Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1996, Page 29

Freyr - 01.06.1996, Page 29
[ ( 0 N 0 D f U E l 0 Þ (H í H I Strategy 1995- 2001 Forsíða á 80 síðna riti þar sem lögð erfram ítarleg áœtlun um atvinnuuppbyggingu í Durham á tímabilinu 1995-2001. mönnum frekar til nýsköpunar, það væri varasamt að eiga vísan fjárstuðning fyrir alla sem vinna við þetta kerfi. Það ber hins vegar að taka fram að þessi skoðun þeirra byggir á því að þama eru allar einingar miklu stærri heldur en við eigum að venjast og þess vegna verkaði þessi kenning þeirra ein- kennilega á okkur íslendingana. En auðveldara er fyrir einstök svæði með hundruð þúsunda íbúa að standa á eigin fótum og losna þar með við miðstýringuna, sem getur reynst nauðsynleg við aðrar að- stæður. Eitt sem vakti athygli við fjár- mögnun á nýjum atvinnurekstri var hversu virkir sumir bankar voru við þátttöku í nýsköpuninni. Bæði með skipulegri rekstrar- og fjármála- ráðgjöf, en ekki síður með eyrna- merktu áhættufjármagni (lánum) á mun betri kjörum en almennt gerðist. Lán til smáatvinnurekstrar á þessum kjörum nema á bilinu 10- 100 milljónum kr. á hvert fyrirtæki sem fær fyrirgreiðslu, en fyrirtæki af þessari stærð flokkast innan skil- greindra marka um smáatvinnu- rekstur. Eftir heimsókn í banka, sem beitir sér á þessu sviði, var athyglis- vert að kynnast mjög faglegum vinnubrögðum bankans varðandi lánastarfsemi til atvinnurekstrar. Einnig tóku íslendingamir eftir því hversu íburður í húsnæði og búnaði var mun minni en virðist tíðkast í íslenskum bönkum. Landbúnaður Dálítið var rætt um landbúnað, en þetta er dæmigert landbúnaðarhérað á breskan mælikvarða. Niður við ströndina er akurlendi og akuryrkja, síðan hækkar landið eftir því sem vestar dregur allt til fjalla lengst í vestri, en inni í fjöllin skerast dalir þar sem stunduð er kvikfjárrækt. Svæðið í heild telst kvikfjárræktar- svæði og jafnframt jaðarsvæði og nýtur vegna þess hárra styrkja frá ESB og ríkinu. Almennt talað er staðan í land- búnaði góð, en það byggist fyrst og fremst á tvennu. I fyrsta lagi gríðarlegum styrkjum þannig að stór hluti tekna bóndans kemur beint frá styrkjakerfí Evrópusam- bandsins. I öðru lagi er nýlega búið að móta fjögurra ára stefnu Evrópu- sambandsins í landbúnaðarmálum með kvótakerfi, sem tryggir þessu svæði óbreyttan kvóta til a.m.k. næstu fjögurra ára, en það þýðir stöðugleika í landbúnaðinum og því eru bændur býsna vel settir og þurfa ekki að leita annað. Eitt var þarna áberandi fyrir okkur Islendinga, en það virtist ekki vera aðskilnaður milli starfsgreina þegar talað var um atvinnusköpun. Nýsköpun í atvinnumálum var miðuð við allar hugsanlegar starfsgreinar, en miklu síður að verið væri að vinna fyrir ákveðna hópa. Viðskiptadeildin var ekkert sérstaklega að vinna fyrir iðnaðinn eða landbúnaðinn eða eitthvað annað, heldur er þetta allt einn pottur. Hér heima könnumst við kannski frekar við það að stuðningskerfi sé sjálfstætt fyrir ákveðnar starfsgreinar, en slíka skiptingu sáum við miklu síður þarna. Iðngarðar Eitt sem þama hefur verið gert í tengslum við háskólann er stofnun nokkurs konar iðngarða, ekki fjærri 6. '96 - FREYR 245

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.