Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 6

Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 6
20 ÉLEKTRON. varlega mótstöðn gegn þessu fyrsta spori landssimastjórnarinnar til að hnekkja tilverurétti F. í. S. sem vernd- andi félags. Var stúlkunum því leyft að vinna eftir hinni nýju töflu fyrst um sinn, en stjórn F. í. S. falið að semja einu sinni fyrir alt við lands- sljórnina um fastan og ákveðinn starfs- tíma. — í þeirri sennu sem varð milli stjórn- ar F. í. S. og landssimastjóra út af máli þessu, kom i Ijós hversu alvar- lega þýðingu úrslit þess höfðu fyrir tilverurétt félagsins, þegar iandssima- stjóri lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að F. í. S. kæmi ekkert við slíkar ráðstafanir hans, sem sú er hér væri um að ræða; þvi bæri að láta þær afskiftalausar. Leiðandi inenn í fél. væru óþroskaðir unglingar, sem hefðu ekki dómgreind i slíkum málum. — í þjóðsögum vor íslendinga er get- ið um drauga sem af og til létu á sér bæra þar til þeir liöfðu verið kveðnir niður, og rammlega borið grjót á ofan. Hér hefir sá draugur skotið upp höfði, sem við meðlimir F. í. S. verð- um að kveða svo rammlega niður, að hann geti aldrei skotið upp höfði framar. Hér er, vægast sagt, þeirri lítils- virðingu dembt á heila stétt manna, sem liún getur alls ekki þolað. Tæki hún slíku með sofandi ró, teldi ég mér vansæmd að lilheyra henni. Sá félagsskapur, sem ekki getur, eða ekki þorir að halda fram rélti og sann- gjörnum kröfum meðlima sinna, er verri en enginn féiagsskapur. — — Hingað til hefir verið furðu hljólt í málgagni símamanna um ýmislegt sem vekja hefði þurft athygli á. Önn- ur blöð hafa gert það rækilegar. Hér- eftir ætli það að vera svo vel á verði, og héreftir ælti F. í. S. að vera svo samheldið, að engum yfirmannanna leyfðist í framtíðinni að berja blá- kalt fram einhverjar og einhverjar breytingar eða fyrirskipanir í trássi við starfsfólk símans og án þess að virða vilja þess nokkurs, einungis til þess að fullnægja dutlungum sínum, eða vildarvina sinna. Hinsvegar væri þess óskandi, og brýn þörf, að samvinna með síma- stjórninni og F. í. S. væri svo heil- brigð að til slíks þyrfti aldrei að koma. Og veit ég, að F. í. S. muni ganga eins langt og það getur, án þess að lítillægja sig i nokkru, til þess að örugt samkomulag geti náðst. Andrés G. Pormar. Aths. Síðan grein pessi var skrifuð, hefir stundatöflunni við miðstöð verið breytt þannig, að starfstími símameyjanna byrjar ekki fyr en kl. 8. f. m. — A. G. P. Talsímatæki, Sundurliðun á einstökum hlutum þeirra og hringrásum. Eftir Olto B. Arnar. II. Af tækjum þeim er landssíminn not- ar, má greina milli tveggja aðalteg- unda, er venjulega eru nefndar, til aðgreiningar, radar-tæki og afhvarjs- tæki; nöfnin eru dregin af því, að í annari gerðinni eru bringirinn og bjallan raðartengd (sjá 5. mynd), en í hinni samsíðatengd, þ. e. a. s. bjall- an myndar afhvarf yfir hringirinn (sjá 6. mynd). Sumar hringrásanna breytast auðvitað nokkuð við þetta, en í aðaldráttum eru tækin mjðg lík, svo sem sjá má. Viðnám bjöllunnar í afhvarfstækjunum er venjulega 4—5 sinnum meira heldur en í hinum. Er það nauðsynlegt til þess að bjall- an taki ekki of mikinn straum til

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.