er af-
bragðsgóð vara og þjóðin kann að
matbúa á margvíslegan hátt. Við
þessu hefur verið brugðizt á ýmsan
veg. Niðurgreiðslur á kindakjöti
hafa verið auknar, það hefur hvað
eftir annað verið sett á útsölu með
ágætum árangri, síendurteknar at-
rennur gerðar með auglýsingum,
sem hljóta að kosta of fjár. Til
viðbótar hefur enn verið reynt að
finna nýja markaði fyrir kindakjöt
erlendis, en allt, nema útsala kjöts,
án sýnilegs árangurs. Neyzla
kindakjötsins dregst enn saman
með hverju ári, þótt Framleiðni-
sjóður hafi veitt tugi milljóna
króna til markaðsátaks Markaðs-
nefndar á undanförnum árum.
Þegar þetta er flutt, hafa birzt í
fjölmiðlum áform stjórnvalda um,
að virðisaukaskattur, sem brátt
verður lagður á, skuli verða lægri
af nokkrum innlendum matvæla-
tegundum. Eina kjöttegundin í
þeim flokki er kindakjöt.
Á sama tíma hefur viðhorfið
gagnvart nautakjötsframleiðslu
Komið hefur á daginn að vísa í
þessum þætti í 19. tbl. 1989, Stétt-
arsambandsblaði, bls. 820, er
rangfeðruð. Höfundur hennar er
ekki Halldór Þórðarson á Lauga-
verið allt annað hjá ríkisvaldinu,
Framleiðsluráði landbúnaðarins
og Markaðsnefnd. Þar voru niður-
greiðslur felldar brott, en voru þó
teknar upp í smáum mæli aftur á
einhverjum kjötflokkum fyrir ári
eða svo til að draga úr áhrifum
matarskatts. Þegar óttast hefur
verið, að einhverjar birgðir mynd-
uðust af nautakjöti, hefur verið
gripið til þess ráðs að greiða verð-
laun fyrir að slátra kálfum nýfædd-
um, en það er einmitt fyrstu mán-
uði kálfsins, sem vaxtargeta hans
er mest. Þá hefur lítið farið fyrir
kynningu Markaðsnefndar á ung-
neytakjöti, þótt nýjar kjötmats-
reglur hefðu átt að ýta undir við-
leitni í þá átt og fullkomin ástæða
sé til að efna til sýninga á nauta-
kjöti fyrir neytendur og framleið-
endur. Það er eins og gleymzt hafi,
að ástæðan til endurskoðunar kjöt-
mats var aðallega sú að breyta mati
á nautakjöti.
Ráðamenn í markaðsmálum
hafa lengi einblínt á vanda kinda-
kjötsframleiðslunnar. Sjónarsvið
þeirra hefur verið þröngt. Vafalít-
ið er það að hluta vegna þess, að
þeir hafa ekki getað meir en að
reyna að leysa vanda augnabliksins
hverju sinni. Hins vegar er löngu
kominn tími til þess að gera fram-
leiðslu kindakjöts og nautgripa-
kjöts jafnhátt undir höfði.
Síðari hluti birtist í nœsta blaði.
landi, heldur Hálfdán Björnsson á
Hjarðarbóli.
Hálfdán hefur beðið fyrir eftir-
farandi athugasemd að þessu til-
efni:
Þó að frjór sé fantur sá
og fái svanna nóga,
ekki Dóra eigna má
annarra manna króga.
Rangfeðrun
1, JANÚAR 1990
Freyr 25