Fótboltablaðið - 01.01.2003, Page 10

Fótboltablaðið - 01.01.2003, Page 10
w Islandsbanki: Traustur samstarfsaðili Við hjá Knattspyrnudeild Umf. Selfoss fórum og hittum Jón Bjarnason útibússtjóra Islandsbanka og Onnu Guðmundsdóttir þjónustufulltrúa og spjölluðum við þau um starfið og knattspyrnuna en íslandsbanki hefur verið dyggur samstarfsaðili Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss í mörg ár. Á síðasta ári var undirritaður samningur til ársins 2006 og verða nú búningar allra flokka merktir íslandsbanka. Utibú Islandsbanka á Selfossi tilheyrði áður Iðnaðarbanka en Iðnaðarbankinn hóf starf- semi sína á Selfossi 4. nóvember 1977. Þá störfuðu 4 starfsmenn hjá bankanum en í dag starfa 14 starfsmenn hjá Islandsbanka og má því segja að umsvifin hafi aukist til muna en markaðshlutdeild í sýslunni er 28%. Það má segja að íslandsbanki sé samsettur úr mörg- um sterkum stoðum því árið 1990 sameinuðust Útvegs-, Verslunar- og Alþýðubankinn og úr varð íslandsbanki. Árið 2000 sameinaðist íslandsbanki svo FBA (Fjárfestingabanka atvinnulífsins) og fékk bankinn nafnið Islandsbanki-FBA. Ári síðar var nafnið Islandsbanki tekið upp fýrir starf- semi bankans í heild sinni. Jón Bjarnason var einn af stofnendum Árvirkjans árið 1978 og aðspurður sagði Jón að reynsla hans úr viðskiptalífinu kæmi sér vel í hans starfi en Jón hefur starfað sem útibússtjóri íslandsbanka í 6 ár. Lögð er mikil áhersla á persónulega og góða þjónustu í bankanum enda á bankinn marga ánægða og trausta viðskiptavini. Viðskiptavinir Islandsbanka fá alla þá þjónustu sem aðrir bankar bjóða ásamt því að vera með skemmtileg þema fyrir sérstaka hópa eins og börn og námsmenn. Börn á aldrinum 12-15 ára geta gengið í XY-klúbb- inn. Innifalið er XY-hraðbankakort sem gildir í öllum hraðbönkum. Kortið veitir auk þess aðgang að XY netbanka þar sem hægt er að sjá stöðu reikninga, millifæra, kaupa GSM- frelsi og fleira. íslandsbanki leggur ríka áher- slu á þjónustu við yngri kynslóðina og endur- speglast það meðal annars í góðri þjónustu við námsmenn. íslandsbanki býður öllum námsmönnum 16 ára og eldri velkomna í viðskipti. „Við léttum námsmönnum lífið meðan á námi stendur og sjáum til þess að námsmenn njóti ávallt hagstæðra kjara.“ Sagði Jón aðspurður um námsmannaþjón- ustuna. Jón ræddi líka um þjónustu varðandi reglubundin sparnað. „Það getur munað miklu að eiga varasjóð þegar óvænt útgjöld ber að höndum. Með því að spara reglulega getur þú safnað þér fyrir bílnum, sumarfríinu, uppþvottavélinni eða eldhúsinnréttingunni." Jón og Anna töluðu um að bankaviðskiptin hefðu breyst mikið síðustu árin. Greiðsluþjónusta er mjög vinsæl en með henni er hægt að jafna útgjaldasveiflur og láta bankann sjá um að greiða reikningana. Með því móti eykst stöðugleiki í fjármálum heim- ila. Netbankinn nýtur líka vaxandi vinsælda. Með tilkomu hans getur viðskiptavinurinn nálgast veigamiklar upplýsingar og stundað bankaviðskipti í þægilegu viðmóti á netinu í Netbanka Islandsbanka. Björt framtíð býður íslandsbanka og þeim viðskiptavinum sem leggja leið sína að Austurvegi 9 og við hjá Knattspyrnudeild Umf. Selfoss vonum að sjálfsögðu að samstarfið við Islandsbanka verði áfram farsælt. Baráttumyndir með smá dramatík

x

Fótboltablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fótboltablaðið
https://timarit.is/publication/877

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.