Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 13

Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 13
ELEKTRON 27 jafnstraumvél. Á Hesteyri eru möstr- in 45 feta há og eins og á ísafirði aðeins 1 þráður í loftnetinu. Stöðin fær straum frá 750 watta Delco Light- vél, sem snýr 24/1500 volta jafn- straumsvél. Senditæki stöðvanna er 1 þrískaula- lampi og eru notuð 6 volt á glóðar- þráðinn og 1500 volt á plötuna. Skeyti má seuda bæði með óhömluðum og hömluðum öldum og auk þess má tala frá stöðvum þessum. Langdrag stöðvanna er áætlað 50 kilometrar en þó hefir tal frá Hest- eyri heyrst á loftskeytastöðinni í Reykjavík eins greinilega og innan- bæjar væri og er þó vegalengdin um 250 kilometrar og yfir hátt land að fara. Móttökutækin eru útbúin með 4 þrískautalömpum er nota 6 volt á glóðarþráðinn og 24 volt á plötuna. Móltökutækin eru prýðilega góð. T. d. heyrir ísafjörður Cape Race á New- foundland og enskar, franskar og þýzkar smástöðvar svo lugum skiftir. Priðja stöðin var reist i Vestmanna- eyjum i vor á meðan á sæsímaslit- inu stóð og þá reist bráðahirgðamöst- ur 50 feta há. Síðan hafa þessi möst- ur verið tekin niður og önnur reist 110 feta há. t loftnetinu eru 2 þræð- ir 200 feta langir. Stöðin er 500 watt að slærð og fær straum frá rafstöð bæjarins. Á stöðinni er 220 volla raf- mótor áfastur við 75 volta breyti- straumsvél. Þessi 75 volt eru trans- formeruð uppi 5000 volt og síðan hreytt í jafnstraum með einum tví- skautalampa. 75 volta breytistraum- urinn er einnig transformeraður nið- ur í 10 volt sem noluð eru á glóð- arþráð sendilampanna. Plötuspennan er 5000 volt. Eins og á hinum stöðv- unum, þá er hægt að senda með óhömluðum og hömluðum öldum og tala. Móttakarinn er útbúinn með 7 lömpum samskonar og eru á ísafirði og Hesteyri. Frá Vestmannaeyjum hefir verið sendur hljóðfærasláttur þráðlaust til Reykjavíkur og nokkurra skipa og þótti nýstárlegt mjög. Fjórða loftskeytastöðin hefir verið reist á tveim stöðum í sumar; fyrst við Geysi og seinna við Árnes í Tré- kyllisvík. Við Geysi stóð stöðin að- eins 14 daga meðan á konungsheim- sókninni stóð, en í Árnesi var hún opnuð 4. ágúst og gert ráð fyrir að starfi aðeins til septemberloka. Slöðvar af þessari gerð er hægt með lítilli fyrirhöfn að flytja stað iir stað og voru mikið notaðar í stríð- inu. Stöðin er 500 watt að stærð og rekin með 2l/2 H. a. benzínmótor sem er ástengdur við 75 volta breyti- straumsvél. Stöð þessi er af neistakerfinu og móttakarinn venjulegur krystalmót- takari. Við Geysi voru notuð 2 möstur 42 feta há og tvíþátlað L-loftnet 375 feta langt. Við Árnes eru möstrin lílið eitt hærri (46 fet) en loftnet sama og við Geysi. Jarðsambandið eru 4 koparnet sem breidd eru á jörðina. Þessi slöð hefir reynst prýðisvel á báðum slöðunum. Allar eru stöðvar þessar frá Mar- coni Wireless Telegraph Co. Ltd. London og hefir Friðbjörn Aðalsteins- son séð um byggingu þeirra allra. Loftskeyti í þjónustu dagblaðanna. Amerísk blöð og fréttastofur nola nú orðið aðallega loflskeyti lil að koma fréttum frá Frakklandi og Pýzka- landi til Ameríku. Blaðið Chicago Tribune fær að með-

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.