Freyr - 01.06.2001, Blaðsíða 4
Gunnar Arnason
s
fyrrum skrifstofustjóri BI tíræður
egar rituð verður saga bún-
aðarframfara á íslandi er
víst að minnst verður tím-
anna frá því um 1920 og
fram yfir miðja öldina síðustu sem
mikilvægasta skeiðs í þeirri miklu
framfarasögu. Engum, sem þekkir
til, getur blandast hugur um mjög
ríkan þátt ráðunauta og fræðara í
þessari framfarasókn. Framan af
þessu skeiði voru þessir faglegu
þjónar bændanna ekki margir, eða
aðeins einn til tveir tugir ef allt var
talið, ráðunautar og starfsmenn
Búnaðarfélags íslands, skólastjórar
og kennarar bændaskólanna,
nokkrir tilraunastjórar og héraðs-
ráðunautar, sem þá voru örfáir.
Þeim tók fyrst að fjölga rétt fyrir
miðja öldina. Á fjórða og fimmta
áratugnum bættust svo við nokkrir
sérfræðingar er stunduðu rannsókn-
ir við Búnaðardeild Atvinnudeildar
Háskólans.
Allir voru þessir liðsmenn land-
búnaðarins þekktir meðal bænda og
sumir, einkum ráðunautarnir, mjög
vel og áttu tiltrú flestra bænda. Á
sama hátt þekktu starfsmennirnir
vel til bænda um allt land - og vitað
er að ýmsir þeirra þekktu nánast
alla bændur landsins. Nú eru þessir
starfsmenn bændanna frá fyrrihluta
síðustu.aldar flestir frá okkur famir,
sem vænta má.
En það er tilefni þessara hugleið-
inga að nú hinn 15. júní fyllir nestor
þessa hóps, Gunnar Ámason, öld-
ina. Fast á hæla Gunnari í þessum
hópi kemur Guðmundur Jónsson
frá Torfalæk, sem lengi var skóla-
stjóri á Hvanneyri, nýlega orðinn
99 ára fæddur 2. mars 1902.
Gunnar Árnason er fæddur á
Gunnarsstöðum í Þistilfirði 15. júní
1901. Foreldrar hans voru hjónin
Ambjörg Jóhannesdóttir bónda á
Ytra-Álandi í Þistilfirði Árnasonar
og Árni Davíðsson bónda Jónsson-
ar á Heiði á Langanesi, sem lengi
bjuggu á Gunnarsstöðum, en þar
búa ættmenn Gunnars en í rausnar-
garði. Gunnar var sjöundi í röð átta
systkina, sem upp kornust.
Gunnar gekk í Hólaskóla og lauk
þaðan búfræðiprófi árið 1921. Þrátt
fyrir lítinn farareyri hélt hann til
Danmerkur til náms í Búnaðarhá-
skólanum í Kaupmannahöfn og
brautskráðist hann þaðan búfræði-
kandídat árið 1925. Eftir það fór
hann til Noregs og var þar við fram-
haldsnám í mjólkurfræðum og
nautgriparækt til ársins 1926 að
hann kemur heim og gerist starfs-
maður Búnaðarfélags íslands. Þar
átti hann eftir að þjóna allt til starfs-
loka, 1971, í hart nær 45 ár og leng-
ur en nokkur annar.
Gunnar réðst sem aðstoðarráðu-
nautur til Búnaðarfélagsins og
sinnti þar margháttuðum störfum
næstu árin. Fyrst annaðist hann
leiðbeiningar í nautgriparækt og
hafði eftirlit með rjómabúunum.
Eftir að Páll Zóphóníasson tók við
nautgriparæktinni vann Gunnar við
fjölþætt störf hvar sem þurfti liðs
við. Hann kenndi m.a. á námskeið-
um fyrir eftirlitsmenn nautgripa-
ræktarfélaga, vann við mælingar og
kortagerð og ýmsa skýrslugerð fyr-
ir félagið. í ársbyrjun 1940 tók
hann við starfi gjaldkera félagsins,
varð síðan aðalskrifari þess og síðar
skrifstofustjóri allt til 1971 er aldur
leyfði ekki lengur föst störf.
Gjaldkera- og bókhaldsstörfin
voru bæði fjölþætt og umfangsmik-
il því að félagið sá um allar greiðsl-
ur ríkisframlaga til jarðræktar og
búfjárræktar og lengi framan af
einnig til tilraunastöðva og búfjár-
ræktartilrauna, auk þess sem það
hafði með höndum vörslu ýmissa
sjóða. Þannig sá Gunnar um
greiðslur til allra búnaðarfélaga, þar
sem menn stóðu í jarðræktarfram-
kvæmdum, greiðslur til búfjárrækt-
arfélaga og til allra búnaðarsam-
banda og ræktunarsambanda eftir
að þau komu til. Af þessu leiddi
mikil samskipti Gunnars við fjöl-
marga bændur um allt land og ráðu-
nauta þeirra og var hann að þessu
leyti annað andlit Búnaðarfélags ís-
lands.
Öll þessi ár fylgdu starfi skrif-
stofustjóra allt það sem að skrif-
stofunni laut, annað en vélritunin,
störf sem nú þykir ekki annað hlýða
en að fela fleiri starfsmönnum.
Gunnar var allt í senn gjaldkeri,
bókari og sá um uppgjör og frágang
allra reikninga, sem voru margþætt-
ir. Allt stóð sem stafur á bók sem
Gunnar vélaði um og allir treystu
því, slík var samviskusemi hans og
nákvæmni.
Gunnar var ætíð glaðbeittur og
gott var til hans að leita með alla
hluti, fyndist honum erindi manna
eðlileg og réttmæt, en væri svo ekki
var hann snöggur upp á lagið og
sagði skýrt nei. Gamansemi Gunn-
Frh. á bls. 22.
4 - FR6VR 1/2001