Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2000, Side 17

Freyr - 01.11.2000, Side 17
2. tafla. Tilraun nr. 46-57 á Hvanneyri með koparáburð (blásteinn) á mýrartún. Uppskera, hey P % í þurrefni Cu ppm* í þurrefni hkg/ha 1957-1960 l.sláttur 1959-1960 2. sláttur 1959-1960 l.sláttur 1959-1960 2.sláttur 1960 Enginn kopar 48,0 0,25 0,20 8 8 25 kg/ha koparsúlfat 47,9 0,23 0,17 14 9 50 kg/ha koparsúlfat 47,1 0,23 0,17 16 13 100 kg/ha koparsúlfat 48,2 0,22 0,17 25 26 Stærð reita var 36 m2, samreitir voru 4. Grunnáburður kg/ha: 100 N, 30,6 P og 83 K. * ppm þýðir hlutar úr milljón. súlfati blandað í 500-1000 lítra af vatni. Þegar koparsúlfat er borið á í föstu formi er erlendis algengt að notað 50 kg/ha. Koparsúlfat er dýr áburður sem skolast auðveldlega úr jarðvegi. Ef sauðfé skortir kopar kemur fram sjúkdómurinn fjöruskjögur en sá kvilli kemur helst fram hjá fé sem beitt er á fjörur á vetuma (Þor- steinn Þorsteinsson, 1980). I fóður sumra dýra, t.d. svína, er bætt kopar og getur þá orðið óheppilega mikið af kopar í svínaskítnum. I uppskeru sem vex upp af slíkum áburði getur verið svo mikill kopar að það valdi eitrun hjá búfé sem nýtir fóðrið og er sauðfé einkum talið viðkvæmt fyrir slíku fóðri. Mangan Upptaka plantna á mangani er háð sýrustigi jarðvegs. Venjulega er nóg af mangani í jarðvegi en skort- ur hjá plöntum stafar af því að efnið er of fast bundið til að það nýtist. Ef jarðvegur er súr er hætta á að plöntur taki upp óhóflega mikið af mangani. Þá geta eiturverkanir dregið úr sprettu. Finck (1982) seg- ir að lítil hætta sé á að jurtir skorti mangan ef sýrustig jarðvegs er lægra en pH 5,7. Sýrustig í íslensk- um jarðvegi er yfirleitt fremur lágt. Það er því hugsanlegt að ofgnótt af mangani dragi sums staðar úr uppskeru en því má breyta með því að kalka landið. Ef jarðvegur er laus í sér og kalk- ríkur er hætta á að plöntumar nái ekki upp nægu mangani. Þá dregur úr sprettu og skortseinkenni sjást á plöntum. Mikill skortur kemur fram sem dílaveiki í jurtum af gras- ætt, t.d. komtegundum. Gráir eða brúnir blettir myndast á neðra borði blaðanna og þau brotna þvert í sundur. Árið 1958 hófst á Hvanneyri til- raun með að bera manganáburð í nýrækt. Það ár var sáð nokkuð seint í nýræktina og vorið var þurrt og þess vegna var ekki unnt að slá til- raunina það sumar. Tvö næstu ár var tilraunin slegin. Niðurstöðuna má sjá á 3. töflu. Árið 1960 var fosfór og kopar mældur í uppskerunni. I þurrefni grasa úr fyrra slætti reyndist vera 8,5-8,8 ppm af kopar af reitum sem ekki vom kalkaðir og 9,4- 10,3 ppm á reitum sem voru kalkað- ir. Kölkun eða notkun á mang- anáburði hafði ekki áhrif á fos- fórmagnið, það var 0,26-0,29% fosfórs í þurrefni grass úr fyrri slætti og 0,15% úr seinni slætti. Niðurstöðurnar sýna að það hefur ekki verið þörf á manganáburði að minnsta kosti á ókalkaða túnið. Árið 1960 hófst tilraun á Hvann- eyrarfit með manganáburð. Fitin er mynduð af framburði Hvítár. Um það bil helmingur gróðursins var gulstör og hinn helmingurinn heil- grös. Árið 1961 var fosfór mældur í uppskem og reyndist hann vera 0,14% í þurrefni, sem er mjög lítið, enda var fosfór ekki borinn á. í landi við hliðina á mangantilraun- inni var sýmstig jarðvegs pH 5,1- 5,4. Báðar þessar tilraunir gefa til kynna að það sé ekki ástæða til að óttast að skortur á mangani dragi úr sprettu túna eða engja. Niðurstöð- umar er í samræmi við reynslu frá 3. tafla. Tilraun nr. 44-58 á Hvanneyri með mangan- áburð á kalkað og ókalkað mýrartún. Uppskera 1959-'60 Mangan ppm* í þurrefni árið 1960 _______________________Hey hkg/ha______1. sláttur 2. sláttur Ókalkað land Mangan ekki borið á 60,5 98 175 Mangansúlfat, 25 kg/ha. 55,9 169 189 Mangansúlfat, 100 kg/ha 60,2 232 248 Meðaltal 58,9 10 tonn/ha afkalki 1958 Mangan ekki borið á 58,7 96 177 Mangansúlfat, 25 kg/ha 62,4 126 189 Mangansúlfat, 100 kg/ha 66,1 177 215 Meðaltal 62,4 Stærð reita var 50 m2, samreitir voru 3. Grunnáburður kg/ha: 120 N, 30,6 Pog 99,6 K. * ppm. þýðir hlutar úr milljón. FREYR 10/2000 - 17

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.