Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 3

Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 3
ELEKTRON -=1= Málgagn F. I. S. z=- VI. árg. Ueykjavílr, 11)21. 2. tbl. Elektron kemur út ársfjóröungslega. — Áskriftargjald 4 kr. á ári. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Schram, Stýrimannastíg 8, sími 474. Utanáskrift blaösins: Eleldron, Box 575, Reykjavík. Sumarleyfi símamanna. Undanfarin ár, og sérstaklega nú upp á síðkastið hefir oft verið talað um það meðal símamanna, að æski- legt væri að sumarleyfin við lands- símann yrðu lengd frá því sem nú er. Eins og flestum símamönnum er kunnugt, fá starfsbræður þeirra i öðr- um löndum vanalega 3—4 vikna sum- arleyfi, sem er viðurkendur af sima- stjórnunum, eftir margra ára reynslu, að vera sá styzli frítími, sem síma- menn komist af með, því starf þeirra er af öllum kunnugum álitið að vera mun erfiðara og þreylusamara en t. d. skrifstofustörf. Eegar maður ber saman sumaileyfa- tíma símamanna og t. d. skrifstofu- fólks, ber þess að gæta, að ílestir síma- menn vinna altaf annanhvorn helgidag árið um kring, þannig að vinnudagar símamanna eru mun fleiri en skrifstofu eða verzlunarmanna. Einnig má geta þess, að símamenn eru aldrei eins bundnir eins og á stórhátíðum, jól- um, gamlárskvöldi og nýjársdag, þvi þá þurfa nær allir símamenn að vinna allan daginn, einmitt þá daga ársins, sem flestir kysu að vera lausir frá vinnu. Eegar þessa er gætt, og þó litið sé frá þvi hve þreytandi vinnan er, virðist réttmælt að sumarleyfi símamanna séu nokkuð lengri en sky'dra stétta. Á fundi F. I. S. þ. 13. maí s.I. var sumarleyfamálið lil umræðu, þar sem fjöldi áskorana frá meðlimum félags- ins, bæði í Reykjavik og úti um land, höfðu komið um það, að félagið tæki það má! að sér og reyndi að fá sum- arleyfin lengd. Var á þeim fundi sam- þykt eftirfarandi tillaga i einu hljóði: »Fundurinn skorar á stjórn fé- Iagsins að beitast fyiir því, að landssíminn veili öllum meðlimum F. í. S. árlega sumarleyfi, er nemi ininst þrem vikum«. Lann 14. maí skiifaði sljórnin lands- síinastjóranum bréf og tilkynti hon- um þessa fundarsamþykt og æskli þess jafnfiamt, að lengingin gengi í gildi áður en sumarleyfin byrjuðu í ár, ef mögulegt væri. Svo óheppilega stóð á, að Iands- símastjórinn varð að fara utan í símaerindum nokkrum dögum síðar og kom ekki heim fyrri en sumar- leyfin voru byrjuð, og gat þvi ekki orðið úr, að sumarleyfin væru lengd i ár, en allir símamenn vona þess fastlega að landssímastjórinn sjái svo um að þau verði lengd næsta sumar.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.