Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2000, Page 39

Freyr - 01.11.2000, Page 39
landbótum í víðasta skilningi og leggja áherslu á aukna beitarstýr- ingu, og Landbóta- og skógræktar- félag undir Jökli. Nýverið var einn- ig stofnað Landgræðslufélag við Skarðsheiði. Verktakar Landgræðslan hefur stefnt að því síðustu ár að flytja meira af verk- efnum heim í héruð. Einn liður í því hefur verið að ráða bændur sem verktaka til að dreifa áburði og grasfræi innan landgræðslugirðinga í stað þess að starfsmenn Land- græðslunnar sjái um verkið. Avinn- ingurinn af því að ráða verktaka til að sjá um framkvæmdir á land- græðslusvæðum er ekki eingöngu fjárhagslegur fyrir Landgræðsluna og bændur, heldur einnig dýrmæt reynsla og skilningur á verkefnum og þeim vanda sem við blasir. Einnig sú hugsun að tekið sé sam- eiginlega á vandamálunum og þau séu ekki einkamál Landgræðslunn- ar. Með því að vinna á svæðunum kynnast bændur vandamálunum á annan hátt en ef einungis er horft á þau yfir girðinguna. í flestum til- fellum eru þetta bændur sem búa í nágrenni landgræðslusvæðanna og eru oft á tíðum eigendur lands inn- an landgræðslugirðinganna. Umfang verktakavinnu hefur ver- ið mest á Norðausturlandi og gefist vel. Fyrirkomulagið er á þann hátt að verktakar fá greidda ákveðna upphæð á hvert dreift tonn. Einnig er töluvert um að bændur séu ráðnir til annarra landgræðsluverkefna, svo sem viðhalds og eftirlits með landgræðslugirðingum. Bændur eiga þau tæki sem til þarf, kunna til verka og þekkja staðhætti. Verktakan krefst eigi að síður góðra leiðbeininga, nákvæms skipulags og eftirlits frá hendi Landgræðslunnar. Þetta fyrir- komulag skilur eftir sig mun meira í héraði en ef Landgræðslan sjálf sæi um framkvæmdir. Lokaorö Bændur eru vörslumenn landsins, Rofabarð í weðferð í verkefninu „Bœndur græða landið". Við hvernig landi mun þessi undi Islendingur taka og hvernig ráðsmaður verður hann? Landbœtur leggja grunn að betri framtíð og mikilvœgt er að vekja áhuga barna á því starfi. (Ljósm. S.J.). þeirra hlutverk er að nýta, vernda og hlúa að þessari verðmætu auð- lind okkar. Þessu hlutverki fylgir mikil ábyrgð og skyldur sem þeir taka á herðar sér. Allir landsmenn bera ábyrgð á skuldinni við landið sem safnast hefur upp í gegnum tíð- ina. Það er skylda þjóðfélagsins að aðstoða bændur við uppgræðslu lands, en skylda bænda að nýta það á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Hlut- verk Landgræðslunnar er að vera til ráðgjafar og til aðstoðar við land- græðslu og landnýtingu. Samvinnuverkefni, svo sem BGL, hafa það að markmiði að tryggja með uppgræðslu möguleika á sjálfbærri landnýtingu í framtíð- inni, það er að bæta búrekstrarstöðu með markvissri uppgræðslu sem lið í beitarskipulagi. Uppgræðsla bænda hefur mikið gildi fyrir landbúnaðinn, jafnt sem þjóðina. Vara getur ekki talist vist- væn nema hún sé framleidd þannig að ekki sé gengið á auðlindir nátt- úrunnar, þar með talinn jarðveg og gróður. Vaxandi þrýstingur er frá neytendum um að landbúnaðaraf- urðir séu framleiddar í sátt við um- hverfið og til að svo megi verða þarf ásýnd landsins víða að breyt- ast. Með aukinni uppgræðslu bænda í heimalöndum skapast aukið svig- rúm til að létta og stytta beitartíma á afréttum. Sauðfé hefur fækkað gífurlega á síðustu tuttugu árum sem víða hefur leitt af sér erfiðleika í fjallskilum. Það hefur vakið upp spumingar hvort það sé vinnandi vegur fyrir sauðfjárbændur á mörg- um svæðum að halda áfram hefð- bundinni nýtingu afrétta. Með nýtingu afrétta áfram er mikilvægt að tryggt sé að nóg sé til af vel grónum og uppskerumiklum beitilöndum nærri byggð. Lönd sem em með það sterka gróður- þekju að þau þoli talsverða beit. Æskilegt er að umfang upp- græðslu á vegum bænda aukist í framtíðinni og forsenda fyrir því eru auknar fjárveitingar. Best væri ef uppgræðsla og beitarstjórun væri jafn sjálfsagður hluti búrekstrarins og bókhald og kynbætur. Stórt skref í þessa átt er sá hluti af gæða- stýringunni í nýja sauðfjársamn- ingnum sem lýtur að nýtingu beiti- landa. Við teljum að líta verði á landgræðslustörf bænda sem eitt af stóru verkefnunum til eflingar byggða hér á landi og þegar land- græðsla verður viðurkennd sem bindileið kolefnis, þá gefast bænd- um vonandi ný atvinnutækifæri við brýnar landbætur. Bændur hafa stundað uppgræðslu áratugum saman, bæði með og án aðstoðar Landgræðslunnar, en það má segja að umfangið hafi fyrst orðið verulegt þegar þessir aðilar tóku höndum saman við að glíma við þann mikla vanda sem að steðj- ar. Einungis með því að sameina krafta okkar og horfast í augu við vandann getum við leyst þau vandamál er tengjast landeyðingu. FREYR 10/2000-39

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.