Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2000, Page 8

Freyr - 01.11.2000, Page 8
Hrunamenn töldu víst að Huppa væri af kyni huldukúa. Um alda- mótin 1900 var formóðir hennar í sömu sveit bályxna um vetur. Bóndinn fór með hana nokkrar bæj- arleiðir að leiða hana undir tudda. Gerði þá él mikið og leitað bóndinn skjóls undir kletti einum. Stóð þar kýrin eins og grafin niður og rótaði sér hvergi. En þegar bóndinn og kýrin komu á fund tudda, ærðist kýrin og komst tuddinn hvergi nærri henni. Var þetta því talin ónýtisferð en engu að síður fæddi kýrin af sér tvo kálfa, naut og kvígu, 9 mánuðum seinna. Sú var almannatrú að tvíburasystkini yrðu ófrjó viðrini sem bæri að drepa. Ekki mátti það þó strax því að það var ólánsmerki. En kvígan hafði gangmál strax ársgömul og varð ágæt mjólkurkýr sem mikið kyn varð út af. Hét hún Murta og var langamma Huppu á Kluftum. Eng- inn vafi var talinn á því að faðir hennar væri huldunaut. Eftir stríðið komst þó önnur teg- und ósýnilegra nauta að kúnum okkar er sæðingarstöðvar hófu starfsemi sína. Sú fyrsta hér á Ak- ureyri 1946, er Hjörtur Þórarinsson ráðunautur frá Tjörn í Svarfaðardal stofnaði. Hann var lærður frá Bún- aðarháskólanum í Edinborg, og svo vel tókst Eyfirðingum að þetta fyr- irkomulag skaut rótum um allt land á innan við áratug.211 íslenska kýrin tók nú stórstökk framávið. Mælingar sýndu að árið 1929 vó meðalkýrin á fæti 338 kg, en 1948 360 kg og um 1968 er hún komin upp í 410 kg. Meðalnyt hef- ur hækkað að sama skapi og var komin í 3.000 kg árið 1966. Síðan hefur mikið gerst og voru meðalaf- urðir komnar árið 1999 upp í 4.579 kg með 3,31% protein og 3,99% fitu en kjarnfóðurgjöf á hverja kú var 1998 að meðaltali 748 kg. En mikil er breiddin, því afurðahæsta kúabúið er með 7.160 kg í meðal- ársnyt árið 1999.221 Innflutningur nautgripa Tímarnir breytast, þótt kýrin átti sig kannski ekki á því. Nú í nokkra áratugi hafa ýmsir framsæknir bændur, sem lært hafa erlendis, alið á því að skipta um kúakyn og er helst mænt á norskar hágæðakýr, NRF. Gamlir og gætnir bændur og ýmsir borgarbúar vilja ekki af þessu vita. Þeir vilja áfram sjá í högum Bröndu, Skrautu og Skjöldu og ótt- ast mjög að kýmar fái aftur hom, svo sem sagt er að þær hafi haft í fomöld. Innflutningur hefur hér áð- ur tíðkast í leyni og án opinberra af- skipta. Ýmsir bændur minnast þessa. Gamall vinur minn, Olafur Ögmundsson í Hjálmholti átti um árabil einhverjar bestu kýr landsins. Ólafur rakti kynbótahæfni þeirra til danskra kúa sem Páll Melsteð sýslumaður í Hjálmholti hafði flutt inn kringum 1840. Ég er ekki trúað- ur á að kynfesta hafi legið svo lengi á þessurn bæ, en annað tók Ólafur sér fyrir hendur: Að troða eins miklu af heyi og eins oft og hann gat ofan í kýmar, láta þær aldrei standa svangar, enda þótt Ólafur sjálfur þyrfti að vinna dag og nótt. Þetta er einmitt sú tegund bú- mennsku sem ungir bændur stunda í dag.23) En innflutninmgur er hafinn á holdanautum; Galloway, Aberdeen Angus, Limousine. Sett var á stofn sóttvamarstöð í Hrísey sem tók til starfa 1975 og árið 1976 var flutt inn fyrsta sæðið frá Skotlandi. Fyrir voru Galloway blendingar sem löngu áður (1933) höfðu verið flutt- ir til landsins, átti að drepa en lifðu fyrir misgrip. 24) Arftaki Páls Zóphóníassonar sem aðalnautgriparæktarráðunautur Bún- aðarfélags íslands, Ólafur E. Stef- ánsson, var mikill áhugamaður um þessar innflutningsaðgerðir. Hann helgaði sig alveg holdanautarækt- inni síðustu embættisár sín og varð vel ágengt. Ólafur er NÖK- félögum vel kunnugur, enda beitti hann sér fyrir því á sinni tíð að Islands- deildin var stofnuð.. En nú eru þáttaskil í innflutningsstarfseminni, því að sótt hefur verið um að flytja inn fósturvísa. Umsóknin liggur hjá landbúnaðarráðuneytinu. Aðrir en ég munu ræða þá framtíð hér á eftir. Heimildaskrá: l.Olafur E. Stefánsson: Nautgripa- rækt. Bættir eru bænda hættir. Rvk. 1968, bls. 95. 2. Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing ís- lands m. Kmh. 1919, bls. 216- 217. 3. Asgeir Einarsson: Lýsing Þingeyra- kirkju og ræður við vígslu hennar. Rvk. 1878. 4. Sturlunga saga I. Rvk. 1946, bls. 512-513. 5. Sturla Friðriksson: Gras og gras- nytjar. Andvari 1967, bls. 198- 221. 6. Lýsing íslands III, bls. 229. 7. Lýsing íslands III, bls. 229. 8. Hagskinna. Sögulegar hagtölur um ísland. Rvk. 1997, bls. 277- 280. 9. Lýsing íslands III, bls. 230. 10. Lýsing íslands III, bls. 232. Sbr. Hagskinna, bls. 277- 280. 11. Lýsing íslands III, bls. 237. 12. Olafur Stephensen: Um not af naut- peningi. Rit Lærdómslistafélagsins VI, 1786, bls. 20. 13. Magnús Stephensen: Klausturpóst- urinn VIII, 1825., bls. 160-162. 14. Sigurður Sigurðsson frá Langholti: Búnaðarrit 33. árg. bls. 262- 281. 15. Sigurður Sigurðsson: Smjörbúafé- lagsskapurinn, Tíminn, 3. maí 1924. 16. Hagskinna, bls. 286- 293. 17. Upplýsingar frá Gunnari Guð- mundssyni nautgriparæktarráðu- naut BÍ. 18. Sunnlenskar byggðir I. Rvk, 198o, bls. 194- 196. 19. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum: Horft til liðinna stunda. Rvk. 1981, bls.138-139. 20. Helgi Haraldsson á Hrafnkels- stöðum: Huppa á Kluftum. Skýrt og skorinort. Rvk.1974. bls. 36- 48. 21. Ólafur E. Stefánsson: Nautgripa- rækt, bls. 100-101. 22. Ólafur E. Stefánsson: Nautgripa- rækt, bls. 102. 23. Páll Lýðsson: Viðtal við Ólaf Ög- mundsson. Þjóðólfur; 18.okt. 1969. 24. Ólafur E. Stefánsson: Nautgripa- ræktin. Búnaðarsamtök á Islandi 150 ára. Rvk. 1988, bls. 541- 556. 8 - FREYR 10/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.