Barnablaðið - 01.02.1987, Síða 5

Barnablaðið - 01.02.1987, Síða 5
Barnablabib Egill: Við áttum einu sinni hund, sem við gátum aldrei tam- ið almennilega. Allir héldu að hann væri ljón, því að hann var svo grimmur og sleit allar keðjur sem hann var bundinn með. Hann var alltaf að ráðast á svert- ingjana. Ef við sáum að þeir voru skyndilega allir komnir upp í tré, þá gátum við verið viss um að hundurinn væri laus. Edda: Við seldum hann til fólks sem hafði lent í því að öllu hafði verið stolið frá því, og ég held að þaðan hafi engu verið stolið meir. Edda: Hitta ættingjana. Ef við hefðum verið lengur þá hefðum við kannski aldrei átt heima neins staðar. Egill: Líka snjórinn, ég sakn- aði hans úti. Ég er reyndar orð- inn leiðurá honum núna. BA: Tókuð þið þátt í kristi- legu starfi í Kenya? Edda: Já, dálítið, við byrjuð- um kristniboðsstarf þarna, og pabbi okkar byggði kristniboðs- stöðina. BA: En eruð þið í kristilegu samfélagi hér? Egill: Ég eríKFUM. Egill Skúlason. Edda: Ég er í KSS, Kristileg- um skólasamtökum. Við gerum ýmislegt sniðugt þar, syngjum og fleira. BA: Hvaða efni viljið þið helst hafa í svona blaði eins og Barna- blaðinu? Egill: Brandara. Edda: Sögur, bæði skáldsögur og reynslusögur, og myndir sem krakkar hafa sent. Edda Björk og Egill ásamt vinum sínum. BA: Hvernig var maturinn í Kenya? Edda: Við borðuðum mest venjulegan mat. Innfæddir borð- uðu eitthvað sem heitir „ugali,“ það eru eins konar maískökur, og svo kál, krydd og kjöt, soðið saman. Við borðuðum þetta stundum, það var mjög gott, sterkt og gott. BA: Saknið þið Kenya? Egill og Edda: Já, en það var mest fyrst. BA: Hvað finnst ykkur best við að vera komin heim? Fíllinn, sem át kexpakka í heilu lagi.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.