Freyr - 01.11.1990, Side 24
Stórbrotin áburðaröflun
Jón Gíslason bóndi á Hálsi í Kjós þwfti að kalka túnið hjá sér. Hann leysti málið á dálítið
óvenjulegan hátt. Hann fékk dœluskipið Sóley til að dœla um 800 tonnum af skeljasandi
úr Faxaflóa upp á land á Hálsi.
M/s Sóley dœlir skeljasandi á land á Hádsi í Kjós. (Ljósm. Jón Gíslason).
- Ég vissi að það var töluverður
kalkskortur í túninu heima, sagði
Jón Gíslason í viðtali við Frey- og
lét rannsaka mold í þeim stykkjum
þar sem ég ætlaði aö rækta korn í
sumar. Kom þá í Ijós að það vant-
aöi mikið kalk, en landið er upp-
ræktaðar mýrar. Mig óaði við að
fara að flytja kalk frá Áburðar-
verksmiðjunni í Gufunesi upp á
Háls, það hefði orðið svo dýrt.
Farmurinn dugará 100 ha tún.
Við höfðum áður fengið skip til að
dæla upp sandi á vegum búnaðar-
félagsins í Kjós. Núna fékk ég
dæluskipið Ms. Sóley sem Björgun
hf. á til að ná í skeljasandinn. Það
er 1200 tonna skip og þeir komu
með tæp 800 tonn til mín. Þetta
dugar á öll tún á Hálsi og Neðra-
Hálsi, en þau eru alls um 100 ha.
Kostnaður varð þriðjungur þess
sem annars hefði orðið hefði ég
fengið kalksand frá Gufunesi.
Skipið kom á stórstraumsflóði
inn í rennu sem ég hafði gert ineð
jarðýtu í fjörunni í júlí og það
komst það nærri Iandi að það gat
dælt öllu upp á þurrt. Svo ýtti ég í
rásina í fjörunni og lokaði fyrir
hana.
Sóley losaði farminn á 20
mínútum.
Til gamans má geta þess, sagði Jón
Gíslason, að dælur Ms. Sóleyjar
eru svo afkastamiklar að rennslið í
þeim er eins og meðalrennsli í Ell-
iðaánum. Skipið var 20 mínútur að
losa allan farminn, eða réttara
sagt, það var sá tími sem leið frá
því Ms. Sóley kom í fjörunar og
þangað til hún bakkaði út aftur.
Kornrækt á Hálsi.
Jón á Hálsi og Kristján á Grjóteyri
ræktuðu bygg saman á 4 hekturum
lands á Hálsi í sumar. Kornið var
skorið síðast í september og varð
uppskera 2IÓ-3 tonn af hektara.
Við setjum kornið í tunnur og
súrsum það og gefum kúm og
kálfum ásamt með Landeyjar-
blöndu sagði Jón að lokum.
J.J.D.
Kartöflurækt á yfirstandandi ári.
Frh. af bls. 831.
nokkuð rétt við, þar sent markaðurinn hefur
tekið við allri framleiðslunni. Eftir mygluáfall
nýliðins sumars má vænta þess að söluhæfar
kartöflur dugi ekki fyrir innanlandsmarkað,
þannig að bændur utan myglusvæðisins megi
vel við sinn hluta una. Meðal hinna er hins
vegar að finna þá bændur sem verst voru
staddir fyrir og fá nú nýjan skell.
Að einhverju leyti eiga þeir möguleika á
aðstoð Bjargráðasjóðs en sú hjálp getur ekki
848 Freyr
skipt sköpun. Til þess er sjóðurinn ómegnugur
þar sem útlagður kostnaður hvers kartöflu-
bónda nemur milljónum króna en tekjur eru
óvissar. Staða þeirra bænda er slæm. Grund-
völlur fyrir búrekstur þeirra er brostinn en
jafnframt komast þeir ekki frá þessum rekstri
þar sem jarðir þeirra og búskaparstaða er
óseljanleg, eins og staðið er að kartöflurækt í
landinu. Það er mál sem samtök kartöflu-
bænda þurfa að ná samstöðu um að leysa með
fulltingi samtaka bænda, stjórnmálamanna og
ríkisvaldsins. M.E.
21, NÓVEMBER 1990