Barnablaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 7
Barn&blaðiö
BA: Hvort er skemmtilegra
héreða í Ameríku?
Brynja: Á sumrin er skemmti-
legra að vera í Ameríku, en á
veturna er meira gaman hér,
vegna þess að hér er meiri snjór.
í Kansas var næstum aldrei
snjór, en samt gat orðið ntjög
kalt þar á veturna. Á sumrin er
hins vegar ofboðslega heitt þar.
Hér er líka betra að vera vegna
þess að börn eru rniklu frjálsari
hér en úti. í Ameríku er fullt af
skrýtnu fólki og glæpamönnum,
sent ræna börnum og þess háttar,
og þess vegna er hættulegt fyrir
börn að vera ein á ferð. Hér get
ég farið ein út í búð og allra
minna ferða án þess að vera sí-
fellt í hættu.
BA: Hvert langar þig að ferð-
ast næst þegar þú ferð út?
Brynja: Mig Iangar mest til
Frakklands og Ítalíu. Mig langar
til Parísar að sjá stóru turnana,
og ég hef frétt að á Ítalíu sé heitt
og gott að vera á sumrin.
BA: Hver er uppáhaldsmatur-
inn þinn?
Brynja: Mexikanskur matur.
Ég borðaði oft þannig mat úti.
BA: Hvaða el'ni finnst þér
skemmtilegast að hafa í blaði
eins og Barnablaðinu?
Brynja: Teiknimyndir og við-
töl eins og þetta!
Nore9U
CheetlQUrða^'NV'°n'
OQ S\9U
Elva og Sigurður Wiium hafa
húið i fimm ár i Noregi. Elva er
bráðum tólf ára og Sigurður er
fimmtán ára. Þau komu heim til
Islands i júlí siðaslliðnum. Við
náðum tali af þeim systkinum
og spurðum þau um Noregsvist-
ina og fleira.
BA: Hver eru helstu áhuga-
mál þín?
Elva: Að synda og læra tungu-
mál. Ég er núna að læra ensku.
þýsku og norsku. Ég fæ að læra
norsku í skólanum í staðinn fyrir
dönsku, af því að ég hef búið í
Noregi. Ensku læri ég í mála-
skóla og þýsku í Hlíðaskóla.
BA: Eru fleiri tunguntál sem
þig langar að læra seinna?
Elva: Kannski frönsku. Mig
langar að verða flugfreyja eða
starfa við eitthvað sem krefst
tungumálakunnáttu.
BA: Hvernig var skólinn í
Noregi?
Elva: Öðruvísi en hér. Skólinn
hér á íslandi er erfiðari. I Noregi
er miklu meira unt hópvinnu og
færri próf. í staðinn voru annars
konar verkefni. Síðasta árið sem
ég var úti var t.d. bara eitt vor-
próf, sem var reikningspróf. Ég
held að í unglingaskólanum í
Noregi séu jafnmörg próf og í
barnaskólanum hér. Þar er líka
mikið stökk að fara í framhalds-
Elva meö vinkonum sínum í Noregi.
skóla, því þá verður skyndilega
ntjög erfitt. Hér venst maðurerf-
iðum skóla frá byrjun. Leikfimin
er líka öðruvísi; úti var nteira
unt fimleika.
BA: í hvaða skóla ertu núna?
Elva: Seljaskóla.
BA: Áttu fleiri áhugamál?
Elva: Ég spila á píanó og
trompet. Ég lærði í tvö ár á
píanó í Noregi og var líka í
iúðrasveit þar. í lúðrasveitinni
var ég fyrst bara að læra á hljóð-
færið, og ég var ekki komin mik-
ið lcngra en það þegar við fiutt-
um til íslands.
BA: Hvar áttirðu heima í
Noregi?
Elva: I litlum bæ sem heitir