Fylkir


Fylkir - 20.05.1978, Blaðsíða 2

Fylkir - 20.05.1978, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Ritnefnd: Sigurður Jónsson (áb) Magnús Jónasson Steingrímur Arnar Afgr. og augl.: Páll Schaving Símar 1344 og 1129 Otgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Offsetprentun: Prentsmiðjan Eyrún h.f. Kjósum starfandi sjómann í bæjarstjóm Langt er síðan sjómannastéttin hefur átt fulltrúa í bæjarstjórn hér í Eyjum. Sighvatur heitinn Bjarnason, skipstjóri, var síðastí málsvari starfandi sjómanna, en hann sat um langt árabil í bæjar- og hafnarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Hann reyndist að allra dómi, sem til þekktu, far- sæll og ráðhollur fulltrúi og var mikils um vert að njóta reynslu hans, áhuga og áræðis við framkvæmd bæjar- og hafnarmála. Bar hann alla tíð sérstaklega fyrir brjósti hagsmuna- og öryggismál sjómanna. Ekkert er eðlilegra í fiskibæ, þar sem allt snýst um fiskveiðar og sjósókn og höfnin er lífæðin, sem allur þróttur samfélagsins steymir um, en að starfandi sjó- maður eigi sæti í bæjarstjórn. Sjómenn, á ný býður Sjálfstæðisflokkurinn ykkur tækifæri til beinna áhrifa á stjórn bæjarmála og til að láta rödd ykkar hljóma í bæjarstjórninni. Tryggið með atkvæði ykkar Sigurgeiri Ólafssyni, stýrimanni, öruggt sæti í bæjarstjórn og kjósið ykkur þar með ódeigan málsvara um ókomin ár. Hundsið lúmskan áróður vinstri manna um, að sjó- maðurinn geti ekki skilað fullum hlut í stjórn bæjar- mála atvinnu sinnar vegna. Enginn skal gjalda starfs síns, þótt krefjandi og erfitt sé. Mætið aliir á kjörstað annan sunnudag og kjósið Sigga Vídó í bæjarstjórn, starfandi sjómann, sem skilur og veit hvar skórinn kreppir að hagsmunum ykkar og málefnum. YFIRKJÖRSTJÓRN í SUÐURLANDSKJÖRDÆMI TILKYNNIR: Við Alþingiskosningar 25. júní 1978, verður aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördegi, í íélags- heimilinu á Hvolsvelli og fer þar fram talning atkvæða, að lokinni kosningu. Framboðslista ber að afhenda formanni yfirkjörstjórnar, Kristjáni Torfasyni, bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum, eigi síðar en mið- vikudaginn 24. maí 1978. Framboð verða úrskurðuð, fimmtudaginn 25. maí 1978, kl. 16,00, á fundi yfirkjörstjórnar í féiagsheimilinu á Hvolsvelli. YFIRKJÖRSTJÖRNIN í SUÐURLANDSKJÖRDÆMI Kristján Torfason, Páll Hallgrímsson, Pálmi Eyjólfsson, Hjalti Þorvarðarson, Jakob Hafsteen- HAGSMUNAMÁL Framhald af 1. síðu dreifikerfið. í þerri skýrsiu, er getið er hér að framan frá R. H. kemur ennig fram, að sú orka sem við höfum í hraun inu er 140 föld miðað við árs- grundvöll okkar til húshitun. ar allra íbúða hér í bæ. Því er augljóst mál, að ekki er þörf á olíukyndistöðvum næstu ár- in, enda trúlega c ínur orka þá nærtækari en olía, má þar nefna rafmagn rrjað tilkomu nýja rafstrengsins, ellegar möguleikar á djúpborun eftir heitu vatni. Vísindamc.in telja þá leið líklega til árangurs. Polir enpa hið. Ef við lítum fram til næstu verkefna, sem bíða næstu bæj- arstjðrnar, bera mýmörg mál ofarlega á lista, sem öll eru brýn verkefni, má þar telja: n albikun, hafnar. og upp- græðsluframkvæmdir einna efstar. Pó er það HRAUNHITAVEIT AN, sem þolir alls enga bið, vegna sinnar sérstöðu og má þar endalaust upp telja ótal ástæður, svo sem: Tímann, sem takmarkar end- ingu hitans í hrauninu. Arðvænlegan rekstur, veg.ia ódýrra orkugjafa. Þá stefnuyfirlýsingu stjórn- valda um að hitasvæði skuli hafa forgang. Pá staðreynd um verulega lækkun húskyndingarkostnað- ar. Lækkun kyndikosnaðar þýð- ir tekjubót til handa öllum taæjarbúurr. Því munum við frambjóð end- ur D-listans leggja þunga á- herslu á þetta mál, hvar í stétt sem við stöndum, til sjós eða lands, því þetta mál, hraun- hitaveitan, mun færa okkur næstum því (eins og Eyjablað- ið segir) ALLT FYRIR EKK- ERT. J FRAMBOÐSFUNDUR Haldinn verdur almennur frambodsfundur fimmtudaginn 25. maí n.k. í Samkomuhúsi Vestmannaeyja kl. 20.30. Útvarpad verdur frá fundinum á midbylgju 1510 k rid/sek (198,7m). Skorad er á væntanlega kjósendur ad mæta vel og tímanlega. BÆJARSTJÓRINN í VESTMANNAEYJUM

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.