Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1990, Page 30

Freyr - 01.11.1990, Page 30
Eiríkur Einarsson, framkvæmdastjóri, Félags eggjaframleiðenda, Aðalfundur norrænna alifuglabænda á Borgundarhólmi, 6- 7. júní 1990 Þátttakendur á fundinum af íslands hálfu voru þeir Jón M. Guðmundsson frá Félagi kjúklingabœnda og Eiríkur Einarsson frá Félagi eggjaframleiðenda. Eiríkur Einarsson. Fundir sem þessi eru haldnir einu sinni á ári og skiptast fulltrúar ali- fuglagreinanna þar á upplýsingum og ræða málin. í þetta sinn var fundurinn haldinn á vegunr Dansk Fjærkrærád á Hotel Griffin á Borg- undarhólmi. Flutt voru erindi um stöðu mála og breytingar sem orðið hafa á síðastliðnu ári. í stuttu máli má segja að yfir heildina eigi eggja- bændur á Norðurlöndunum í erfið- leikum vegna neikvæðrar umræðu og reglna sem takmarka hænsna- hald í búrum. Er nú svo komið að Svíar búast við því að hænsnahald í búrum verði bannað árið 1999. Þetta er þó ekki fullkomleg öruggt þar sem enn hafa ekki fundist aðrar jafn góðar aðferðir til hænsnahalds, en tilraunir standa yfir. Neysla eggja hefur dregist sam- an á Norðurlöndunum, undanfarin ár, en engar haldbærar skýringar virðast liggja fyrir um hvers vegna, aðrar en breytt neyslumynstur. Svipuð þróun hefur komið í ljós í Vestur Evrópu og Bandaríkjun- um, þar sem umræða um kóíest- eról hefur verið mikil. Aftur á móti virtist bjartara framundan hjá kjúklingabændum og kemur þar til aukin neysla, já- kvæðari umræða og framfarir í ræktuninni. Svíar hafa lagt mikla áherslu á að fræða almenning um hollustu fæðunnar og góðan að- búnað fuglanna á búunum. Þessari fræðslu er ekki síst beint til barna og unglinga. Samvinna á sviði rannsókna í alifuglarækt var til umræðu og var ákveðið að þrýsta á um að norræn samstarfsverkefni á þessu sviði verði sett af stað sem fyrst. Sameigileg blaðaútgáfa: L. Yding Sörensen, ritstjóri Dansk Erhvervsfjerkræ, hélt framsögu um sameiginlega blaðaútgáfu ali- fuglagreinanna á Norðurlöndun- um. Nú eru gefin út fagtímarit um alifuglarækt í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Gefin eru út 10 - 24 eintök á ári í hverju landi og alls 54 tímarit á ári. Oft kemur fyrir að sörnu greinarnar birtist í þessum blöðum og ekki er óalgengt að menn séu áskrifendur að fleiri en einu tímariti. Því hefur sú hugmynd komið fram að sam- eina útgáfuna. Gert er ráð fyrir að gefa sameig- inlegt tímarit út hálfsmánaðarlega og yrði hvert eintak 60 síður. Sam- tals yrðu á síðurnar því 1.440 í stað 1.750 áður. Hvert land myndi senda inn efni til sameiginlegs ritstjóra og á þann Dagfinn Valland, ritstjóri norska tímaritsins Fjörfe og Islendingurinn Einar J. Einarsson, framkvœmda- stjóri Norsk Fjörfeavlslag. 854 Freyr 21. NÓVEMBER 1990

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.