Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2001, Blaðsíða 31

Freyr - 01.06.2001, Blaðsíða 31
Lífrænn landbúnaður - Evrópusambandið vill efla lífræna ræktun Flest bendir til þess að breytingar séu framundan í hefðbundnum landbúnaði í Evrópu. Bæði kúariða og gin- og klaufaveiki kalla á að bú- skaparhættir verði endurskoðaðir. Margra augu beinast að því að auka lífræna ræktun. Ný áætlun í smíðum. Fyrir nokkru var haldin alþjóð- leg ráðstefna í Danmörku um framtíð lífræns landbúnaðar. Danir þrýsta mjög á að áhersla verði lögð á að auka lífræna ræktun. Á ráð- stefnunni var samþykkt yfirlýsing sem miðar að því að einfalda og semja sameiginlegar reglur í líf- rænum landbúnaði í Evrópu. Jafn- framt að lögð verði áhersla á að efla ímynd lífrænnar framleiðslu. Það verði meðal annars gert nreð þvr að nota sameiginlegt gæða- merki sem viðurkennt verði í öllu- m löndum ESB. Áætlunin miðar líka að því að leysa þau vandamál sem hafa skapast vegna kúariðu og gin- og klaufaveiki. Það verður meðal annars gert með því að draga úr mengun af völdum köfn- unarefnis og bæta meðferð dýra. Áætlunin nær til tveggja ára og vonir standa til að hún verði rædd á leiðtogafundi Evrópusambands- ins í Stokkhólmi í júní nk. Hún verði jafnfram samþykkt í fram- kvæmdastjórn ESB og sem mun þýða að tekið verður mikið tillit til lífræns landbúnaðar þegar land- búnaðarstefna ESB verður endur- skoðuð á næsta ári. Þörf á breytingum. „Þróunin í hefðbundnum land- búnaði sýnir að þörf er á breyting- um. Lífrænn landbúnaður eru mik- ilvægur í því sambandi því að hann hefur góð áhrif á bæði umhverfið Arnar Páll Hauksson í Kaupmanna- höfn og efnahagsástandið í landbúnaðar- héruðunum. Það er mikilvægt að lífrænir bændur geti selt afurðir sínar og að neytendur geti keypt það sem þeir óska eftir”, sagði Margareta Winberg, landbúnaðar- ráðherra Svíþjóðar, á ráðstefnunni. Svíar stefna að því að auka neyslu á lífrænt ræktunum afurðum um- talsvert á næstu árum. Markmiðið er að neysla verði komin í 20 af hundraði af heildameyslunni árið 2005. Aðrar Evrópuþjóðir eru með svipuð markmið. Renate Kiinast, neytendaráðherra Þýsklands, upp- lýsti á ráðstefnunni að stefnan væri að árið 2010 verði stundaður líf- rænn landbúnaður á 20 prósent af ræktuðu landi í Þýskalandi. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sagði að það væri mikilvægt að neytendum yrði tryggð holl gæðaframleiðsla sem þeir hafi tiltrú á. Hins vegar taldi hann að lífrænn landbúnaður myndi aldrei leysa allan þann vanda sem hefðbundinn landbún- aður á við að etja. Peter Gæmelke, formaður danska Landbúnaðarráðsins, sagði mikil- vægt að sömu leikreglur giltu í öll- um evrópskum landbúnaði því að strangari reglur gætu auðveldlega komið í bakið á bændum. Hann benti á að á sínum tíma, þegar sett- ar vom strangari reglur um varp- hænur í búrum, hefði verð á eggj- um hækkað í Danmörku. Það hefði hins vegar leitt til þess að innflutn- ingur á eggjum hefði aukist umtals- vert og framleiðslan í Danmörku dregist saman um 30%. Neyslan eykst. Hremmingar sem evrópskur landbúnaður hefur gengið í gegn- um síðustu misseri vegna sjúkdóma hefur vakið áhuga almennings á líf- rænt framleiddum matvælum. Sér- staklega er þetta áberandi í Bret- landi þar sem neyslan hefur aukist um 50%. I Danmörku hefur bænd- um, sem stunda lífræna ræktun, fjölgað stöðugt. Mikil fjölgun var í upphafi srðasta áratugar en ýmis- legt bendir til þess að vöxturinn verði þó ekki eins hraður á næstu árum. Lífrænn búskapur var stund- aður á rúmlega þrjú þúsund jörðum árið 1999 og fjölgaði bændum sem stunduðu þann búskap um 869 frá árinu áður. Hlutur lífrænnar rækt- unnar var þá 5,4% af dönsku land- búnaði og náði yfir rúmlega 60 þúsund hektara. Á síðasta ári fjölg- aði lífrænum bændum um tæplega 300 og landi í lífrænni ræktun um 14 þúsund hektara. Danskir bændur, sem stunda líf- ræna búskap, eru bjartsýnir ekki síst vegna þess að tekjur þeirra eru að meðaltali hærri en hjá þeim bændum sem stunda almennan bú- skap. Utflutningur er líka í örum vexti og er áætlað að hann aukist um 30 - 40% á þessu ári. í fyrra nam þessi útflutningur rúmum 2,8 milljörðum íslenskra kóna, sem var um 10% af innanlandsmarkaðnum. Búist er við að salan innanlands aukist um 5% á þessu ári. Tæplega helmingur af lífrænum landbúnaði er frá nautgriparækt, 25% lífrænt ræktað grænmeti og aðrar plöntur, 5% svínarækt, 4% kjúklingarækt og 19 % er önnur ræktun. APH, Kaupmannhöfn. FR6YR 8/2001 - 31

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað: 8. tölublað (01.06.2001)
https://timarit.is/issue/351295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. tölublað (01.06.2001)

Aðgerðir: