Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2000, Side 31

Freyr - 01.11.2000, Side 31
ar, allt frá Evrópu austur um Síberíu yfir til Alaska (Baldur Þorsteins- son, 1990 (2)). Hér á landi hefur nánast eingöngu verið notað Sí- beríulerki (L. sibirícá) og Rússa- lerki (L. suckaczewii) sem voru um 97% gróðursettra lerkiplantna á ár- unum 1949-1983 (Amór Snorra- son, 1987). Vel kæmi til greina að rækta einnig Evrópulerki (L. decidua), sem ættað er úr fjallgörð- um Evrópu, eða Mýralerki (L. lacr- ina) sem vex á víðáttumiklum svæðum í Alaska og Kanada. Að upplagi er lerki meginlands- tegund og kjöraðstæður þess eru þar sem sumur em hlý og kaldir stöðug- ir vetur. Lerkið hefur hins vegar nokkuð mikla aðlögunarhæfni og er sveigjanlegt hvað varðar veðurfars- kröfur sem og kröfur til jarðvegs. Þrátt fyrir að vöxtur lerkis sé bestur í rökum fijósömum jarðvegi er það í eðli sínu frumframvindujurt og get- ur vaxið mjög vel í þurmrn og ófijó- sömum jarðvegi (Ami B. Bragason, 1995). Sambýlissveppir lerkis em mjög virkir í næringamámi sem gefur því forskot á rýrari jörð (Baldur Þorsteinsson, 1990 (2)). Vel hefur gefist að rækta lerki á Austurlandi og inn til landsins á Norðausturlandi. Ekki er ástæða til þess að ætla annað en vel geti gengið að rækta lerki inn til dala í Húnavatnssýslum, s.s. í Miðfirði, Vatnsdal, Langadal, Blöndudal og Svartárdal. Aðrar tegundir Til greina kemur að nota íjölmarg- ar aðrar tegundir í skjólbelti einkum til að auka ljölbreytni og til skrauts. Þetta á sérstaklega við inn til landsins þar sem aðstæður til tijávaxatar em betri en skynsamlegt er að planta við- kvæmari tijám eftir að nokkurt skjól er farið að myndast. Skemmtilegt er að velja til skrauts tegundir sem blómstra fallegum blómum eða hafa skemmtilegt vaxtarlag. Barrtré Fjölmargar tegundir koma til greina í skjólbelti sem aukategundir. Nefna má blágreni (Picea engel- manii) sem er fremur hægvaxta en verður stórvaxið og fjörgamalt en talið er að í heimkynnum sínum verði það allt að 50 m hátt og 500 ára. Blágreni er aðlagað að háfjalla- loftslagi en hefur sýnt ágætan vöxt í strandhéruðum og því vel hugs- anlegt að nota það í Húnavatns- sýslum sem auka- eða aðaltré í skjólbelti. Hið sama á við um blá- greni og sitkagreni að það þolir illa þurran jarðveg en kýs fremur rakan og frjósaman (Olafur Njálsson, 1994). Blágreni er sérlega fallegt og af því yrði mikil prýði í skjólbeltum. Rauðgreni (Picea abies) er evrópsk tegund sem mikið var í ræktun á íslandi um miðja öldina og náði hámarki 1962 (Baldur Þor- steinsson, 1990(2)). Rauðgreni er ekki vindþolið og hentar því ekki sérlega vel sem uppistöðutegund í skjólbeltum en sjálfsagt er að auka fjölbreytni beltanna með rauðgreni eftir að nokkurt skjól er komið upp. Vegna hins litla vindþols er hins vegar varla ráðlegt að rækta það annars staðar en inn til dala. Bergfura (Pinus unicata) er ná- skyld fjallafuru (P. mugo) og talin til sömu tegundar til skamms tíma (Ólafur Njálsson, 1994). Bergfur- an, ólíkt fjallafurunni frænku sinni, er einstofna, verður 20-25 m há í heimkynnum sínum og 200-400 ára gömul. Bergfuran hefur reynst dugleg og nægjusöm í ræktun hér á landi og staðið sig vel í þurrum og ófrjósömum jarðvegi. Bergfuran er fremur vindþolin og því ætti auð- veldlega að vera hægt að nota hana með öðrum tegundum í skjólbelti til þess að auka fjölbreytni. Fjölmargar fleiri tegundir barr- trjáa koma til greina sem aukatré í skjólbelti. Ónefndar eru þinir og þallir og einnig margar fleiri teg- undir af greni, furu og lerki. Lauftré Sama gildir um lauftré og barrtré að því leyti að fjölmargar tegundir er hægt að nota í skjólbelti sem aukategundir. Birki (Betula pubescens) hefur víða verið n( skjólbelti með ágæt árangri. Birkið er fremur hægvaxta nema við góðar aðstæður og einnig verður það eld sérlega gamalt e einungis 85-90 ára að jafnaði (Baldur Þorsteinsson, 1990(1)). Skemmtilegt er að nota birki með öðrum tegundum í skjólbelti þar sem birkið er eina íslenska skóg- armyndandi tréð (Ólafur Njálsson, 1994). Birkið er sérlega nægjusamt og hagar vexti sínum eftir að- stæðum. Það er vindþolið og þolið gegn áföllum og fljótt að sá sér út. Ilmreynir (Sorbus aucuparia) vex í birkiskógum víða um land sem stakt tré, einkum í giljum og gljúfrum (Baldur Þorsteins- son, 1990(1)). Ilmreynir er ýmist ein- eða margstof..,. og verður hér á landi 5-15 m hár og 60-140 áragamall. Gildi Ilmreynis í skjólbeltaræktun tengist því hversu skrautlegur hann er og einnig áhrif- um hans á fuglalíf. Ilmreynir blómstrar hvítum blómum sem síðar þroskast yfir í rauð ber sem fuglar eru sólgnir í. Haustlitir reyniteg- unda eru einnig sérlega fallegir og gætu gefið skjólbeltum skemmtileg- an svip. Fleiri reynitegundir koma til greina s.s. Gráreynir (S. hybrida), Silfurreynir (S. inter- media), Seljureynir (S. aria) og Úlfareynir (S. hostii). Undirskjól Tegundir sem veljast í undirskjól þurfa ekki að uppfylla sömu kröfur og aðrar skjólbelta- plöntur. Ekki er gerð krafa um að þær vaxi hratt eða hátt en þær þurfa að þola skugga vel og vera FREYR 10/2000 - 31

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.