Mjölnir


Mjölnir - 06.06.1967, Side 5

Mjölnir - 06.06.1967, Side 5
Stnnl'ikoriflD um gjtldcrrisvirflsjtiiflfl í máleínalegri neyð sinni nú fyrir kosningar, þegar öngþveiti í efnahags- og atvinnumálum blasir við, hvert sem augum er litið, eftir 8 ára „viðreisnar“stjórn, þá grípa stjórnarliðar aftur og aftur til ósannindanna um stórbætta stöðu þjóðarinnar út á við og „hinn mikla gjaldeyrisvarasjóð,“ sem nú á að hafa skapað þjóðinni traust og tiltrú um víða veröld. Þessi „þjóðsaga“ hefur álíka sannleiksgildi og sag- an af manninum, sem sló sér allstórt lán í banka ein- um og lagði það síðan inn í annan banka til þess að geta státað af góðum efnum og skapað sér traust. „Gjaldeyrisvarasjóður“ Seðlabankans er nefnilega orðin til með alveg hliðstæðum hætti, eins og eftir- farandi yfirlit um gjaldeyrisstöðuna ber ljósastan vott- inn um, en þetta yfirlit gaf Gylfi bankamálaráðherra á Alþingi nú í vor: í árslok 1959 námu skuldir þjóðarinnar í erlendum gjaldeyri samtals 2.685 milljónum króna, en í árslok 1966 námu skuldirnar 4.466 milljónum, þ. e. a. s. þær höfðu vaxið um 1781 milljón króna. „Gjaldeyrisvarasjóðurinn“ var á síðustu áramótum 1912 milljónir, þannig að staðan út á við hafði batn- að á 8 árum um mismuninn á 1912 millj. kr. og skulda- aukningunni 1781 millj. kr., eða um 131 milljón. „Batinn“ í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar á mestu veltiárum, sem hún hefur upplifað, hefur því ekki orð- ið 1912 milljónir, eins og stjórnarliðar skrökva vísvit- andi, heldur 131 milljón kr., eða að meðaltali heilar 16 millj. kr. á ári af margra milljarða gjaldeyrisöflun. Væri hins vegar miðað við árið 1958, en það ár skil- aði bættri gjaldeyrisstöðu, kemur dæmið þannig út, að staðan hefur versnað fremur en hitt, þrátt fyrir gíf- urlega aukna gjaldeyrisöflun. Mun raunveruleg gjald- eyrisstaða þannig allt að 100 milljónum króna lakari en við upphaf kratastjórnarinnar 1959. Svona er þá allur sannleikurinn um þefta „hið græna tré viðreisnarinnar." Þar er allt á sömu bókina lært, falsanir og skrum. MEÐ KVEÐJU FRÁ BJARNA Skýringin er nærtæk. Eyjólf- ur Konráð er innsti koppur í búri hjá Reykjavíkuríhaldinu, í klíku Bjarna Benediktssonar, þeirri klíku íhaldsins, sem er á kafi í hérnámsbraski, olíumálum, aluminiummálum, makki við efnahagssamsteypur erlendra ríkja og öðru slíku. Þessi klíka hefur enga trú á okkar gömlu at- vinnuvegum og sízt af öllu skiln- ing á þörfum landsbyggSarinnar. Þótt gamla kreddukenningin um gróSalöngunina sem aflgjafa framvindu, sem nú hefur veriS reynd í 8 ár, eftir aS hafa legiS aS mestu rykfallin á hillunni í 30—40 ár, sé aS kollsteypa öllu, skal samt halda áfram. Þess vegna treSur þesi klíka nú erind- rekum sínum í framboS hvar sem því verSur viS komiS og bægir jafnframt frá framboSi Eru þeir enn samu sinnis! II vað segfir Ejjólfur Konráð? Hef ir liíinn skipt iim skoðnn? mönnum, sem líklegir eru til aS draga taum byggSarlaganna úti á landi gegn braskaraklíkunni í Reykjavík. ÞEIM BER AÐ REFSA Ibúar þcssa kjördæmis, ekki sízt Siglfirðingar, eiga i þcssum kosn- ingum