Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2001, Blaðsíða 13

Freyr - 01.06.2001, Blaðsíða 13
Mest af heyfóðri hérlendis er nú verkað í rúlluböggum. Myndin er af hirðingu á rúllum á Hólum í Hjaltadal. (Freysmynd). við því að þær verði ræktaðar hvar sem er á landinu. Aukin endurrækt, meiri og betri kýfing túna og fleiri þættir hafa haft jákvæð áhrif á ræktunarskil- yrði hin síðari ár. Þar með hafa við- horf til grastegunda breyst og end- ing sáðgresis er ekki lengur aðal- atriði. Skoða þarf hvaða yrki henta best hverju ræktunarkerfi og ekki síst staðháttum. Kominn er tími til að nota uppskerumeiri yrki og teg- undir á þeim svæðum þar sem kal- hætta er lítil og sáðskipti verða við- urkennt búskaparlag. Einnig væri hægt að nota þau í hluta túna en harðgerð yrki í önnur. Sem dæmi hefur norska vallarfoxgrasyrkið Grindstad vakið athygli fyrir mikla uppskeru fyrstu ræktunarárin og einkum í seinni slætti. Það hefur verið í ræktun á Þorvaldseyri í nokkur ár (Ólafur Eggertsson 2001) og í tilraunum á Korpu, Hvanneyri og Þorvaldseyri (Jarð- ræktarrannsóknir RALA 1997-1999). Grindstad hefur lak- ara vetrarþol en Adda og Korpa og gera má ráð fyrir að það endist skemur. Það gæti einmitt átt vel við þar sem kalhætta er lítil og löng ending er ekki aðalatriði. Víða erlendis eru kýr fóðraðar á heilfóðri. Við erum enn byrjendur á þessu sviði, en tilraunir eru hafnar með þess konar fóðrun. Líklegt er að þessi aðferð muni verða tekin upp fljótlega á íslenskum búum, en í gott heilfóður þarf gott og fjöl- breytt hráefni. Grænfóður, rótará- vextir og kom henta án efa vel til þeirra hluta. Tilraunir munu skera úr um hagkvæmni heilfóðurs við íslenskar aðstæður. Grænfóðurræktun hefur verið að færast í vöxt síðustu ár, bæði til beitar og sláttar. Það er mikilvægt að notaðar séu bestu grænfóðurteg- undir og yrki sem völ er á. Finna þarf leiðir til þess að lengja beitar- tíma mjólkurkúa á grænfóður. Við hagstæðar aðstæður og í góðum ár- um hafa bændur náð að beita mjólkurkúm á grænfóður með skipulegri ræktun, frá því í byrjun júní og út nóvember. Hefur þá vetr- arrúgur verið ræktaður sem fyrsta beit. Ræktun hans hefur gengið mun betur norðanlands en á Suður- landi. Góður árangur við ræktun fóðumæpu og notkun hennar til beitar vekur spurningar um það hvort ekki sé hægt að nota rótar- ávexti sem hluta af vetrarfóðri (innifóðri) mjólkurkúa. Fóðumæp- ur, ásamt úrgangskartöflum, gætu einmitt verið góður þáttur í heil- fóðri. Kornræktin hefur nú fest rætur víða um land og er orðin fastur hluti af fóðuröflun á nokkmm tug- um kúabúa. Er hún mjög ákjósan- legur kostur í sáðskiptum. Ef að líkum lætur á hún eftir að aukast á þeim svæðum þar sem hún er hag- kvæm. Víða utan þeirra eru mögu- leikar á að slá slakþroska kom til notkunar með öðru fóðri, m.a. í heilfóður. Slakþroska kom til slátt- ar á að geta verið fremur ódýrt í ræktun og eykur fjölbreytni fóðurs- ins. Bygg er ennþá eina kornteg- undin, en leita þarf áfram eftir auk- inni fjölbreytni. Komræktin vekur þá spurningu hvort ekki megi koma á nokkurri sérhæfingu búa í fram- leiðslu bæði koms og gróffóðurs. Ef til vill gæti orðið hagkvæmt að rækta kartöflur, eingöngu ætlaðar til fóðurs, verði heilfóður almennt notað. Lokaorð Vel heppnuð og hagkvæm fóður- öflun er lykilatriði í rekstri kúabúa á Islandi. Með ræktunaráætlunum og sáðskiptum má auka gæði heimaaflaðs fóðurs verulega. Að- stæður til ræktunar em ólíkar þann- ig að þær áætlanir, sem notaðar verða, þurfa að taka mið af því. Eft- ir því sem meira er unnið af landi eru líkur á að jarðvinnsla verði hag- kvæmari á hverja einingu. Til að halda stöðugum framförum þarf að leita nýrra tegunda og yrkja sem kunna að henta til ræktunar hér- lendis, einkum þeirra sem skila aukinni uppskeru og/eða fóðri með betri meltanleika. Heimildir: Áslaug Helgadóttir & Jónatan Her- mannsson, 2001. Ræktun fóðurs í framtíðinni. Ráðunautafundur 2001. Bjami Guðleifsson, 1999. ísáning - sáð í gróinn túnsvörð. Ráðunautafund- ur 1999, 90-99. Hólmgeir Bjömsson, 2000. Fjölært rýgresi. Ráðunautafundur 2000, 298-314. Ingvar Bjömsson, 2000. Gróffóður- öflun á kúabúum. Freyr 96(11-12): 37-41. Jarðræktarrannsóknir RALA, árin 1997-1999. Gefin út í fjölritaröð RALA. Olafur Eggertsson, 2001. Munnlegar upplýsingar. pREVR 8/2001 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.