Freyr - 01.11.1990, Side 11
Magnús Stefánsson.
vegurinn yröi færður heim aö bæj-
arhólnum.
Nú búa í Fagraskógi hjónin
Auður Björnsdóttir frá Olduhrygg
í Svarfaðardal og Magnús Stefáns-
son hreppsstjóri, sonur Stefáns
Stefánssonar alþingismanns og
bónda í Fagraskógi og sonarsonur
Stefáns Stefánssonar fyrrnefnds,
sem einnig var alþingismaður Ey-
firðinga um tíma eins og fyrr sagði.
Móðir Magnúsar var Þóra Magn-
úsdóttir. Viðtal við Auði Björns-
dóttur er birt á öðrum stað í blað-
inu en fréttamaður þess sótti þau
hjón heim í sumar er leið.
- Stefán Stefánsson afi minn
keypti Fagraskóg árið 1890, segir
Magnús. Hannkvæntist Ragnheiði
Davíðsdóttur, prófastsdóttur frá
Hofi. Það eru því 100 ár síðan
jörðin komst í þessa ætt, en áður
hafði a.m.k. einn fjarskyldur ætt-
ingi búið hér í Fagraskógi. Hann
hét reyndar Magnús líka og kemur
við verslunarsögu Dalvíkur.
Afi minn og amma bjuggu hér í
Fagraskógi til 1925. Þá deyr afi og
1926 tók faðir minn við búinu.
Árið 1931 kvæntist hann móður
minni, Þóru Magnúsdóttur Vigfús-
sonar, húsvarðar í Stjórnarráðinu í
fjölda mörg ár. Magnús Vigfússon
ferðaðist mikið urn landið og
óbyggðir þess sem leiðsögumaður
með erlendum ferðamönnum.
Faðir minn bjó svo þangað til hann
dó 1955.
Hann var löglærður maður?
Já, hann var lögfræðingur og fyrstu
árin eftir að hann tók við búskap
hér stundaði hann lögfræðistörf
með búskapnum, bæði var hann
við lögfræðistörf í Reykjavík og
síðan var hann fulltrúi sýslumanns
hér á Akureyri í nokkur ár og gekk
þá oft á milli eða fór ríðandi eftir
því sem verkast vildi. Faðir minn
sat á 14 þingum frá 1937 til 1952 og
var þá orðinn veikur af Parkin-
sonsveiki og hallaði undan fæti hjá
honum. Kannski þess vegna hætti
ég í skóla 17 ára 1951 og fór heim til
þess að aðstoða foreldra mína við
búskapinn. Fór síðan 1952 á
Hvanneyri og er búfræðingur það-
an.
Fannst þér ekki slæmt að þurfa að
hætta í skóla?
Jú, mér fannst það. Kannski ekki
mikið þá, en ég hef oft fundið það
síðan að það var vont að þurfa að
hætta. Og eins held ég það hafi
verið alltof snemmt fyrir mig að
fara að berjast íþessu svona ungur.
Þú hefur orðið að bera ábyrgð á
heimilinu?
Já, ég sá um allar útréttingar og
18-19 ára gamall var ég alveg
búinn að taka þetta að mér. Svo
bjó ég með móður minni eftir að
faðir minn var orðinn það mikið
veikur að hann gat ekki sinnt
neinu. Ég gifti mig árið 1956 og þá
tókum við Auður til við búskapinn
og höfum búið hér síðan.
Börn ykkar hjóna?
Við eigum þrjú börn, Þóru, sem er
hjúkrunarfræðingur og starfar á
Akureyri, Stefán sem er bústjóri á
Tilraunabúinu á Möðruvöllum og
Björn sem er nemi og var í sumar
úti í Danmörku og vann þar á
vegum Nordjob til þess að víkka
svolítið sjóndeildarhringinn.
Hvernig búskap hefur þú?
Hann var alveg hefðbundinn: Ég
Hjónin í Fagraskógi, Aitður og Magnús.
21. NÓVEMBER 1990
Freyr 835