Barnablaðið - 01.02.1987, Síða 10
10
Hafliði Kristinsson
Hjálpum
þeim
Á Indlandi býr kona, sem
heitir Theresa. Hún gengur al-
mennt undir nafninu Móðir
Theresa, og hún er móðir
margra. Samt hefur hún aldrei
gift sig, eða eignast börn, en hún
hefur gefið Guði líf sitt og allan
tíma til að hjálpa bágstöddu
fólki í Kalkútta og mörgum fleiri
borgum Indlands.
í Kalkútta er meiri fátækt og
fleiri sjúkdómar algengir en í
flestum öðrum borgum Ind-
lands. Það er algengt að fólk búi
í húsum, sem reist eru úr pappa-
kössum á gangstéttum fátækra-
hverfanna. í þessum húsum býr
fólk, sem á ekki í önnur hús að
venda. í kulda jafnt sem hita þarf
þetta vesalings fólk að snúa
heim úr ferðalögum á sorphauga
borgarinnar, þar sem það leitar
að einhverju nratarkyns, og búa
um sig sem best það má.
Inn í þetta umhverfi kom
Móðir Theresa með starfssystur
sínar og þær hófust handa við að
gefa fólkinu mat, hjúkra þeim
sem sjúkir voru og hjálpa börn-
um til skólanáms. Allt þetta starf
er unnið í sjálfboðavinnu, og allt
fé sem safnast rennur til fólksins
í Kalkútta, sem sér nú margt al-
mennilegan mat í fyrsta skipti.
En það eru enn svo margir sem
þurfa á hjálp að halda. Um allan
heim eru margir, sem líða og
þjást.
í öðru héraði á Indlandi býr
ungur drengur, sem heitir Kum-
ar. Hann er nú orðinn góður
kunningi krakkanna senr sækja
Sunnudagaskólann í Völvufelli
11, Reykjavík. Þar ákváðu
kennarar og nemendur að hjálpa
einum krakka, sem þyrfti á að-
stoð að halda, hjálpa honum til
menntunar og betra lífsviður-
væris. Jesús kenndi okkur
hversu mikilvægt það væri að
læra að gefa. Við gefum ekki
stórar upphæðir, en við gefum
Kumar svolítinn hluta af hjarta
okkar. Hann fær að kynnast
kærleika Jesú Krists í gegnum
það starf, sem réttir honum
hjálparhönd, og í gegnum kynni
sín af krökkum á íslandi, sem
vilja hjálpa honum og biðja fyrir
honum.
Kumar býr í fátæku sveita-
héraði í Madrasfylki. Foreldrar
Roy Kumar
hans eru fátækir verkamenn, og
launin þeirra nægja ekki einu
sinni fyrir daglegum þörfum.
Hann er fæddur 7. nóvember,
1978, og er því nýlega orðinn
átta ára. Svo skemmtilega vill til
að í Sunnudagaskólanum í
Völvufelli er stelpa, sem er fædd
einum degi á eftir Kumar.
Kumar er ósköp venjulegur
strákur. Hann hefur mest gaman
af boltaleikjum, en í skólanum
finnast honum kvæðatímarnir
skemmtilegastir. Heima fyrir
hefur hann mjög óvenjulegt
áhugamál. Honurn finnst nefni-
lega mjög gaman að vaska upp!
Við í Sunnudagaskólanum
erum þegarbyrjuð að skrifa hon-
um bréf. Það er okkar bæn að
hann fái að kynnast Jesú Kristi
og kærleika hans á raunveruleg-
an hátt. Við vonum að pen-
ingarnir okkar og bænirnar verði
til þess að einn af minnstu
„bræðrum" Jesú fái að þekkje
hvað það er að fá nóg að borða,
tækifæri til að læra og von um
bjarta framtíð.