Freyr - 01.11.2000, Qupperneq 32
Neysla vex meira
en uppskera
A miðju þessu ári voru til kom-
birgðir í heiminum sem námu
18% af ársþörfínni. Það er u.þ.b.
það sem Matvælastofnun SÞ,
(FAO), telur að megi minnst vera
á hverjum tíma. FAO áætlar að
þetta hlutfall verði 16,5% á næsta
ári, 2001, en það er 60 daga
neysla.
Jarðarbúum fjölgar árlega sem
og kornframleiðslan. FAO áætlaði
í september sl. að á tímabilinu 1.
júlí 2000 til 30. júní 2001 verði
kornneysla í heiminum 1900 mill-
jón tonn, sem er 50 milljón tonn-
um meira en fyrir fimm ámm og
vöxtur um 2,7%. Hvað varðar
framleiðslu korns er þróunin ekki
eins ljós.
Aðeins eitt ár á síðustu fimm
ámm, 1997, hefur uppskeran náð
1900 milljón tonnum. FAO áætlar
að á yfirstandandi uppskeruári
verði heildaruppskera koms af
öllum tegundum 1881 milljón
tonn.
(Bondebladet nr. 44/2000).
þéttar. Undirskjólsplöntum er ým-
ist plantað í röð hlémegin við há-
skjólstegundir eða inni á milli
þeirra. Ef um er að ræða röð lág-
skjólsplantna hlémegin koma
víðitegundir vel til greina.
Gulvíðir kemur vel til greina í
lágskjól, líkt og sem fósturtré, en þá
þarf að huga að því að velja lág-
vaxna og þétta klóna, s.s. stranda-
víði. Gulvíðir á það til að leggjast
og verða fremur fyrirferðamikill í
skjólbeltum og þarf að huga að því.
Brekkuvíði má nota í lágskjól
líkt og gulvíði og ef nægjanlegt
framboð er af næringarefnum má
búast við því að hann verði mjög
fallegur (Ólafur Njálsson, 1994).
Gljávíðir (Salix pentandra L.) er
sérlega falleg tegund sem gæti
hentað í skjólbelti til fegrunar.
Gljávíðirinn er vindþolinn en þolir
ekki blautan jarðveg .
Loðvíðir (Scilix lanata L.) er sér-
lega harðgerður, vindþolinn, kalþol-
inn og skuggþolinn (Ólafur Njáls-
son, 1994). Auðvelt er að rækta
loðvíði og við góðar aðstæður getur
hann orðið allt að tveggja metra hár
og hentar því vel í lágskjól.
Fjölmörgum tegundum af víði
má bæta í skjólbelti til þess að auka
fjölbreytileika þeirra og gefa þeim
aukið líffræðilegt vægi. Aukin fjöl-
breytni trjátegunda er líkleg til þess
að auka fjölda dýrategunda og
skapa fjölþættara vistkerfi.
Alaskayllir (Sambucus race-
mosa L.) er runni sem náð hefur
nokkrum vinsældum. Hann er
skuggþolinn og kelur lítið en gerir
kröfu um rakan jarðveg (Ólafur
Njálsson, 1994). Alaskayllir
blómstrar gjaman og þroskar ber
sem fuglar eru sólgnir í. 1 notkun
eru ræktunarafbrigði af Alaska-
yllinum, s.s. dúnyllir (Sambuctts
racemosa ssp. pubens) og rauðyllir
(Sambucus racemosa ssp.
racemoca).
Rifs (Ribes spicatum Robson)
hefur verið ræktað hér á landi frá
því um 1800 og hefur reynst sér-
lega harðgert (Ólafur Njálsson,
1994). Berjauppskera er nánast ár-
viss og því dregur ribsið að sér
fugla. Áherslu ætti að leggja á að
nota rifs sem undirgróður í skjól-
belti.
Sólber (Ribes nigrum L.) hafa
nær eingöngu verið ræktuð hér á
landi til berjatöku en vel mætti nota
þau í skjólbelti.
Fleiri tegundir mætti nota, s.s. ýms-
ar rósir, kvisti, toppa o.s.frv. sem of
langt mál væri upp að telja. Gæta þarf
þess að velja ekki í skjólbeltin
tegundir sem líklegar eru til þess að
draga að sér skaðvalda, s.s. sjúk-
dómavaldandi sveppi eða skordýr.
Heimildir
Ámi B. Bragason. 1995. Kennslu-
hefti í Skógrœkt I við Bœndaskólann á
Hvanneyri. Bændaskólinn á Hvann-
eyri.
Amór Snorrason, 1987. Lerki á Is-
landi, Ársrit Skógræktarfélags íslands
1987 bls. 3-22. Skógræktarfélag ís-
lands, Reykjavík.
Ásgeir Svanbergsson, 1989. Tré og
runnar á íslandi. Örn og Örlygur,
Reykjavík.
Baldur Þorsteinsson, 1990 (1).
Lauftré, Skógræktarbókin, bls. 93-
104. Skógræktarfélag íslands, Reykja-
vík.
Baldur Þorsteinsson, 1990 (2).
Barrtré, Skógræktarbókin, bls. 77-92.
Skógræktarfélag íslands, Reykjavík.
Hákon Bjarnason. 1987. Rœktaðu
garðinn þinn. Iðunn, Reykjavík, 176 s.
Ingvar Björnsson, 1999. Niðurstöð-
ur vt'ði- og asparklónatilraunar á
Toifalœk, A-Hún., óbirt gögn.
Jóhann Pálsson, 1997. Víðirogvíði-
rœktun á Islandi, Ársrit Skógræktarfé-
lags íslands 1997, bls. 5-36. Skógrækt-
arfélag íslands, Reykjavík.
Kenny, 1992. Tlie role of Salicaceae
species in windbreaks, The Forestry
Cronicle, vol. 68 nr. 2 bls. 209-213.
Líneik A. Sævarsdóttir og Úlfur
Óskarsson, 1991. Ættbók Alaskaaspar
á íslandi /: Safnið frá 1963, Fjölrit
Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins
Mógilsá nr. 4 (10). Skógrækt ríkisins,
Reykjavík.
Olesen, Frode, 1979. Lœplantning,
dyrkningssikkerlied, Klimaforbedring,
Landskabspleje. Landhusholdningssel-
skabets Forlag, Köbenhavn.
Ólafur Njálsson, 1994. Tré og runn-
ar, kennslufjölrit við Garðyrkjuskóla
rikisins, 492 bls.
Ólafur Njálsson, 1995. Vt'ðir í sum-
arbústaðalöndum, samantekt yftr teg-
undir, stcerð þeirra og notkunarsvið,
handrit.
32 - FREYR 10/2000