Barnablaðið - 01.02.1987, Side 3
Barnablaöið
Hanni 390848
ir-! N P S
sakaður um rúðubrot
Það var komið vor, maímán-
uður, með blíðu veðri. Skólum
var lokið, vetrarvertíð búin og
margir vermenn voru famir
heim. Bátar sigldu hlaðnir varn-
ingi allt til Skaftárósa í austri, að
Stokkseyri í vestri. Vermenn
notuðu þessar ferðir óspart og
færðu heimilum sínum herta
þorskhausa í stórum böggum og
trosfisk, sem var góður matur
rétt verkaður. Var hér um að
ræða skötu, keilu, steinbít, karfa
og saltaða ýsu. Vanalega lentu
þessar tegundir í afgang í verkun
og fóru síðastar í salt. Þessi vara
var nýtt til heimila og svo notuð
sem gjaldmiðill í vöruskiptum
við landmenn úr sveitum sunn-
anlands.
Einn af þeim, sem komu ár-
lega til Eyja var Einar bóndi úr
Mýrdal. Son átti hann í Eyjum
er Jón hét; dugnaðar- og mynd-
armann. Jón var smiður og hafði
komið sér vel fyrir í eigin húsi
með konu og bömum sínum.
Hanni var aðeins sjö ára og
ekki samþykktur í leikjum af
eldri drengjum. Það var komið
að kvöldmat. Stór hópur drengja
hafði verið í langbolta. Hanni
gekk að þessum hópi. Snögglega
heyrðist hár hvellur og brothljóð
í rúðu. Stærsta rúðan í húsi Jóns
fór í mask. Drengjahópurinn
riðlaðist og hljóp hver í sína átt.
Hanni áttaði sig ekki á hvað var
að gerast. Stóð hann kyrr og var
einn. Feðgarnir, Jón og Einar,
komu með miklu hasti út.
Runnu þeir á Hanna, með of-
forsi og misþyrmingum. Sjö ára
drengur mátti sín lítils gegn fíl-
efldum karlmönnum.
Hanni, sem vissi sig saklaus-
an. tók þetta mjög nærri sér, með
gráti, ekka og miklum táraföll-
um.
Allir í nágrenninu fylgdust
með þessum aðförum. Hanni
hélt heim á leið hágrátandi.
Feðgarnir, Jón og Einar, fylgdu í
humátt á eftir Hanna. Foreldrar
hans voru heima og heyrðu
óhljóðin í drengnum. Þau stóðu
fyrir dyrum úti. Jón og Einar
sögðu Hanna hafa valdið tjóni á
húsi Jóns með stóru rúðubroti.
Hanni þrætti ákaft. Faðir hans
ásakaði Hanna og taldi rétt af
Einari og Jóni að veita stráknum
ráðningu. Móðir Hanna hjúfraði
drenginn sinn að sér og vafði
Frh. á bls. 23