Barnablaðið - 01.02.1987, Side 14
14
FRAMHALDSSAGAN
Ævintýrakastalinn
og systkinin
fimm
Fimm systkini fara í sumar-
leyfi 'með móður sinni. Þau
dveljast í orlofshúsi nálœgt göml-
um kastala.
Fljótlega kynnast börnin hin-
um leyndardómsfulla doktor
Crippen. Þau gruna hann um að
vera ekki allur þar sem hann er
séður. Þau uppgötva að úr ridd-
arasal kastalans liggja leyni-
göng, sem einliver notar reglu-
lega. Hvert liggja göngin? Hvað
leynist í kastalanum? Hvað er
doktor Crippen að bauka?
Til að svara þessum spurn-
ingum ákveða börnin að setja
njósnara inn i riddarasalinn . . .
Felustaður í riddarabrynju
Þessa nótt svaf Hans Georg
ekki jafn vel og hann var vanur.
Börnin vöknuðu öll snemma.
Að loknum morgunverði skrif-
uðu stúlkurnar á póstkort til
vina og ættingja. meðan strák-
arnir gengu út til að viðra hund-
inn og grandskoða múra kastal-
ans frá öllum hliðum. Þeir ætl-
uðu að koma til baka stundvís-
lega klukkan tíu. í leiðangrinum
uppgötvuðu þeir enn eina kast-
alaálmu, sem þeir höfðu ekki
vitað uin, annars var ekkert
merkilegt að sjá. Rétt fyrir
klukkan tíu komu þeir aftur og
þá voru stúlkurnar farnar að
þíða með eftirvæntingu.
Þau læddust venjulega leið í
riddarasalinn og voru fljót í för-
um. Börnin þekktu vel þrynju,
sem stóð við ofninn heima hjá
þeim, svo þau vissu hvaða leður-
ólar átti að losa til að opna
brynjuna. Þau færðu tréstand-
inn, sem brynjan stóð á, inn í
annað herbergi. Hans Georg fór í
blikkfæturna og smeygði sér svo
í brjóstvörnina sem gerð var af
fram- og bakhiuta. Þá lét hann
systkinin koma með handleggs-
brynjurnar, sem festar voru við
brjóstvörnina með leðurreim-
um. Kviðurinn var varinn af
tveim blikkplötum, sem hengdar
voru á brjóstvörnina. Þar eð
blikkstígvélin voru ekki fest við
sjálfa brynjuna, gátu bæði háir
og lágir notað hana, og hún pass-
aði vel á Hans Georg. Þegar
hjálmurinn var loks kominn á og
Hans Georg var búinn að setja á
sig bardagaglófana var engan
mun að sjá á horninu við ofninn
og áður. Full eftirvæntingarbiðu
þau nú eftir því sem kynni að
gerast.
Þegar klukkan var um það bil
að verða ellefu lyfti Maríanna
hendinni, þar sem hún stóð vörð
við hurðina, og sussaði lágt í að-
vörunarskyni. Hin fóru sam-
stundis inn í herbergið við hlið-
ina. Dyrnar höfðu ekki fyrr lok-
ast á eftir þeim en Hans Georg
andvarpaði skelfingu lostinn.
Honum rann kalt vatn milli
skinns og hörunds. Hann hafði
gleymt að loka augnhlífinni á
hjálminum! Hann reyndi að
lyfta handleggnum, en það tókst
ekki því blikkarmurinn var of
stífur. Fótatak doktorsins í stig-
anum nálgaðist æ meir. Hann
svitnaði af hræðslu. Hvað mundi
gerast? í örvæntingu sló hann
höfðinu við hjálminn og hann
var heppinn — augnhlífin skall
niður með háum smelli.
Hafði doktorinn heyrt þetta?
Hans Georg skalf af æsingnum.
Já, svo virtist. Crippen gekk hik-
andi skrefum inn í salinn. Það
var líkt og hann liti í kringum
sig, hugsaði Hans Georg og fann
hvernig svitinn rann niður bak-
ið. Hann uppgötvaði um leið að
hann hafði lokað augunum. Nú
opnaði hann augun varlega og
komst að því að hjálmurinn
hafði skekkst þegar augnhlífin
skall niður. Gegnum gægjugötin
sást aðeins hluti af gólfinu, en
ekki veggurinn beint á móti, eins
og hann hafði vonað. Hann gæti
því ekki séð hvert doktorinn
færi. Honum sárnaði svo að
hann táraðist, en þá brá honum.
Svo virtist sem doktorinn gengi
ekki venjulega leið. Fótatökin
nálguðust gluggann.
„Ég vona bara að hann sjái
ekki senditækið," hugsaði Hans
Georg. Nei, það virtist hann ekki
gera, því fótatökin héldu áfram.
Hann nálgaðist ofninn hægt.
Hafði Crippen tekið eftir ein-
hverju? Hans Georg fann greini-
lega æðasláttinn í höfðinu.
Hvers vegna hafði enginn verið á
vakt við hlustunartækið núna?
Nú voru þau gengin í gildru.
Maðurinn gekk rétt hjá brynj-
unni. Hans Georg þekkti hann
greinilega aftur — þetta var
doktorinn. Fótatakið fjarlægðist
um stund, en nálgaðist svo aftur.
Hans Georg sá í gegnum gæg)u'
gatið að Crippen beygði sig, leit
undir borðið og muldraði:
„Hver veit hvað þetta hefur ver-
ið?“
Hann hafði varla rétt úr sér
þegar nokkuð óvænt gerðist:
Kráka, sem hafði setið á einni
gluggasyllunni sló vængnum í