Freyr - 01.11.1990, Page 10
Séð heim að Fagraskógi. Freysmyndir.
„Þar bíða vinir í varpa“
Frá heimsókn til hjónanna í Fagraskógi á Galmaströnd
Laufgast viður að vori,
vaxinn af gömlum kjarna.
Svo fcerist einnig í auka
œttmeiður vorra barna.
Líf hans er forsjón falið,
frœinu land valið,
enn munu heimkynni hollust,
sem hafa það fœtt og alið.
DAVÍÐ STEFÁNSSON
frá Fagraskógi.
Bœjarnafnið Fagriskógur er landsþekkt og lœtur kliðmjúkt í eyra. Veldur þar einkum
skáldfrœgð Davíðs Stefánssonar sem kenndi sig við þann stað þarsem hann var borinn og
barnfœddur og tengdur sterkum böndum alla tíð. Heima í héraði hefur nafn þessa bœjar
auk þess í hugum manna lengi verið tengt reisn og gestrisni og góðum búskap og er svo
enn.
Þjóðleiðin út með Eyjafirði að
vestan liggur um hlaðið á Fagra-
skógi. Löngum hefur þar því gest-
kvæmt verið og þó nteira áður.
meðan samgöngur voru verri. Þar
voru og (eru) híbýli stór og góð og
síminn kom þar snemma, svo það
var hægt að láta vita af sér.
Sagan segir að þegar að ráði
varð að vegurinn skyldi liggja um
Fagraskóg á sínum tíma, átti að
leggja hann niðri á sjávarbakkan-
um um 200-300 m frá bænum. En
Stefáni bónda og alþingismanni
Stefánssyni fannst fráleitt að þurfa
að fara svo langt í veg fyrir ferða-
fólk til þess að bjóða því heim svo
að hann fékk því framgengt að
834 FREYR
21. NÓVEMBER 1990