Barnablaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 19
Bamablabib hann skildi fara og dýfa sér sjö sinnum í ána Jórdan. Þetta lík- aði Naaman ekki, hann ætlaði bara heim. Einn af mönnum hans sagði þá við hann: „Ef spá- maðurinn hefði sagt þér að gera eitthvað erfitt, þá hefðir þú reynt að gera það.“ Það varð úr að Naaman fór að ánni Jórdan og dýfði sér í hana sjö sinnum, al- veg á bólakaf. Þegar hann kom upp úr eftir sjöunda skiptið, var hann orðinn alveg heilbrigður. Haldið þið ekki að hann hafi verið ánægður? Svo fór hann heim, þar sem kona hans beið eftir honurn og hún hafði hugsað um hann alla daga, hvort hann yrði nú frískur. En þegar Tirza var komin inn í herbergi sitt að kvöldi, þakkaði hún Guði fyrir að hafa læknað húsbónda sinn. Krakkar, við getum lært margt af þessari frásögn. Okkur finnst kannski að Guð hafi ekki svarað bænum Tirzu, þegar hermenn- imir komu og hún bað Guð um hjálp. En Guð heyrir bænir okkar, þótt hann svari þeim ekki alltaf eins og við viljum. Guð var með litlu stúlkunni þó að hún væri hernumin, og hún varð öðrum til góðs þarsem hún var. Gleymum aldrei að biðja til Guðs og munum að hann heyrir bænir okkar. r \ Biblíu- hornið í umsjón Sam Daníels Glad

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.