Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2000, Blaðsíða 27

Freyr - 01.11.2000, Blaðsíða 27
l.tafla. Upplýsingar um víðiklóna í tilraun á Torfalæk A-Hún. Söfnunarnúmer Tákn Tegund Kvæmi A-127-pl.3 C S. alaxensis NA-kvísl Unalakleet River A-497-15, pl. 1 A S. hookeriana Yakutat Hríma (S2A) V S. alaxensis Copper River Delta Gústa (Tröllavíðir) X S. alaxensis Granite Creek A-050 N1 S. alaxensis ssp. longistylis Ambler Airport A-115 N2 S. alaxensis Ssp. longistylis Unalakleet River Bridge A-216-l N3 S. alaxensis ssp. longistylis Lake Clark A-262-2 N4 Salix sp. Port Alsworth, lOOm.h.y.s. A-388-1 N5 S. alaxensis ssp. longistylis Summit Lake A-389-6 N8 S. alaxensis ssp. longistylis Summit Creek A-390-4 N9 Salix sp. Colorado Creek A-394-2 Nll S. alaxensis Bonanza Creek A-401-10 N12 S. alaxensis Suðurendi Kenai Lake A-411-l N14 S. alaxensis Ninilchik A-416-3 N15 S. scouleriana? Resurrection River verðum Miðfirði. Ekki er ástæða til að nota Olavíði nær ströndinni nema e.t.v. með harðgerðari og grófari klónum. Sá klónn, sem einna mest hefur verið í ræktun, var fluttur inn árið 1963 og kenndur við Ágúst Áma- son skógarvörð og nefndur Gústa- víðir (Ólafur Njálsson, 1994). Þetta er sá klónn sem kallaður hefur verið brúnn Alaskavíðir eða trölla- víðir. Þessi klónn er harðgerður, hraðvaxta og grófgerður. Hann þrífst að jafnaði vel um allt land allt frá ystu ströndum inn til dala. 1. mynd sýnir lifun víðiklóna í þriggja ára tilraun á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu. Fyrir utan Gústavíði, sem hefur einkennisstaf- inn X, standa þrír Alaskavíðiklónar sig vel en þeir hafa númerin C, N1 ogN8. Afföll í tilrauninni em mjög mikil sem skýrist af því að plantað var í grasgefið land sem ekki hafði verið plastlagt og grasið virðist hafa náð undirtökunum. Alaskavíði er auðvelt að fjölga með stiklingum sem eykur gildi hans mikið í skjólbeltaræktuninni gífurlega. Þetta þýðir að bændur geta á skömmum komið sér upp ræktun þar sem afklippur af eldri beltum eru notaðar til að koma nýjum á legg. Viðja (Salix borealis) Heimkynni við' eru í Norður- og Mið-Evrópu og í Síberíu en í heim- kynnum sínum ve> hún einkum í rökt jarðvegi og á lækj bökkum (Ásgeir S' bergsson, 1989). Viojan er stórvaxinn runni og í sumum til- fellum miðlungsstórt tré og getur orðið allt að 10-12 m hátt (Ólafur Njálsson, 1994). Viðjan var fyrst flutt til landsins á árunum 1936-1939 frá Norður- Noregi og mikið notuð í fyrstu skjólbeltin sem plantað var hér á landi og reyndist vel (Baldur Þor- steinsson, 1990 (1)). Mikið af íslenskri viðju er líklega blanda af Salix borealis og Salix nigricans (Dökkvíðir) (Ólafur Njálsson, 1994). í ræktun eru nokkrir stofnar af viðju sem eru misjafnlega harð- gerðir. Dæmi um sterka klóna eru Hallormsstaðaviðja og Borgarviðja, en það eru klónar sem sluppu vel í aprfihretinu 1963 og stóðu af sér kulda sumarsins 1979 (Ólafur Njálsson, 1994). Viðja og gulvíðir æxlast auðveld- lega saman og getur verið erfitt að ákvarða um hvora tegundina er að ræða. Það sama á við um brekku- víði, sem er gulvíðiblendingur, en sk. Hreggstaðavíðir sem talinn er sér- lega vindþolinn og duglegur er lík- lega einmitt blendingur brekkuvíðis og viðju (Jóhann Pálsson, 1997). Viðja er hraðvaxta ef jarðvegur er frjósamur og rakur en vöxtur henn- ar er heldur fíngerðari en t.d. Alaskavíðis. Hún er vindþolin og hentar líklega vel í húnvetnsk skjól- belti. Benda má á að viðja kemur vel til greina nálægt húsum eða þar sem æskilegt er að beltin séu fín- gerðari. Viðju er auðvelt að fjölga með vetrarstiklingum og auðvelt er að nota hana í græðlingaskjólbelti. Þetta gerir viðju meðfærilega og ódýra í ræktun. FREYR 10/2000 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.