að refsa íhaldsbandalaginu fyrir skilningslcysi þess, þvermóðsku og athafnaleysi í þeim mólum, sem skipta okkur mestu móli, þ. e. at- vinnumólunum. Og olveg sérstak- lega ber að refsa Reykjavíkurihald- inu fyrir að troða erindreka sinum, Eyjólfi Konróð, í framboð í baróttu- sæti hér. Sú refsing yrði eftiminni- lcgast ó lögð með þeirri aðgerð, sem Reykjavíkuríhaldinu kæmi verst, með því að gera Ragnar Arnalds, frambjóðanda Alþýðubandalagsins, kjördæmakosinn, og fella erindrek- ann svo eftirminnilega, að ekki yrði boðið upp ó hann aftur. BENEDIKT SIGURÐSSON. Hér foro á effir orðréffar tilvifnanir í ummæli nokk- urra þekktra forustumanna íhaldsins um viðhorf þeirra til ríkis- og bæjarreksturs. Tilvitnanirnar eru 8—9 ára gamlar, eða frá upphafi viðreisnarinnar. Hverjar eru skoðanir Eyjólfs Konráðs Jónssonar nú á þeim málum, sem tilvitnanirnar fjalla um? Ger- ir hann sér Ijóst, að ef þau opinberu fyrirtæki, sem hér um ræðir, yrðu seld einstaklingum, mundu hag- kvæmnissjónarmið og gróðavonir eigendanna ein ráða, hvort þau yrðu rekin eða ekki? Gerir hann sér Ijóst, hvað slíkt gæti þýtt, t. d. fyrir Siglfirðinga? GUNNAR GUDJONSSON: „Rikis- og bæjarrekstur á verzl- unar- og framleiðslutækjum er í alla staði mjög óæskilegur undir þeim kringumstæðum, að einstakl- ingar og félög vilji og geti annazt þann rekstur, sem um er að ræða .. . . Virðist full óstæða til aS opin- ber rekstur fyrirtækja verði lagður niður og seldur í hendur einstakling um og félögum." EINAR SIGURÐSSON, útgerðarmaður og hraðfrystihúsa- eigandi: „Má þar nefna sem dæmi, að selja mætti að skaðlausu samtökum útgerðarmanna Fiskiðjuver rikisins, Síldarvcrksmiðjur ríkisins, Tunnu- verksmiðju rikisins og fleiri hliðstæð fyrirtæki, hætta að láta sveitarfélög in hvila með ofurþunga af óarðbær- um og illa reknum fyrirtækjum á rikissjóði, og þannig mætti lengi halda áfram." EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON, „Þótt í lands- f undarályktun Sjálfstæðisflokks- ins segi ekki, hvaða atvinnufyr irtæki eigi að vera í formi al- mcnningshlutafé- laga, þá virðist liggja beint við, að það séu ekki Eyjólfur Konráð eingöngu stórfyrirtæki famtíðarinn- ar, þar sem þcgar í stað mætti hrinda þessum hugsjónum i fram- kvæmd. Þannig virðist koma mjög til athugunar, að t. d. sementsvcrk- smiðjan og Aburðarverksmiðjan, Skipaútgerðin, Landssmiðjan og fleiri rikisfyrirtæki yrðu falin al- menningi til stjórnar á þann veg, að hagkvæmissjónarmið ein réðu stjórn þcirra, en engir pólitiskir duttlungar .... Á sama hátt gæti Reykjavíkurbær riðið á vaðið með þvi að afhenda bæjarbúum t. d. Bæjarútgerðina og Strætisvagnana ... Og þetta er ofureinfalt mál. Ríki og bær gætu ósköp hæglcga tryggt fjárhagsgrundvöll þessara fyr irtækja, stofnað um þau almenn- ingshlutafélög og afhent landsmönn um hlutabréfin endurgjaldslaust eða við mjög lágu verði, t. d. öllum, sem í sveit búa, bréf i áburðarverksmiðj- unni o. s. frv......Viðskipti með þessi bréf mundu þegar í stað hefj- ast. Sumir mundu ekki kæra sig um nein bréf og seldu þau, en aðrir mundu aðeins vilja eiga