Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 15

Elektron - 01.06.1921, Blaðsíða 15
ELEKTRON. 29 24%, sem er 2°/0 meira en í fj'rra. Á verðfall dönsku krónunnar tölu- verðan þátt í því. Framtíðarkorfurnar þykja stjórn- inni ekki glæsilegar, og veldur því kyrstaða sú sem nú er á verzlun, iðn- aði og siglingum. Ennfremur lieflr hinni fyrirhuguðu hækkun alþjóða- simagjalda verið slegið á frest um óákveðinn tíma. — (»Ingeniören«). Stærsta loítskeytastöð lioimsins. — Frakkar ætla að reisa mikla loft- skeytas'töð við St. Assise hjá Melun, sem á að verða stærsta loftskeytastöð heimsins, og heita »Grand centre radio«. Loftnetið verður 3000 metra langt, og borið uppi af 16 250 metra háum stöngum. Búist er við, að hún muni draga 20000 km. — (T. u. F. Tecbnik). Ný símalína hefir verið lögð í sum- ar milli Blönduóss og Kálfshamars- víkur og voru opnaðar á henni 4 stöðvar; á Skagaströnd, 2, fl. stöð; Höskuldsstöðum, Örlygsstöðum og Kálfshamarsvík, allar 3. fl. Nýlokið er lagning símalínu frá Borgarnesi að Borðeyri, og er á henni ein 3 fl. stöð í Dalsmynni. Ennfremur er verið að leggja línu frá Grund að Norðtungu sem verður fullgerð bráðlega. Ný sklltiborð hafa verið sett upp i sumar á Akureyri, Borgarnesi, Eyr- bakka, Keflavik, Sauðárkrók og Siglu- firði. Ákveðið liefir verið að setja upp ný borð á bæjarsímanum í Reykja- vik og munu þau koma hingað i október. Verður þá fyrirkomulagi mið- stöðvarinnar breytt þannig að A og B stöð verða færðar saman og verður þá eftirleiðis ein miðstöð í Reykjavík. Umburðarbréf frá landsímastjóranum. Umbnrðarbréf nr. 1. Sæsíminn til útlanda slitnaði í gær- kvöldi milli íslands og Færeyja. Að svo miklu leyti sem unt er, verða símskeyti til útlanda send um Bergen- radio og verður þvi að senda þau til Reykjavíkur fyrst um sinn. Umbnrðarbréf nr. 2. Frá deginum í dag er símskeyla- gjald til Rúmeníu 60 aurar fyrir hvert orð. Umbnrðarbréf nr. 3. Sæsíminn til útlanda er aftur kom- inn í lag. Umbnrðarbréf nr. 4. Frá 14. þ. m. má senda símskeyti gegn lægra gjaldi en nú, til Banda- ríkjanna í Norður-Ameríku, Canada, Mexico, Suður-Ameríku, Vestur-India og Ástralíu, þannig að skeytin séu send »via marconi«, þ. e. a. s. af- greidd af loftskeytastöðvum Marconi- félagsins í Englandi, til stöðva i mót- tökulandinu. Sendendur símskeyta ákveða hvort þau skuli send þannig eða á venjulegan hátt með sæsímum. Sé þess óskað að skeyti sé sent loft- leiðina, ber að skrifa »via marconi« í athugasemdadálk skeytisins og skrár- innar, (þessi tvö orð eru ekki talin með í orðafjöldanum). Til bráða- birgða eru hér talin gjöld til þeirra ríkja í Ameríku, sem mest simavið- skifti eru við: New-York 100, Mani- toba 140, Massachusetts 100, Illinois 125, Quebeck 100; alt talið í aurum fyrir hvert orð.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.