Freyr - 01.11.1990, Síða 22
Bændaskólinn á Hólum
Útskrift búfræðinga vorið 1990
Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal var slitið 5. maí sl.
Búfrœdingar brautskráðir frá Hólaskóla vorið 1990. Taliðfrá vinstri: Kristinn Karl Garðarsson (f), Friðrik Steinsson
(f), Anna Kristín Árnadóttir (b), Kristín Kjartansdóttir (f), Trausti Jónsson (f), Hulda Brynjólfsdóttir (b), Þorsteinn
Axelsson (b), Finnur Aðalbjörnsson (b), Margrét Alfreðsdóttir (f), Gro Anita Öysœd (b), Þórarinn Þorfinnsson (f),
Ketill Gíslason (b), Guðmundur Smári Ólafsson (f), Haraldur Páll Briem (f), Egill Erlendsson (f), Jóhann Magnússon
(b), Lovísa Herborg Ragnarsdóttir (b), Hörður Hermannsson (b), Ingólfur Sigfússon (f), Guðbjörg Elísabet
Ragnarsdóttir (b), Skúli Heiðar Benediktsson (f), Ragnar Lundberg (f), Björn Helgi Barkarson (b) og Elís Frosti
Magnússon (f). (f = affiskeldisbraut, b= af búfrœðibraut). (Ljósm. Valgeir Bjarnason).
Alls stunduðu 50 nemendur reglu-
bundið nám við skólann, 25 á
fyrsta ári og 25 á öðru ári, 13
stúlkur og 37 piltar. Auk þess luka
nú námi 2 nemendur sem ekki gátu
lokið prófum fyrir ári vegna verk-
falls, en þeir eru taldir með útskrif-
uðum búfræðingum 1989, sjá Frey
16 tbl. 1989, bls 641.
Samtals brautskráðust 27 nem-
endur, 13 af búfræðibraut og 14 af
fiskeldisbraut.
Nemendur fiskeldisbrautar fá
námsheitið fiskeldisfræðingar.
846 Freyr
Helstu áherslubreytingar í nám-
inu á skólaárinu voru aukin
kennsla í tölvunotkun, bókhaldi og
áætlanagerð, sem og aukin verkleg
kennsla fiskeldisnema.
Gert hefur verið átak í saman-
tekt námsefnis í fiskeldi og fisk-
rækt, en mjög takmarkað námsefni
er til hér á landi til þeirrar kennslu.
Með tilkomu reiðkennsluhússins
haustið 1989 gjörbreyttist aðstaða
til verklegrar kennslu í hrossarækt,
tamninga og reiðmennsku. Nú
hefst verkleg kennsla strax að
haustinu og gengur samkvæmt
stundaskrá allan veturinn.
I ráði er að hækka námsstig
skólans þannig að krefjast meiri
undirbúnings og gefa nemendum
kost á að ljúka framhaldsskóla-
prófi frá skólanum og öðlast þar
með rétt til að sækja nám á tækni-
og háskólastigi.
Sveinbjörn Eyjólfsson deildar-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
flutti ávarp og kveðjur frá ráð-
herra. Ennfremur fluttu ávörp og
heillaóskir form. Landssambands
21, NÓVEMBER 1990