Fótboltablaðið - 01.01.2003, Side 2

Fótboltablaðið - 01.01.2003, Side 2
Ritstjórapistill Gengi liðsins: Fótboltasumarið 2003 var líflegt og fjörugt. Liðið var gríðarlega sterkt og náði sínum besta árangri í mörg ár. 3 sæti í 2.deild með I I sigra, 2 jafntefli og 5 töp. Liðið skoraði 40 mörk og fékk aðeins á sig 23. Það sem einkenndi liðið í fyrra var traust vörn og örugg markvarsla enda voru þeir Elías markvörður og Ómar varnarmaður kosnir í lið ársins í 2.deild. Gengi liðsins hefur ekki verið eins gott núna. Þegar þetta er skrifað hefur liðið tapað 4 leikjum og fengið á sig 18 mörk eftir aðeins 8 leiki. Það er nokkuð Ijóst að strákarnir þurfa að rífa sig upp úr þess- ari lægð og gera betur. Samt er margt jákvætt við það sem á undan hefur gengið. Góður 5-3 sigur vannst á liði Leifturs/Dalvíkur sem spáð var sigri í deildinni, sigur vannst á taplausu topp- liði Leiknis frá Reykjavík. Framundan eru 10 umferðir og hefur ritstjóri blaðsins fulla trú á að þær umferðir eigi eftir að verða sigursælar. Breytt lið: Þeir Jón Guðbrandsson, Jóhann Sigurðsson, Geir Brynjólfsson, Jónas Guðmannsson, Brynjólfur Bjarnarson og Lárus Arnar Guðmundsson hafa allir yfirgefið hópinn og þarf engan snilling til að átta sig á því að sú blóðtaka er erfið. Nýir menn hafa einnig gengið til liðs við liðið en meiðsli þeirra og annarra fastamanna hafa sett strik í reikninginn. Þorkell Máni Birgisson, Árni Sigfús Birgisson, Kjartan Helgason, Einar Ottó Antonsson og Guðmundur Ingi Guðmundsson hafa gengið til liðs við Selfoss og eiga vafalaust eftir að láta til sín taka í kom- andi átökum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Valur Arnarson Ritstjórn: Herbert Viðarsson Ólafur Unnarsson Umbrot og Hönnun: Herbert Viðarsson Ljósmyndir: Ólafur Unnarsson Herbert Viðarsson Guðmundur Karl Sigurdórsson blaðamaður Sunnlenska fréttablaðsins fær kærar þakkir fyrir lifandi sportmyndir. Blaðið er gefið út í 2700 eintökum og dreift á öll heimili á Árborgarsvæðinu. Eftirtaldir styrkja Knattspyrnudeildina Nýr Þjálfari: Gústaf Adolf Björnsson er nú við stjórnvölinn eftir gott starf Kristins Björnssonar. Gústaf er mikill keppnismaður og hefur mikla reynslu af þjálfun. Hann á án efa eftir að vinna gott starf hér á Selfossi. Stuðningsmenn: Stuðningsmenn liðsins eru því miður alltof fáir. En harðkjarninn sem hefur mætt á leiki liðsins í sumar fær okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Sérstaklega sorglegt er þó að sjá hér örfáar hræður þegar úrvalsdeildarlið kemur í heimsókn. Eins þegar topplið deildarinnar mætir á staðinn og fleiri stuðningsmenn fylgja þeim en sjálfu heimaliðinu. Selfossvöllur: Skammarlegt er til þess að vita að byggðarkjarni sem telur 5000 íbúa skuli ekki búa yfir betri vallaraðstæðum en raun ber vitni. Girðingin í kringum völlinn hindrar engan í því að hlaupa inná hann meðan á kappleik stendur. Fyrir slíkt er hægt að fá háar sektir frá KSÍ. Hljóðkerfi vallarins er til skammar fyrir þá sem hlut eiga að máli. Grasvöllurinn er sá lélegasti sem undirri- taður hefur kynnst. Þó hefur undirritaður heimsótt öll lið 2. deildar. Það er nokkuð Ijóst að það eru margir sem þurfa að hysja upp um sig buxurnar hér á bæ. Sem gott dæmi má nefna að bæjarfélag eins og Sauðárkrókur getur státað af góðum keppnisvelli og sómasamlegri æfin- gaaðstöðu en samt búa aðeins rétt rúmlega 2500 manns þar. Valur Arnarson 1/alti-knis i Síminn «9 AUG LYSINGASTOFA S K I LTA G E R Ð Hönnun á auglýsingum, bæklingum og hverskonar prentverki • skiltagerð • bílamerkingar límstafír • gluggamerkingar • plöstun sandblástursfilma og margt fleira. BROS auglysingavo.ur UxuJjoö i'yrk JjJiOS yiinir ú Suðurlandl Ausfurvegi 69 • 800 Selfoss • Sími: 482-3266 • Fax: 482-3268 • E-mail: fagforin@simnet.is SPARISJÓÐURINN TRÉSMIÐJA AGNARS PÉTURSSONAR SELFOSSI _____ J

x

Fótboltablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fótboltablaðið
https://timarit.is/publication/877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.