Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2000, Blaðsíða 33

Freyr - 01.11.2000, Blaðsíða 33
Neikvæðar hliðar alþjóðavæðingar þarf að laga Útdráttur úr ræðu Káre Willoch, fyrrv. forsætisráðherra Noregs s Vestur-Noregi, nánar tiltekið í Voss, skammt frá Bergen, hefur aðsetur félagsskapur að nafni „Laurdagsakademiet pá Voss“ eða „Laugardagsakademían á Voss“, og hefur það á stefnuskrá sinni að halda umræðu- og fræðslufundi. Dagana 8. og 9. september sl. efndi félagsskapurinn til námsstefnu, seminars, sem helgað var minningu norsks heimspekings að nafni Hans Skjervheims, sem var fæddur á Voss, og skildi eftir sig ýmis spor bæði á sviði heimspeki og í menn- ingarlífi í Noregi. Aðalerindi á námsstefnunni flutti Káre Willoch, fyrrverandi forsætis- ráðherra í stjóm Hægri flokksins í Noregi og síðar fylkismaður í Ak- ershusfylki í Noregi. Erindi hans bar heitið „Um mótsagnir í frjálslyndum viðhorfum í alþjóðavæddu hag- kerfi.“ Hér á eftir fer endursögn á erindinu sem birtist í blaðinu Bonde- vennen í Stavangri, 41. tbl. 2000. Alþjóðavæðing er ekki nýtt fyrir- bæri. Fyrir 100 árum boðaði hinn pólitíski hugsuður L.T. Hobhouse að heimurinn væri að verða eitt athafna- svæði. Frá þeim tíma hefur kraft- urinn og hraðinn í þessari þróun verið mismikill en hann er sameig- inlega knúinn áfram af tæknilegum, hagfræðilegum og hugmyndafræði- legum þáttum. Tæknilegi þátturinn hefur frá því iðnbyltingin hófst gert landamæri sífellt óraunhæfari sem mörk fyrir markaðssvæði og það hefur aftur kallað fram pólitískar kröfur um fijálsan flutning á vörum, þjónustu og Ijármagni. Hlusta ber á gagnrýni á alþjóðavæðinguna Alþjóðavæðing felst í sigri mark- aðshagfræði yfir vemdarstefnu og sósíaldemókratískri stjómun, sem oft er kölluð áætlunarbúskapur, en stjórnun markaðarins innanlands fer ekki saman við frjáls viðskipti við útlönd. Viðskiptafrelsi, jafnt á innan- landsmarkaði sem á alþjóðavett- vangi, hefur innbyggða viðleitni til að ganga út í öfgar jafnframt skiln- ingsskorti á því að markaðshag- fræðin hefur átt við sín vandamál að glíma. Við verðum að hafa augun opin fyrir því að markaðsöflin geta leitt til ástands sem eru á skjön við ýmis markmið sem við höfum sett þjóð- félaginu. Þannig ber okkur að leita leiða til að eyða hinum skaðlegu áhrifum markaðsvæðingarinnar en leyfa hinum jákvæðu þáttum að njóta sín. Aberandi er að hagfræð- ingar, sem hafa látið að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi, hafa mælt með því að menn skulu hafa opin augu fyrir gagnrýnum viðhorfum til alþjóðavæðingarinnar. Efnahagslegar hliðar stjórnmála mega ekki einungis hafa efna- hagsleg markmið Káre Willoch benti á að auðveld- ara væri að rökstyðja, hvers vegna efnahagslega hagkvæmar lausnir mega ekki vera einu markmið efna- hagsstjómar, heldur en að koma orðum að því hvaða markmið eigi þá að koma í staðinn. Flestir aðhyll- ast e.t.v. skoðanir í anda heimspek- ingsins og hagfræðingsins John Stuart Mill, sem uppi var á 19. öld, en hann hélt fram þeirri kenningu sem grunnreglu siðfræðinnar að hún væri fólgin í því að skapa sem mesta hamingju sem flestra. Ræðu- maður viðurkenndi að það gæti leg- ið skynsamleg hugsun að baki kröfu um þjóðfélagslegar eða al- þjóðlegar aðgerðir, sem að vísu gætu sett hemil á hagvöxt, ef sýna mætti fram á að þær aðgerðir gæfu fólki meiri lífsfyllingu eða meiri „ánægju“ á annan hátt. Meðan markaðshagfræðin hefur ekki slípað burt ýmsa vankanta sína má leiða rök að því að aðgerðir til að grípa fram fyrir hendumar á henni séu ekki einungis nauðsyn- legar af ástæðum sem eru ekki hag- fræðilegar heldur geta einnig verið þjóðfélagslega hagkvæmar, sagði Káre Willoch. Ólík skattlagning skekkir samkeppnisstöðu Káre Willoch benti á að misjöfn skattlagning milli landa væri mikil- væg ástæða fyrir því að alþjóðleg samkeppni gæfi ekki alltaf efnahags- lega hagstæða niðurstöðu. Ólík skattkerfi og mismikil skattlagning gefur óraunæfa útkomu á því hvar hagkvæmt sé að ávaxta peninga og koma upp atvinnustarfsemi. Skatt- frelsi mjög athafnasamra manna eða fyrirtækja getur leitt til þess að þeir ýti burtu keppinautum sem eru í raun færir um að skapa meiri verðmæti. Þeir sem selja afurðir sínar verða að greiða allan framleiöslu- kostnaðinn Til þess að samkeppni skili há- marks árangri, bæði efnahagslega og félagslega, verður að vera tryggt að þeir sem selja afurðir sín- ar greiði allan kostnað við fram- leiðslu- og söluferilinn. Fræðilega séð er þetta augljóst og sjálfsagt. Framleiðsla, í víðasta skilningi, er FREYR 10/2000 - 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.