Freyr - 01.11.1990, Síða 35
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
85. og 86. árgangur, 1988-1989
ÁRSRIT
RÆKTUNARFELAGS
NOROURLANDS
Út er kominn 85. og 86. árgang-
ur Ársrits Ræktunarfélags Norður-
lands sem nær yfir starfsárin 1988
og 1989.
Fyrsta grein ritsins er „Laxveiði-
löggjöfin og eftirlit með netum í
sjó“, eftir Böðvar Sigvaldason á
Barði, formann Landssambands
veiðifélaga. Þar er m.a. fjallað um
laxveiðar í sjó og þann ágreining
sem er um þau mál meðal Vestur-
Húnvetninga.
Þorsteinn Guðmundsson kenn-
ari á Hvanneyri skrifar greinina:
„Losum köfnunarefnis í jarðvegi",
þar sem fram kemur að mikið
köfnunarefni er bundið í mýrar-
jarðvegi sem losnar og nýtist jurt-
um við þurrkun og rotnun
mýranna.
Birt er greinin „Um áburð og
mykju“, eftir Sigurð Pétursson
sýslumann sem upphaflega var
prentuð árið 1781 í Tímaariti Hins
íslenska lærdómslistafélags.
Helgi Hallgrímsson náttúru-
fræðingur á greinina „Enn af
sækúm“, en hann hefur safnað
upplýsingum um sækýr hvarvetna
að af landinu. Þá hefur Ríkharð
Brynjólfsson á Hvanneyri tekið
saman yfirlit um „ Aðalritgerðir við
Framhaldsdeildina á Hvanneyri á
árabilinu 1959-1989. Kennir þar
margra grasa.
Grein er eftir Sturlu Friðriksson
deildarstjóra á Rala um "Gildi
Gróðurlendis". Þar leggur hann
mat á hvernig ísland skiptist gróf-
lega í ógróið land, gróið land, land
hæft til túnræktar og tún, annars
vegar undir og hins vegar yfir 400
m hæð yfir sjó. Jafnframt metur
hann verðmæti gróðurs hér á landi
á ýmsum tímum og fleira athyglis-
vert er að finna í þessari grein.
Ræktunarfélag Norðurlands
hefur um árabil rekið pöntunarfé-
lag sem sér um að útvega bændum
ýmiss konar smávörur til búrekstr-
ar. Gerð er grein fyrir hverjar þess-
ar vörur eru og birtur verðlisti yfir
þær.
Að lokum eru í ritinu starfs-
skýrslur ráðunauta Ræktunarfé-
lagsins, skýrslur um starfsemi Til-
raunastöðvarinnar á Mörðuvöll-
um, aðalfundargerðir Ræktunar-
félagsins árin 1988 og 1989 og
Til sölu
Mjólkurtankur, 600 lítra,
Vedholms.
Karl Sigurðsson,
Heiðarbraut,
Reykdœlahreppi,
S.-Þing.
Sími 96-43264.
reikningar félagsins fyrir árin 1987
og 1988.
Ritstjóri ársritsins er Bjarni E.
Guðleifsson framkvæmdastjóri
R.N.
Ársritið fæst hjá Ræktunarfélagi
Norðurlands, Búgarði, Óseyri 2,
Akureyri, sína 96-24477 og kostar
kr. 500, að viðbættu burðargjaldi.
21. NÓVEMBER 1990
Freyr 859