Freyr - 01.11.1990, Qupperneq 15
þessi góða húsfreyja. Það hefur
samt sem áður farið í vöxt að konur
í sveitum fari burt og vinni yfir
daginn. Ég hef aldrei getað skilið
hvernig það er hægt. Eg segi fyrir
mig að ég hef alltaf nóg að gera. Þó
ég sé ekki með stórt heimili eða
mannmargt nú orðið, þá finnst mér
að maður megi helst aldrei út af
líta, ef vel á að vera.
Tekurþú þátt í félagslífi?
Ég er í Zontakúbb Akureyrar, hef
verið félagi þar síðan 1968. Það er
góður félagsskapur og ég hef sótt
mjög mikið þangað.
Er hann fjölmennur?
Nei, það held ég teljist nú ekki. við
eru í kringum 30. Þetta eru ágætis
komur sem þarna eru úr hinum
ýmsu starfstéttum (1 úr hverri) og
fundirniroft hinir skemmtilegustu.
Hvað eru oft fundir þar?
Reglulegir félagsfundir eru einu
sinni í mánuði, en svo eru nefndar-
fundir og ýmislegt sem maður
starfar við þar fyrir utan.
Hvað hafið þið á stefnuskrá?
Það er nú æðimargt. Þetta er al-
þjóðlegur félagsskapur sem lætur
réttindamál kvenna til sín taka og
að styðja við bakið á konum á
öllum sviðum. Svo tökum við þátt í
hjálparstarfi, innlendu og erlendu,
t.d í gegnum Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna. Síðast en ekki síst
eigum við og rekum Nonnahús á
Akureyri. einnig Aðalstræti 54
sem er okkar félagsheimili.
Þið hjónin eruð bæði Oddfellow-
félagar?
Já, við erum bæði í Oddfellow-
reglunni á Akureyri. Þar er
kvennastúka líka. Þetta veitir okk-
ur mikla ánægju, bæði það að eiga
samneyti við gott fólk og vinna að
góðum málefnum. Magnús fer á
fundi einu sinni f viku en hj á okkur
í kvennastúkunni eru fundir hálfs-
mánaðarlega.
Það er ekki algengt að konur í sveit
taki þannig þátt í félgaslífi í
þéttbýli?
Auður og Magnús. Mynd tekin í borðstofunni í Fagraskógi.
Nei, ég býst ekki við því, en þær
sem aðstöðu hafa ættu kannski að
gera meira að því. Sagði Auður í
Fagraskógi að lokum. J.J.D.
Hálmurbrúkaðurgegn þörungamengun.
Það getur farið svo að hálmur
reynist brúklegur gegn mengun af
þörungum. I Long Astor tilrauna-
stöðinni í Englandi hafa menn
fundið út að þörunguin er illa vært
þegar hálmur er í vatninu. Líklega
er það vegna þess að m.a. er þá
nítratið notað til að brjóta niður
hálminn. Verið er nú að rannsaka
þetta nánar að því er segir í Nor-
disk Jordbragsforskning.
21, NÓVEMBER 1990
Freyr 839