Fylkir - 23.12.1963, Síða 10
10
JÓLÁ- OG ÁRAMÓTABLAÐ FYLKIS 1963
AÐEINS BRÉFMIÐI
SVERRE SEIMS SEGIR FRÁ
Ótrúlega hlýtur það að láta
í eyrum, en hér er um að ræða
lítinn blaðsnepil frá Jesú. Síðan
ég' eignaðist hann skil ég hann
aldrei við mig. Ég geymi hann í
bók sem ég nota mikið heima
og hef með mér á öllum mínum
ferðalogum.
Furðulegt að Jesú skuli nota
blaðsnepil af svona lélegri teg-
und! Sýnilegt er að hann er
rifinn af stærra blaði, því aðeins
tveir kantar hans eru skornir
beinir. Skriftin er einnig í lak-
asta lagi til að vera á blaði frá
Jesú. Undarlegt að hann skuli
ekki nota gullbryddan viðhafnar
pappír með skrautletri! Það gæti
hann vafalaust notað, þó að
hann gerði það ekki í þetta
skipti. En örugglega var bréfið
frá Jesú. Það er bjargföst sann-
færing fyrsta móttakanda og
sönruleiðis þess, sem nú varð-
veitir það sem dýrgrip. Hér er
svo sagan: Einföld, hversdags-
leg og á vafalaust margar hlið-
stæður.
Mamrna var ákaflega niður-
brotin. Allt var svo dimmt og
erfitt — í !iuga hennar og um-
hverfis liana. Hún átti mörg
börn. Eitt þeirra var Jóhannes.
Hann tók eftir hugarangri móð-
ur sinnar. Oft renndi liann aug-
um til liennar. Það var eins og
hjarta hans sviði við að horfa
á mömmu. ITugsanir litla drengs
ins veit víst enginn, nema Guð.
En árangur heilabrota lians
átti eftir að verða augljós.
Altur kom einn af þessum
ógnþrungnu dögum. Sorgir og
áhyggjur huldu himininn.
Hjarta mömmu titraði og
þung tár hrundu niður kinnar
liennar meðan lnin reyndi að
Ijúka heimilsstörfunum, sem
mest voru aðkallandi.
Jóhannes livarf um stund.
Hún veitti því varla athygli.
Hún hafði nóg, já meira en nóg
með sjálfa sig og sínar þungu
byrðar.
Þá kom liann aftur inn.
„Mamma, ég er með nokkuð
handa þér, en aðeins þér. Það
er leyndarmál, sem þú mátt
engum segja.”
Mamma lofaði því, og spurði
hvað þetta væri. ,,Það er aðeins
bréfmiði frá Jesú,” svaraði Jó-
liannes.
Mamma tók miðann. Velktur
var hann. Skriftin var ekki sem
fegurst, en hún þekkti hana. Og
hvað stóð svo á miðanum?
Með barnaskrift, sem bar öll
einkenni byrjandans var skrif-
að þetta: „þekktu vers, sem hef-
ur borið svo mörgu sundur-
krömdu hjarta himneska hugg-
un”.
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg.
Það allt, er áttu í vonum,
og allt er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað stormaher.
Hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
Mannna las, og meðan hún
las, fór þessi gamli sálmur að
óma í hjarta liennar. Frelsarinn
sjálfur kom á ný inn í heimili
hennar og lijarta.
Þá lærði hún á ný „ hina
heilögu kastíþrótt” þessa undur-
samlegu íþrótt, sem svo nauð-
synlegt er að kunna, þegar á-
hyggjustormarnir dynja yfir:
„Varpið allri áhyggju yðar upp
á Guð, því að hann ber um-
hyggju fyrir yður” Þannig
hafði Jóhannes litli orðið bréf-
beri fyrir Guð. Sjálfur gat hann
ekki skilið hvernig versið á þess-
um lélega bréfmiða gat komið
slíkri gjörbreytingu til leiðar.
Nokkrum tíma síðar barst
bréfið til mín, og mér var sagt
frá atburðum þeim, sem hér
eru greindir. Bréfmiðinn var
þar einnig. Ég fékk að lesa
barnsskriftina. lesa versið, senr
ég hafði í bernsku lært, en sem
ytri og innri sorgir voru að af-
má úr vitund minni. Ég var
einnig að gleyma „heilögu kast-
íþróttinni”. En nú rifjaðist hún
upp að nýju að tilhlutan bréf-
bera Jesú, sem bar nafnið Jó-
hannes.
Það var náð frá Guði. En
nafnið Jóhannes merkir: Guð
er náðugur.
En á blaðinu — þessu blessaða
blaði frá Jesú, stóð ofurlítið
meira.
Hvort drengurinn hafði eitt-
hvað sérstakt í huga með því,
sem hann skrifaði á bakhlið
blaðsins, er mér ókunnugt. Það
skiptir heldur ekki máli. Áreið-
anlega hafði Jesú sinn tilgang
með því, bæði fyrir móðurina
og fyrir mig, það er ég sann-
færður um.
Þar stóð þetta:
Ég vil Jesú þökk þér bera
jólabarn í tötra klætt
til þess síðan þjónn að vera
þjáðri sekri Adamsætt.
Annað stóð ekki á blaðinu. En
þetta var einmitt nákvæmlega
nóg. Sorgir, áhyggjur og sjálfs-
ásakanir geta verið margar og
blýþungar. En EIN sorg, EIN
áhyggja er öllum öðrum þyngri.
Það er sárasta andvarp hjarta
glataðs, syndugs manns: „Mín
synd, mín synd.” „Ég aumur
maður”. Farðu frá mér því ég
er syndugur maður” Vei mér,
það er úti um mig.”
í þessu svartnætti, gegnunr
alla kveinstafi, hljómar frá
himninum af vörum allra þeirra
sem bera boð Guðs: „Komið til
mín allir þér, sem erfiðið og
eruð þunga hlaðnir.” Eða eins
og á bréfmiðanum stóð, sem
barnshöndin rétti: „Á hendur
fel þú honum, sem himna stýr-
ir borg.
Sjáið barnið í jötunni.
Sjáið hendurnar sem útbreidd
ar eru á tré bölvunarinnar og
sem negldu skuldabréfið á
krossinn. í þessum höndum er
bréf til okkar allra: Fagnaðar-
erindið. Og reynslan varð sú að
þegar öllum sorgum og áhyggj-
um var varpað á hann — Guðs
lambið — þá fæddist lofgjörðin
í hjartanu.
Vera má að drengurinn litli
hafi þrátt fyrir allt, haft eitt-
hvað ákveðið í huga með þakk-
arorðunum aftan á miðanum.
Örugglega hafði Guð það.
Þannig var þessi litla einfalda
saga um bréfmiðann, sem með
orðum sínum vakti lofgjörð-
ina á ný. Það er sannleikur að
Guð notar hvað sem hann vill
og hvenær sem hann vill, til
þess að miðla blessun sinni til
mannanna.
S. B. þýddi.
EIMSKIP
óskor öilum landsmönnum
gæfuríks komandi árs
EIMSKI PAFÉLAG ISLANDS
Pósthússtræti 2. — Sími 19460 (15 línur).
Sendi öllum mínar beztu óskir um
gleðilegt nýár
með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
JÓN HJALTASON
hæstaréttarlögmaður.