Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1990, Side 21

Freyr - 01.11.1990, Side 21
Trjávinnsla á Hallormsstað. (Ljósm. Sig. Blöndal). lán heldur en styrk til jarðanna eða eigenda þeirra, því að þau ákvæði fylgja, að þegar skógurinn fer að skila afurðum. endurgreiði um- ráðamaður jarðarinnar 15% af nettótekjum til ríkisins. Þannig má reikna með að skógurinn skiii rík- inu sínu framlagi, eða a.m.k. vöxt- um af því. Auk þessara ákvæða í frumvarpinu er ákvæði um að allt að 5% afurðaverðs skógarnytja verði lagt í sérstakan sjóð fyrir hverja einstaka jörð og verði hon- um varið til að kosta viðhald skóg- arins á viðkomandi jörð og til að planta að nýju, þegar skógurinn verður felldur. Þessi ákvæði tel ég að skipti sköpum fyrir alla aðila og geti sætt umráðamenn skógarjarða og aðra þegna þjóðfélagsins. Þjóðin öll leggur fram stofn- kostnaðinn sem hún fær síðan end- urgreiddan annars vegar beint, og til viðbótar betri og fegurra land til búskapar og útivistar, og nýja auð- lind, sem sparar gjaldeyri og at- vinnu. Hvað um skógrækf í öðrum héruðum og sveitum? Ég get vel skilið að eigendur og ábúendur jarða í öðrum sveitum, sem áhuga hafa á skógrækt. líti öfundaraugum til þeirra, sem nú er boðin þátttaka í Héraðsskóga- verkefninu, og eðlilegt að sú til- finning sé sárust hjá þeim, sem næstir búa. Ég vil vona að þetta framtak sé aðeins byrjun á öðru meira, að þetta sé tilraun til að afla reynslu á framkvæmd skógræktar, sem byggð verði á svipuðum grunni og nái brátt til alls landsins eftir því sem við á. Einhvers staðar þurfti að byrja og mjög eðlilegt að byrja á þessum stað af fleiri ástæðum. í fyrsta lagi er hér um víðlent svæði að ræða, þar sem löng reynsla liggur fyrir um að ákveðið afbrigði eða kvæmi af vissri trjátegund vex vel og áfallalaust. í öðru lagi stendur svo á, að á þessu svæði er nú næstum fjárlaust vegna fjárskipta til útrýmingar á riðuveiki. Ný atvinnugrein mun draga úr þörf sveitafólksins til að taka upp sauðfjárbúskap í sama mæli og áður. bæði með því að skapa önnur atvinnutækifæri og einnig bætir skógræktin beint skil- yrði til annars búskapar, svo sem korn- og garðræktar og ekki síst ferðamannaþjónustu. Lagafrumvarpið um Héraðs- skóga er mjög í svipuðum anda og lög, sem lengi hafa verið í gildi í Noregi um nýræktun skóga á landi sem betur þykir henta til þess en annars búskapar. Þar eru styrkir úr opinberum sjóðum allt að 90% og sömu trygg- ingar krafist til viðhalds og endur- nýjunarskógarins. Hinsvegarmun ekki krafist skatts við uppskeru eins og hér. Lokaorð. Segja má, að með því að planta trjáplöntum í jörð og búa þeim vaxtarskilyrði með vörslu, sé verið að leggja gull í lófa komandi kyn- slóða. Ef til vill er engin fjárfesting til, sem ávaxtar sig betur og skapar verðmætari höfuðstól. Það er eins og að leggja fé inn á bundinn reikn- ing, ekki til 6 mánaða heldur 6 áratuga. Við íslendingar eigunt ákaflega mikið af landi. sem lítið eða ekkert nýtist til búskapar í flestum sveit- um landsins, og nú mun minna en áður. þegar búfé fækkar til stórra muna. Meðþvíaðplantatrjáplönt- um af réttum tegundum í þetta ónýtta land og verja það fyrir ágangi búfjár í 20-30 ár, (eftir það þarf ekki vörslu), myndi vaxa upp nytjaskógur á þessu landi, sem væri orðið feiknamikið verðmæti eftir 50-100 ár. Sáskógurtæki ekki neitt frá neinum, en stórbætti bú- skaparskilyrðin á skóglausu svæð- unum með skjólinu, sem hann veitti. Að mínum dómi skiluðu kyn- slóðir tuttugustu aldar landinu af sér með nokkurri reisn, ef hér verður hafin umtalsverð skógrækt um aldamót og búið að leggja skipulagslegan grun að stórfelldu áframhaldi á þeirri ræktun, sem kynslóðir næstu aldar fengju að njóta. Þar væri innstæða á bundnum reikningi, sem kæmi til með að standa fyrir nokkru af þeim skuld- um, sem við skiljum eftir okkur. Púll Sigbjörnsson er stjórnarmadur í Verkefnisstjórn Héraðsskóga, en hlutverk hennar er að undirbúa skógrœklurátak á Héraði. Verkefnisstjórnin er skipuð af landbúnaðarráðherra og í henni eru, auk Páls, Edda Björnsdótlir, Álfhildur Ólafs- dóttir, Jón Loftsson og Krislófer Olivers- son. 21, NOVEMBER 1990 Freyr 845

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.