Freyr - 01.06.2001, Blaðsíða 36
Æðarvarpið á Rifi
Ymsar frásagnir eru til um
áhuga bænda á að koma
upp æðarvarpi og hefur
margvíslegum ráðum
verið beitt til þess að lokka æðar-
fugl á nýjar slóðir. Nokkrir tugir
þekktra varpjarða eða varpstöðva
hafa komið til fyrir aðgerðir og um-
hirðu mannsins. Utilokað er að
gera þeim öllum skil, heldur skal
hér greint lauslega frá einni slíkri,
sem á sér skemmtilega en ekki ein-
stæða sögu, sem sýnir jafnframt
hvemig með elju og atorku má ná
Árni
Snæbjörnsson,
hlunninda-
ráðunautur
Bændasamtaka
íslands
árangri við myndun æðarvarps.
Byggðin á Rifi á Snæfellsnesi
stendur á kambi sem liggur nokkr-
um metmm hærra heldur en flat-
lendið suður af byggðinni. A flat-
lendi þessu er nokkuð um tjamir
eða vötn, yfirleitt fremur grunn.
Eitt slíkt liggur sunnan undir kamb-
inum sem byggðin stendur á og eru
fremstu íbúðarhúsin þar örskammt
frá vatninu, sem er um 200m frá
sjó. Heimamenn segja að æðarfugl
hafi alla tíð sótt í einhverjum mæli
inn á vötnin snemma vors og ef-
laust hafa einhverjar æðarkollur þá
reynt að verpa við vöntnin. Fáar
sagnir eru þó til af því, enda hefur
vargur ýmiss konar eflaust tínt slfkt
varp upp jafn óðum og engar upp-
lýsingar eru til um æðarvarpsnytjar
á þessum slóðum fyrr á tímum.
Haustið 1971 datt þeim Smára
Lúðvíkssyni og Sævari Friðþjófs-
syni í hug að gera tilraun með að
koma upp æðarvarpi í tjöm sem er
rétt fyrir sunnan íbúðarhús þeirra á
Rifi. Hafist var handa við að draga
stórgrýti, sem fallið hafði til við
hafnargerð á Rifi, fram á tjömina
undir kambinum. Þetta var gert
þegar ís var á tjörninni og dreginn
einn og einn stein í einu út á miðjan
ísinn með jeppa. Þess má geta að
tjörnina leggur jafnan fljótt og
landið í kring er slétt og auðvelt yf-
irferðar og örskammt frá höfninni.
Á næstu 18 árum er þessu verki
haldið áfram. Fyrstu árin þurfti allt-
af að flytja allmikið af þangi út í
hólmann til þess að búa til hreiður-
stæði. í dag er hólminn uppgróinn
og ekki þörf á meira þangi í hreið-
urstæði.1
Árið 1972 verpir svo fyrsta koll-
an í hólmanum sem þá er 15 fer-
metrar. Hólminn er síðan stækkað-
ur smátt og smátt allt fram til 1987
og er þá orðinn 120 fermetrar. Það
ár eru 201 hreiður í hólmanum, eða
1,68 hreiður á hvern fermetra, en
varp hafði aukist jafnt og þétt eftir
því sem hólminn var stækkaður.
Árið 1990 er svo 600 fermetra
spilda grafín frá suðurbakka tjam-
arinnar og þar gerð hreiðurstæði og
búið í haginn eins og gert hafði ver-
ið í fyrri hólmanum, enda komu
1. tafla. Landnám og þróun æðarvarps í tilbúnum hólmum á Rifi á Snæfellsnesi.
Ár Gamli hólmi Hreiður Stærð, m2 Nýi hólmi Hreiður Hreiður 600 m2 alls
1972 1 15 1
1973 3 15 3
1974 7 15 7
1975 15 15 15
1976 25 25 25
1977 34 25 34
1978 40 25 40
1979 55 30 55
1980 68 30 68
1981 70 30 70
1982 81 30 81
1983 86 30 86
1984 110 40 110
1985 122 40 122
1986 138 60 138
1987 201 120 201
1988 203 120 203
1989 196 120 196
1990 150 120 30 180
1991 151 120 53 204
1992 150 120 35 185
1993 155 120 93 248
1994 166 120 70 236
1995 143 120 62 205
1996 144 120 75 219
1997 145 120 105 250
1998 133 120 137 270
1999 105 120 125 230
2000 166 120 138 304
Heimild: Smári Lúðvíksson, Rifi
36 - FR€VR 8/2001