Freyr - 01.11.2000, Qupperneq 6
einu af búum kóngsins. Magnús
segir að þessar kýr hafi orðið stærri
en íslenskar kýr og þær hafi fljótt
komist í 16- 18 merkur.131 Þær fóru
víða um landið og aðrir tóku upp
þennan innflutning.
Rjómabúin
Kynbætur með innflutningi voru
því í gangi á 19. öld, einmitt þegar
fjöldi kúa verður einna lægst. En
nú vík ég aftur að ártalinu 1896,
þegar England lokaði fyrir inn-
flutning á lifandi sláturdýrum og
íslenskir bændur vissu ekki sitt
rjúkandi ráð. Þarna var lokað fyrir
afar góða afsetningu á sláturfénaði
þeirra.
Þá var hjálpin og hugmynda-
fræðin aftur sótt til Danmerkur. Þar
hafði þróast mikill samvinnufélaga-
rekstur í mjólkurvinnslu, einkum í
smjörgerð, og góður markaður
fannst einkum í Englandi. Alda-
mótaárið 1900 hófu sunnlenskir
bændur í Hrunamannahreppi að
flytja rjóma sinn í sameiginlegt bú
sem vann smjör á Englandsmarkað.
Samfara þessu breiddist skilvindan
út meðal kúabændanna. Mest
blómaskeið þessarar starfsemi var
árin 1904- 1913 og voru 34 rjóma-
bú komin upp árið 1908 en mest var
framleiðslan árið 1912. Þá fluttu ís-
lendingar úr 177 þúsund kg. af
smjöri.14’
Sigurður Sigurðsson, ráðunaut-
ur, vann mest að framgangi rjóma-
búanna, en hann var jafnframt
nautgriparæktarráðunautur Bún-
aðarfélags íslands. Kippur kom í
íslenska kúastofninn strax árið
1901. Nautgripastofninn hafði
verið 23.569 gripir árið áður en
nú urðu nautgripir 25.674. Þegar
einna best lét í smjörútflutningi
komst stofninn upp í 26.963 árið
1913. En nú kom fyrra stríð með
versnandi samgöngum við Eng-
land og tekjur þéttbýlisfólks hér
urðu betri. Ákváðu þá íslendingar
sjálfir að borða mestallt sitt
smjör. Þá urðu rjómabúin fyrir því
í stríðinu að missa sauðamjólkina.
Haustlömb urðu álitleg söluvara
Sigurður Sigurðsson, ráðunautur, frá
Langholti í Flóa. F. 1864, d. 1924.
til útlanda. Þess vegna urðu þau að
ganga undir mæðrum sínum sum-
arlangt. Og út af því lömuðust
rjómabúin upp úr 1918 og þar
með fækkaði kúnum okkar í
22.988 árið 1919, og er það
minnsti stofninn á tuttugustu öld-
inni.15)
Hvað var nú til ráða? Ört vaxandi
þéttbýli kallaði á aukna mjólkur-
sölu til bæjanna, en milli 1920 og
1930 var sú mjólk oft ekki til um
Páll Zóphóníasson, f. 1886, d. 1964,
var ráðunautur Búnaðarfélags ís-
lands í nautgriparœkt 1928-1951.
háveturinn. En tvennt gerðist nú
sem kúnni kom sérstaklega við.
Miklar áveituframkvæmdir hófust
sunnanlands sem kenndar eru við
héruðin Skeið og Flóa í Árnessýslu.
Jafnframt þessu var stofnað hér á
Akureyri fyrsta alhliða mjólkurbú-
ið, stjómað af mönnum með danska
mjólkurfræðiþekkingu. Það var
Mjólkursamlag KEA, stofnað
1928. Sunnlendingar, sem áveitu-
löndin byggðu og þeirra nágrannar,
fengu vink. Þeir ættu að stofna
mjólkurbú til að hagnýta sér gras-
aukann. Og úr urðu Mjólkurbú
Flóamanna stofnað 1929, og
Mjólkurbú Ölvesinga sem tók til
starfa 1930. Þessi fjörkippur sést
greinilega þegar þess er gætt að
árið 1927 var öll mjólk landsmanna
talin vera 39 millj. lítrar, en næsta
ár er hún komin upp í 42 millj. ltr.
Stígandi aukning er síðan, einkum
seinni stríðsárin. Árið 1942 er
mjólkurframleiðslan komin í 68
millj. ltr. en talið er að hámarki hafi
verið náð árið 1978, 123 millj.
ltr. 16) Ætti kúastofninn að hafa
náð sögulegu hámarki um það leyti,
og geta verður þess að holdanauta-
búskapur var ekki viðlíka eins öfl-
ugur þá eins og nú. Nú er sögulegt
hámark árið 1999 74.534 gripir, en
þá eru mjólkurkýrnar aðeins
28.284, en vorul978 36.326.171
Kynbætur á kúm
Nú ætla ég að snúa mér að kyn-
bótaþættinum, en er þar á hálum ís.
Best að fara ekki mikið með tölur,
segja í þess stað sögur. Bændur
vildu auðvitað fá sem mest út úr
hveijum grip, og með sem minnst-
um tilkostnaði. Ráðunautar urðu
ekki þeir fyrstu til að skrifa bækur
um kynbótarækt. Fyrstu tilraun
gerði prestur á Vesturlandi, séra
Guðmundur Einarsson á Breiða-
bólsstað á Skógarströnd. Hann gef-
ur út ritlinginn „Um nautpenings-
rækt“ árið 1859, en síðan gerir hann
sér lítið fyrir og skrifar einnig “Um
sauðfénað". En þetta hafði ekki
veruleg áhrif. Bændaskólamir voru
ekki almennt sóttir af bændaefnum.
6 - FREYR 10/2000