Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2000, Síða 16

Freyr - 01.11.2000, Síða 16
Snefilefnaáburður Snefilefni í gróðri Snefilefni eru frumefni sem plöntur og/eða dýr þurfa í litlum mæli. Venjulega er miðað við að plöntur á einum hektara þurfi minna en eitt kílógramm af hverju snefilefni til að fullnægja þörfum sínum. í flestum tilfellum þarf að bera miklu meira á svo að plöntum- ar ná nægu magni úr jarðvegi. Þess vegna er oft gripið til þess ráðs að úða snefilefnum á plöntumar til að tryggja nýtingu efnanna og minnka kostnað. Snefilefni, sem plöntur þurfa, em: Bór, jám, klór, kopar, kóbolt, mangan, molybden, natr- íum og sink. Auk þess þarf búfé snefilefnin flúor, joð og selen, sem ekki eru talin nauðsynleg fyrir jurt- ir. Ef plöntur taka upp meira af áburðarefnum en þær hafa þörf fyr- ir koma fram eiturverkanir. Það fer eftir áburðarefnum hve mikið plöntur þola af áburði umfram þarf- ir áður en eiturverkanir koma í ljós. Þær þola stóra skammta umfram þarfir af köfnunarefni, fosfór og kalí, en af flestum snefilefnum þarf aðeins lítinn aukaskammt svo að eitureinkenni komi fram. Á fyrsta hluta 20. aldar var mjög lítið borið á tún af öðrum áburði en búfjáráburði. Það er lítil hætta á að snefilefni skorti þegar hann er not- aður. Um miðja öldina jókst notkun tilbúins áburðar stórlega, en í hon- um er aðallega köfnunarefni, fosfór og kalí, þó að á seinni árum hafi fleiri efnum verið bætt í hann. Þetta eftir É Magnús Óskarsson frá Hvanneyri "Vi' varð til þess að menn fóru að velta því fyrir sér hvort jurtir, þar á meðal túngrös, skorti ekki snefilefni. Árið 1956 var þess vegna farið að gera tilraunir á túnum með snefilefna- blönduna Sporomix á bændaskól- unum og tilraunastöðvum í jarð- rækt, á Hólum í Hjaltadal, Hvann- eyri, Akureyri, Reykhólum, Sáms- stöðum og Skriðuklaustri. Tilraun- imar stóðu flestar í fjögur ár. Árin 1975-1979 var Sporomix reynt á Búrfelli og Ormsstöðum í Gríms- nesi (Guðmundur Jónsson, 1979 og 1998). í Sporomixi var bór, kopar, kóbolt, mangan, molybden, sink og magníum, en síðasttalda efnið er ekki snefilefni. Sporomix jók ekki sprettu túna á neinum þessara staða nema ef vera skyldi í Grímsnesinu. Árið 1957 var farið að gera vall- ar- og kertilraunir með einstök snefilefni á Hvanneyri. Tilraunimar voru gerðar á túnum á framræstri mýri og í kerin var notaður mýrar- jarðvegur. Reynd voru fjögur efni; kopar, mangan, sink og molybden. Það kom ekki fram greinilegur skortur á þessum efnum en samt þykir er rétt að kynna áhugamönn- um þessar gömlu niðurstöður. Með tilraunum í kemm má rann- saka ýmsa þætti í lffi plantna. Þó er vafasamt að heimfæra niðurstöð- ur þeirra á ræktun á túnum eða ökr- um, vegna þess hve ræktunarskil- yrði í kerum er frábmgðin aðstæð- um á túnum og ökrum. Kopar Koparþörf jurta er að jafnaði innan við 100 g/ha. Blaðoddavisn- un er sjúkdómur sem stafar af kop- arskorti hjá plöntum af grasaætt. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að rendur og oddar blaðanna verða ljósgrænir eða gulir, visna og verp- ast inn í blaðið og jurtin verður lin. Blaðoddavisnun kemur einkum fram í jurtum með lítið rótarkerfi, t.d. korntegundum. I nálægum löndum eru menn varaðir við kop- arskorti hjá belgjurtum, spínati, tómötum og jafnvel vallarfoxgrasi. Á árunum 1957-1960 var gerð tilraun með vaxandi skammta af koparáburði á tún á Hvanneyri. Notað var koparsúlfat (CuS04), öðru nafni blásteinn, en í honum er um 25% kopar. Eins og kemur fram í 2. töflu hafði koparsúlfat engin áhrif á uppskerumagn túnsins. Eðli- lega jókst koparmagn í uppskeru eftir því sem meira var borið á af kopar, en jafnframt minnkaði fos- fórmagnið. Árin 1958-1961 voru gerðar ker- tilraunir með að bera á sem svaraði 100 kg/ha af koparsúlfati. Tvö fyrstu árinn var vorhveiti sáð í ker- in, vallarfoxgras árið 1960 og grænkál síðasta árið. Öll árin virtist koparsúlfatið draga úr uppskeru, hugsanlega vegna þess að skammt- urinn af koparsúlfati hafi verið of stór. Ef blaðoddavisnun.kemur fram á korni er fljótvirkasta lækningin að úða akurinn með 10 kg/ha af kopar- 1. tafla. Snefilefnaþörf nautgripa, sauðfjár og hrossa og lægstu og hæstu gildi í grasi. Snefilefni Þörf grasbíta ppm* Mæld gildi lægst í íslensku grasi, ppm: hæst Kopar 1-15 0,8 um 15 Mangan 20 15 1000 Sink 20-30 13 112 * ppm þýðir hlutar úr milljón. Tekið úr töflu eftir Þorstein Þorsteinsson, 1984. 16 - FREYR 10/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.