Fótboltablaðið - 01.01.2003, Síða 14

Fótboltablaðið - 01.01.2003, Síða 14
Intersport og Nóatún: Stórverslanir í Kjarnanum Við í ritstjórninni skruppum útí búð í þeim tilgangi að hitta okkar góðu sam- starfsaðila hjá Intersport og Nóatúni. Við fengum að sjálfsögðu hlýlegar mót- tökur eins og allir þeir viðskiptavinir sem leggja leið sína í Kjarnann. Við töluðum við Sigrúnu Jónsdóttur, versl- unarstjóra Nóatúns og Sigrúnu Gestsdóttur, verslunarstjóra Inter- sports. Þær stöllur voru hressar á þessum fallega vormorgni. Intersport og Nóatún tilheyra Kaupás en Kaupás hefur unnið gott starf með knattspyr- nudeild Umf. Selfoss síðustu 2 árin og vonum við til að það samstarf verði farsælt áfram. Alltaf er hægt að ganga að því vísu að fá góða þjónustu í Nóatúnsversluninni á Selfossi en þar vinna alls 80 manns. Sérstaða verslu- narinnar felst í mun meiri fjölbreyttni en hjá hefðbundnum matvöruverslunum en innan verslunarinnar er gott framboð af ýmis konar sérvöru auk matvöru. Sem dæmi um slíkar vörur er hægt að nefna nýbökuð brauð, bakkelsi, ritvörur frá Eymundsson, ávexti í kæliborði, kjöt úr kjötborði, búsáhöld, gjafavörur, leikföng og raftæki. í byrjun sumars var svo opnað póstútibú þar sem hægt er að senda bréf eða pakka og kaupa frímerki. Slíkt útibú er mjög þægilegt fyrir viðskiptavini þar sem hægt er að slá tvær flugur í einu höggi með því að versla inn og póstsenda bréfin sín. Eins og komið hefur fram er Nóatún mjög vel staðsett og hentar verslunin mjög vel fyrir ferðafólk sem þarf að versla með fjölbreytni í huga þegar lagt er af stað í löng ferðalög. í sama verslunarhúsnæði er líka hægt að kaupa allt fyrir útivistarlífið og íþróttirnar en Intersport er einnig í hjarta bæjarins. Fyrirtækin hafa verið rekin samhliða síðastliðin 2 ár með góðum árangri. Hægt er að sækja bæði fjölbreytni og gæði í verslun Intersport og gaman er frá því að segja að vörurnar hér eru á sama hagstæða verði og í Reykjavík. Það má segja að Intersport sé verslun fyrir allt íþrótta- og útivistarfólk. Hægt er að fá hlaupafatnað, skó, sundfatnað, línuskauta, hjól og hjálma, veiðivörur, tjöld, svefnpoka, bakpoka og alhliða íþróttafatnað. Og þar er auk þess hægt að fá Umf. Selfoss galla á kostnaðarverði. Allir eru svo hvattir til að ganga í Intersportklúbbinn sem býður uppá hagstæða afsláttarmöguleika. Með því að ganga í Intersport klúbbinn færðu bónus, sem byrjar í 6% ef keypt er fyrir 20 þúsund á ári eða meira, greiddan sem inneignarávísun. Mest getur bónusinn orðið 12%. Fjölskyldumeðlimir geta sameinast á eitt kort og þá er sparnaðurinn aldrei langt undan. Á myndinni eru Sigrún Gestsdóttir (verslunarstjóri Intersports), Sigrún Jónsdóttir (verslu- narstjóri Nóatúns), Sigrún Óskarsdóttir og Halldór Björnsson starfsmenn Intersports. Slakur árangur í Deildabikar KSÍ Selfoss lék í B-riðli neðri deildar þetta árið og gekk vægast sagt illa þrátt fyrir ágætis byrj- un í fyrsta leik þar sem ÍR-ingar voru lagðir 4- 2 eftir að Selfoss hafði lent 0-2 undir. Síðari hálfleikurinn í ÍR leiknum var hápunktur keppninnar þar sem ÍR-ingar voru yfirspilaðir. Næsti leikur (Breiðablik) var hörmung í heild sinni en hann tapaðist 6-0. Ungt lið mætti Reyni frá Sandgerði og beið lægri hlut 3-4 eftir að hafa leitt 2-0 um miðjan fyrri hálfleik. Liðið sem mætti Núma var líka ungt og óreynt. í þeim leik vantaði ekki færin en á skorti að koma tuðrunni inn í markið. Loks kom tap á móti KFS en sá leikur var allur slakur. Liðinu gekk hins vegar vel í Danmörku og vann báða sína leiki þar. A undirbún- ingstímabilinu voru svo leiknir margir æfinga- leikir og var gengið í þeim misjafnt. Það sem stendur uppúr er skortur á stöðugleika. En vonandi ná strákarnir að vinna úr því og koma sterkir inn í tímabilið.

x

Fótboltablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fótboltablaðið
https://timarit.is/publication/877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.