Freyr - 01.11.2000, Síða 5
Við tók sauðfjárræktin sem
aðalbúgreinin og sögupró-
fessor einn, ættaður af Norð-
urlandi, lét sér detta í hug að
framgangur sauðkindarinnar
hafi verið nátengdur því að
um þetta leyti lærðu Islend-
ingar að prjóna. Alls kyns
prjónavörur gengu á góðu
verði erlendis. íslendingar
þurftu meiri ull og þarafleið-
andi fleiri kindur. Það var á
kostnað kýrinnar og harðgert
sauðféð sigraði í baráttunni
um minnkað beitarlandið.
Fræðimenn hafa látið sér
detta í hug að um 1655 hafi
nautgripaeignin verið kom-
in niður í 55.000 gripi.7’ En
nú fara að koma áreiðanleg-
ar tölur. Á árunum 1702-
1712 var íslenskur búpen-
ingur talinn, Á undan var
mannfólkið talið í frægu
allsherjarmanntali, því
fyrsta í heiminum þar sem
fólkið er nafngreint. Og síð-
an þótti við hæfi að telja kvikfén-
aðinn í merkilegri jarðabók sem
til er um mestallt landið. Samk-
væmt henni voru 35.860 naut-
gripir til á landinu, þar af 24.467
mjólkurkýr.8'
Öldin 18. er niðurlægingartíma-
bil íslenskra nautgripa. Fyrst mikil
harðindaár 1751- 1757, síðan kom
eldgosið mikla í Laka austast á
Suðurlandi 1783. Þar kom fram
hin margþekkta keðjuverkun: Á
fyrsta ári eldgosið, á öðru ári
skepnufellir, á þriðja ári féll
mannfólkið sjálft. Um þetta leyti
voru geldneyti nær því að hverfa.
Sumarið 1787 var svo komið að
20 naut voru flutt inn til Islands
„handa fálkaskipinu." Konungur
hafði einkarétt á að flytja út veiði-
fálka sem Islendingar handsöm-
uðu. Þeir voru 46 þetta árið og
voru fluttir út með sérskipi. Fálkar
hafa verið þurftafrek kvikindi og
þessi naut voru þeim ætluð.9’ Eftir
því að dæma var Island nú ekki
lengur sjálfbært nautgripaland.
Nautgripir urðu árið 1783
20.067.'0, Það var sú lægsta tala
sem nautgripafjöldinn komst í á
þeirri öld. En á 19. öldinni komst
hún niður í 18.546 eftir harðinda-
tímabilið 1881- 1888. Þá varbotn-
inum náð."’
Nú fer að brydda á áhuga fyrir
betra mjólkurkyni og er greinilegt
að geldneytið - til kjötfram-
leiðslu- er ekki eins áhugavert
alla 19. öldina. Kjötframleiðslan
felst meira í ásettum geldsauðum
sem fargað var tveggja til fjögurra
vetra. Urðu þeir seinni hluta ald-
arinnar mikil útflutningstekjulind
á Englandsmörkuðum. Eftir
skipsvolk voru þeir fóðraðir á
gulrófum í Skotlandi í nokkrar
vikur og síðan slátrað. íslenska
geldneytinu hlotnaðist aldrei sú
vegsemd að fara lifandi til Eng-
lands. Og loks tók fyrir þennan
innflutning 1896 sökum sjúk-
dómahættu, að sagt var.
Kynbótamenn í nautgriparækt
koma fram þegar fyrir aldamótin
1800. Ég nefni tvo feðga, sem
verða einna fyrstir til að flytja inn
nautgripi til kynbóta. Báðir voru á
sinn hátt valdamestu menn lands-
ins; Ólafur Stephensen stiftamt-
maður var æðsti maður hins kon-
unglega framkvæmdavalds og bjó
í Viðey við Reykjavík. Magnús
Stephensen sonur hans var lengi
æðsti dómari landsins. Hann bjó
seinast búi sínu í Viðey. Svo fór
þá að innflutningurinn kom fyrst
inn á einangraða eyju, rétt eins og
í Hrísey á vorum dögum. Ólafur
og Magnús voru báðir mikilvirkir
útgefendur tímarita sem tóku öll
mál til meðferðar, ekki síst bún-
aðarmál. Ólafur skrifaði líklegast
fyrstu íslensku ritgerðina um
kúna: „Um not af nautpeningi"
1786. Hann segist hafa komist að
raun um að meira smjör fáist úr
mjólk rauðra kúa heldur en hvítra.
Hann segist því hafa farið að
safna dökk- og dumbrauðum
kúm.12)
Magnús Stephensen gengur
lengra. Hann flytur inn rauðar kvíg-
ur frá Sjálandi 1816- 1819, einnig
danskan bola. Sagður var hann frá
FREYR 10/2000 - 5