Barnablaðið - 01.02.1987, Side 15
Ba.ri\abl&ðiö
rúðuna um leið og hún hóf sig til
flugs. Doktorinn hrökk í kút, en
varpaði svo öndinni léttar og
sagði: „Það hefur þá verið
þetta.“ Svo tók hann stefnuna að
viðarklædda veggnum, innan
stundar var allt með kyrrum
kjörum.
Eftir um tíu mínútur steig
Hans Georg varlega niður af
stallinum og gekk með erfiðis-
munum að herberginu við hlið-
ina. Þegar hann kom inn and-
vörpuðu allir feginslega. Þau
losuðu herklæðin sundur og
settu þau í venjulegar skorður í
riddarasalnum. Á meðan reyndi
Maríanna að hlera hvar leyni-
dyrnar voru í viðarklæðning-
unni.
Það var ekki fyrr en þau voru
búin að ganga frá og setja
herklæðin aftur á sökkulinn að
Maríanna hvíslaði til hinna:
„Komið þið hingað! Ég heyri
einhver hljóð og veit ekki hvað-
an þau koma!“
Bömin flýttu sér að viðar-
klæddum veggnum og hlustuðu.
Það heyrðist dauft bank.
„Hvað getur þetta verið?“
sagði Petra og horfði spyrjandi á
Ester. „Höggin eru svo óreglu-
leg.“
„Komdu, nú förum við,“
sagði Maríanna. „Hádegismat-
urinn bíður eftir okkur.“
Þegar þau voru aftur komin út
í kastalagarðinn horfði Marí-
anna ögrandi á Hans Georg og
sagði: „Við sjáunt á þér að þú
hafðir ekki heppnina með þér
þegar þú stóðst á gægjum, en
hvað gerðist?" Hans Georg var
niðurbeygður og sagði frá óför-
um sínum.
Eftir matinn bað mamma þau
um að taka til og þrífa í herbergj-
um sínum. Svo þurfti Hans
Georg að kenna börnum frú
Martin nokkur töfrabrögð gítar-
tækninnar. Börnin voru ekki allt
of spennt við að taka til. Petra
hóf að syngja glaðlegt lag og þá
léttist brúnin á mannskapnum
og allt gekk betur.
Þegar Maríanna setti sópinn
inn í skáp hrópaði Petra: „Erum
við búin? Það er svo þykkt ryk-
lagið að maður sér fótspor um
allt!“ Hún þagnaði snögglega og
settist hugsandi á rúmstokkinn.
„Er eitthvað að,“ spurði Mar-
íanna.
„Mér datt í hug hvort við gæt-
um ekki fylgst með fótsporum
doktorsins.“
„Fótsporum?" — Maríanna
horfði forviða á Petru.
„Já,“ svaraði hún. „Ef við til
dæmis tökum dúk og ausum á
hann sandi og óhreinindum úti í
garði, brjótum hann svo saman
án þess að dusta .. .“ „Og hvað
svo?“ Sagði Maríanna skilnings-
vana.
„Sjáðu til“ sagði Petra til út-
skýringar. „Svo hristum við
dúkinn fyrir framan viðarþilj-
urnar í riddarasalnum. Þá sest
þunnt ryklag á gólfið, og doktor-
inn tekur ábyggilega ekkert eftir
því. Þegar svo doktor Crippen
hefurgengið inn um leynidyrnar
þá förum við inn í salinn og
sjáum hvar dyrnar eru faldar.“
„Þetta er snjallræði,“ sagði
Maríanna og horfði viðurkenn-
ingaraugum á Petru.
„Ef við getum lagt þessa gildru
fyrir guðsþjónustu í fyrramálið,