Fylkir - 23.12.1963, Qupperneq 9
JÓLA- OG ÁRAMÓTABLAÐ FYLKIS 1963
9
O RLANE
Gamansögur.
Séra Ólafur Stephensen (1863
~’934) var prestur í Mýrdals-
þingum í 4 ár 1886—1890. Séra
Ólafur var sonur Magnúsar
bónda í Viðey. Var hann vinsæll
prestur, léttur í skapi og liafði
gaman af græskulausu gamni.
Um þessar mundir var hunda
hreinsunarmaður í Mýrdal,
Guði bóndi á Reyni. Þótti
þetta talsverð virðingarstaða og
ekki á allra færi að takast svo
vandasamt starf á hendur.
Venja var að lesa allar meiri-
háttar tilkynningar til almenn-
ings í kirkjum. Nú kom að því,
að Guðni bóndi þurfti að til-
kynna hundahreinsun í um-
dæmi sínu. Tjáði liann séra Ól-
ali Jietta. Prestur taldi sjálfsagt
að Guðni kunngjörði sinn boð-
skap til bænda þar í kirkjunni,
en þótti fara bezt á því, að hann
gerði Jiað úr kórdyrum.
Nú var svo liáttað, að gólfið
í kirkjunni .einkum innan-
verðri, var fúið mjög. Þetta
vissi prestur og liefur trúlega
viljað fá nýtt gólf í kirkjuna.
Hvetur liann kirkjugesti að
Jroka sér innar í kirkjuna, svo
þeir megi sem bezt nema orð
Guðna bónda. Þeir gera svo.
Hefur Guðni mál sitt á Jressa
leið:
Amtsráðið liefur úrskurð-
að. . .
Tekur þá mjög að braka í
kirkjugólfinu.
Guðna verður liverft við og
segir stundarhátt:
— Hvað er Jietta? Erum við
<")11 að fara til helvítis?
*
ÞJOFSÆRING.
Nokkru fyrir aldamót birtist
svohljóðandi „þjófsæring“ í aug
lýsingardálki í einu Reykjavík-
urblaðanna:
„Þú, sem stalst malpokanum
í Fossvogi þann 15. Ji. m. frá
piltunum í Stóru-Mörk, með
hangikjöti í og miklu nesti
öðru, og sokkum og dalli með
smjöri, — sendu sem fyrst borg-
un að Stóru-Mörk undir Eyja-
fjöllum. Eg og fleiri vita upp á
hár, hver Jni ert; þú ert ungur
og hefur legið lengi í þjófnaði
en aldrei kömizt upp um þig.
Þú hefur víst verið með að stela
smjörklyfi frá Sighvati í Eyvind-
arholti um hábjarta sumarnótt í
fyrra, og var allt fullt af tjöld-
um þar í kring; og svo hefur Jrú
verið með að stela verskrínunni
með smjöri og kæfu frá Tómasi
á Barkarstöðum fyrir Jireinur ár-
um, og svo á mörgum undan-
förnum árum hefur Jni verið
með að stela heilum klyfjum af
kaupstaðarvöru af ferðamönn-
11111 í Árbæ og allt í glóra við
Mosfellssveitarmenn, en Jiar eru
engir þjófar. Þið munið vera
tveir eða þrír í félagi, og eruð
allir svartir og svipillir og ef til
vill tveggja handa járn.
p.t. Reykjavík, 20. sept. 1896.
RangA'ellingur“
SILFURBÚÐIN. SKÓLAVEGI 13
Atvinna.
Blaðið Suðurland.
Viljum róða pilt eða stúlku til afgreiðslustarfa.
HAFNAR6ÚÐIN.
Þeir, sem áhugc hafa á að gerast áskrifendur að blaðinu
SUÐURLAND, hringi í síma 1344.
Ú tgerðarmenn!
■Bifreiðaeigendur! Takið eftir.
rafgeymasala.
Rafgeymahleðsla.
opið alla virka daga frá kl. 13 til 23.
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR. FAXASTIG 27
Simar 1281 og 2181.
ÍÓskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum )
GLEÐILEGS NÝÁRS! |
IÞökkum viðskiptin á liðnum árum. )
NÝJA KOMPANÍIÐ.
• )
Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum )
/ GLEÐILEGS NÝÁRS!
) Þökkum viðskiptin á liðnum árum. )
/ Rakarastofa Einars Þorsteinssonar. )