bréf ■ einu fyrirtæki o s. frv. . .." SPURNING: Hverjir væru llkleg- astir til að kaupa þessi bréf upp í stórum stíl, þangað til þeir hefðu örugg meirihlutavöld í þessum stór- fyrirtækjum? SöflgskeiflintDn Knrlakirsiii Vísis íi Karlakórinn Vísir hélt söng- skemmtun í Nýja bíó laugar- daginn 27. maí og sunnudaginn 28. maí sl. Söngstjóri var Ger- hard Scmidt. A söngskrá kórsins að þessu sinni voru 15 lög eftir innlenda og erlenda höfunda, og nokkur þjóðlög. Skiptust þar á gömul þjóðlög, ný og gömul sönglög og óperu- og óperettu- lög. Einsöngvarar voru þeir Kristinn Georgsson, Sigurjón Sæ mundsson og Þórður Kristins- son. Einnig söng blandaður kvartett með kórnum í lagi eftir Springfield, en textann hafði Haf liði Guðmundsson ort. í kvart- ettinum voru sömu persónur og í fyrra, þau Guðný Hilmarsdótt- ir, Magðalena Jóhannesdóttir, Guðmundur Þorláksson og Mar- teinn Jóhannesson. Undirleik önnuðust hljómsv. Gautar. Á fyrri hluta efnisskrár voru að mestu lög, sem kórinn hefur áður sungið. En á meðal þeirra •var rússneskt lag, sem Kristinn Georgsson söng einsöng í, en textann við lagið hafði Bjarki Árnason ort. Kristinn Georgs- son er nýr einsöngvari með kórn um, hann hefur blæfallega bassa- rödd, og vonandi fær hann oft- U ar að spreyta sig á skemmtilegum viðfangsefnum. Seinni hluti efnisskrár var nýr hjá Vísi, að undanskildu einu lagi. Voru þar óperettulög úr „Kysstu mig Kata“ efti Cole Port er og úr „Czardasfurstinnunni“ eftir E. Kalman, einsöngslög og kvartettlagið, sem áður er á minnst. Yfirleitt má segja, að kórinn hafi farið vel með þessi verkefni svo og einsöngvarar og kvartett. En samt er það nú svo, að þeg- ar búið er að venja fólk á gott, þá vill það betra. Kórinn var með sérstætt og sérstaklega trekkjandi prógramm í fyrra og sumt af því hefur hljómað meira og minna í eyrum síðustu mán- uði í útvrapi og af plötum, og þó samanburður sé hvorki nauð- synlegur né sanngjarn alltaf, þá er hann nú samt gerður, og því finnst flestum, að af prógramm- inu núna stirni ekki neitt svipað og af því frá í fyrra. Kórinn varð að endurtaka mörg lög og syngja aukalög. Söngstjórinn, Gerhard Scmidt hefur raddsett meiri hluta lag- anna á söngskránni og gert það af þeirri smékkvísi og snilld, sem honum er lagin, einnig hefur hann útsett fyrir undirleikshljóð færi. Á þessari söngskemmtun Vís- is voru kórmenn 44 talsins og hafa líklega aldrei verið fleiri. Hafi þeir allir og þau hin, sem að þessari ágætu skemmtun unnu kærar þakkip fyrir mjög ánægju lega kvöldstund. Drangnr hættir ferðnm Á miðvikudaginn var, 31. maí fór Drangur síðustu ferðina frá Siglufirði til Akureyrar — von- andi að sinni, segja Siglfirðing- ar. Hann er sem sagt að hætta sínum reglubundnu póst- og far- þegaflutningum og allt er í ó- vissu um, hvað tekur við, þegar hausta tekur og samgöngur á landi verða erfiðari. Margir hugsa með hlýhug og vinsemd til Drangs og áhafnar hans, sem með dugnaði og harð- fylgi hefur haldið uppi reglu- bundnum ferðum á leiðinni Ak- Framh. á bls. 6. Mjölnir (5

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.