Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 8

Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 8
22 ELEKTRON. um hættir til að styðja þessum hluta talfærisins á borðið (ef þeir þurfa að skrifa eitlhvað meðan þeir eru að síma) og eyðileggur það snúruþræð- ina. Þegar talað er í talfærið heyrist það sem sagt er einnig i heyrnartóli þess er talar. Ef menn blása í tal- talfæristregtina, heyrist suða i heyrn- artólinu. Snúruna má reyna á ýmsan hátt. Þessi aðferð er einföldust og kemur oft að notum, en hún er ekki alveg traust. Tak heyrnartólið af og hald 7. mynd. því að eyranu. Blás í tregtina og hreyf jafnframt snúruna til, þar sem hún liggur inn í talfærið (aðallega með því að ýta henni gælilega upp á við). Heyrist suðan við og við meðan þetta er gert, má telja víst að snúruþráðurinn sé slitinn þarna. Beri þessi prófun engan árangur, skal reyna aðra aðferð, sé unt að koma henni við. Tak notaðan þur- vaka (helst ekki yfir 1 volt) og venju- lega rafbjöllu (svonefnda dyrabjöllu) og teng það saman eins og 7. mynd sýnir. Sé heyrnartólið fest við áhald- ið með tengikvísl (stikkontakt) skal taka það úr sambandi. Skrúfa lal- færið í sundur, (það er gert með því að losa lokið að aftanverðu, — sjá lengst til hægri neðst á 8. mynd). Bezt er nú að taka tregtina af og láta heyrnartólið liggja á grúfu á borðinu. Styð nú öðrum þráðarend- anum, frá próftækjunum, á skrúfu þá sem á myndinni er merkt 0, og snert með hinum endanum alla tappa tengikvíslarinnar á víxl. Flyt svo fyrri endann yfir á skrúfuna sem merkt er F. og far eins að. Ef bjall- an hringir í hvert sinn er ákveðinn tappi er snertur, eru snúruþræðirnir heilir, ef ekki eru þeir slitnir. Bezt er að reyna fyrst hvort bjallan er ábyggilega i lagi; má gera það með því að láta báða þráðarendana snert- ast og á þá bjallan að hringja. Eg þarf varla að taka það fram, að ein- angrun þráðarins verður að skafa af endunum og hreinsa þá vel. Slíkur útbúnaður og þessi ætti að vera til á öllum meiri háltar stöðvum; hann koslar lílið, en getur oft komið að góðum notum, og jafnvel sparað bæði tíma og fé. Reynist snúruþráðurinn slitinn, verður að lagfæra hann. Það er gert með því að stytta hann upp fyrir slitið, sem venjulega er í talfærisháls- inum neðst. Þetta er svo auðvelt og vandalítið, að ég held að ekki sé þörf á að skýra það nákvæmlega. Á fráganginum á gömlu endunum sést hvernig ganga skal frá þeim nýju. Til viðgerðarinnar þarf einangrunar- band, kveikingartæki og silki. Sé þetta ekki við hendina, má komast af án kveikingar; í stað silkis má nota tvinna og í stað einangrunarbands má nota tvinna og Hm. Upp á P-skrúf- una gengur lítill málmhólkur og er það hann sem þarf að kveikja við þráðarendann. Sé það ekki hægt, nægir í bráð að minsta kosti, að vefja þráðinn vel utan um hólkinn og reyra svo þar ulan um hann með tvinna; að lokum er gott að bera lím yfir alt, til þess að halda tvinn- anum í skefjum. Tvinnann, eða silk- ið, skal vefja svo sem 7* cm. upp eftir snúrunni, vel og vandlega, svo

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.