Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2000, Page 7

Freyr - 01.11.2000, Page 7
Aður var töluvert um hyrndar kýr hér á landi en í seinni tíð hefur verið reynt að útrýma hornuin í kúastofninum. Bak við kúna stendur Gísli Kristjánsson, ritstjóri Freys. Fordómar voru enn um aldamótin, bæði gagnvart ráðunautum og bændaskólum. Vinur minn einn, fæddur 1896, var að hugsa um að fara í bændaskóla. En svo komu þrír sveitungar hans með bænda- skólamenntun til búskapar- og urðu allir lélegir bændur. Hann hætti því við bændaskólann og varð góður bóndi alla tíð. Samt heppnaðist að stofnsetja fyrsta nautgriparæktarfélagið 1903 í Hrunamannahreppi í Amessýslu, einmitt þar sem fyrsta rjómabúið var stofnað.181 Guðjón Guðmunds- son, fyrsti reglulegi landsráðunaut- urinn í nautgriparækt, byrjaði í því starfi 1902, en dó ungur, 1908. Þá fljótt á eftir varð Sigurður Sigurðsson nautgriparæktarráðu- nautur í rúmlega 20 ár. Kom þá til starfsins Páll Zóp- hóníasson, áður kennari á Hvann- eyri og skólastjóri á Hólum. Hann er talinn hafa mótað allt ræktunar- starfið í meira en 30 ár, þegar mesta framfaratímabil var í nautpenings- rækt og framleiðsluháttum okkar til sveita. Páll var afarmenni, alþingis- maður og um skeið búnaðarmála- stjóri. Hann vissi svo margt um framtíð þeirra nautgripa sem hann dæmdi svo rétt, að menn töldu hann ófreskan. En brautryðjandi var hann vissulega og um það á ég þessa sögu. Þegar Páll fór í sitt fyrsta fram- boð á Austurlandi árið 1934 var ekki spáð vel fyrir honum sem stjómmálamanni. Eitt héldu menn sig þó vita. Hann kunni að kreista kú. Svo fór að í einni framboðsferð- inni lofaði Páll kunningja sínum að kreista dulbeidda kú hans, ef hann væri mættur með hana á tilteknum tíma við tiltekna á. Það stóð heima. Þegar Páll kom ríðandi upp úr ánni voru þau bæði mætt, bóndinn og kýrin. Frambjóðandinn vatt sér af baki, reif sig úr jakkanum, bretti upp ermamar og fór inn í kúna. „Hún beiðir svo eftir þrjá daga“, sagði hann síðan og snaraðist á hestbak. Margir óráðnir kjósendur voru mættir til að horfa á þessa einstöku athöfn. Þegar Páll gaf upp að kýrin beiddi eftir þrjá daga fannst þeim hann gefa óraunsærri loforð en nokkur frambjóðandi. En kýrin varð bályxna eftir þrjá daga og fékk þá naut. Kjósendur heyrðu fljótt tíðindin og Páll Zóphóníasson var kjörinn á þing!191 Páli tókst að ferfalda tölu naut- griparæktarfélaga áratuginn 1930- 1940. Reglulegar nautgripasýning- ar komust á 1925 og hafa verið síð- an. Landsráðunautar heimsóttu hvert félag fjórða hvert ár og þegar naut- griparæktarfélög voru stofnuð eftir nýjum búfjárræktarlögum 1948 opnaðist starfssvið fyrir ráðunauta í heimabyggð. Fyrsta nautgripa- ræktarsambandið var stofnað hér í Eyjafirði 1929 og Jónas Kristjáns- son á Akureyri, fyrsti mjólkurbús- stjórinn þar, stýrði sambandinu vel og lengi. Það var þó ekkert eins- dæmi að mjólkurbússtjóri tæki þetta frumkvöðulsstarf að sér. Mikill kippur kom í nautgripa- ræktina eftir síðari heimsstyrjöld. Ekki einasta vom nautgriparæktar- samböndin áhrifavaldur, heldur stuðlaði aukin ræktun þar að, eftir að jarðýtur og skurðgröfur breyttu mýrum og móum í gjöful tún. Kýmar okkar fóru brátt að ganga á ræktuðu landi allt sumarið. Hér tíðkast útibeit frá júníbyrjun til septemberloka og næturútibeit get- ur staðið í allt að þrjá mánuði. Huppa á Kluftum Kynbætur fóru einnig að bera verulegan árangur. Sagt var að Páll Zóphóníasson hefði þar beitt dular- gáfum sínum, svo framsýnn var hann í vali á kynbótanautum. Fræg- ust þeirra vom afkomendur Huppu á Kluftum, en hún mjólkaði í 15 ár uns hún var felld 1943. Sjö synir hennar urðu kynbótanaut og fjórar dætur hennar afurðasælar mjólkur- kýr. A starfsferli sínum mjólkaði Huppa 61.833 kg af mjólk og var með 4,12% í meðalfitu. Huppa er sennilega eina kýr landsins sem hef- ur lent á málverki, en það var af- hjúpað að stórmenni viðstöddu á 50 ára afmæli hennar. Að sjálfsögðu var hún þar hvergi nærri, enda löngu dauð og vissi ekki af frægð sinni.201 FREYR 10/2000 - 7

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.