Fylkir


Fylkir - 20.05.1978, Blaðsíða 4

Fylkir - 20.05.1978, Blaðsíða 4
FYLKIR UPP MEÐ SKIPALYFTUNA Skipalyfta:i er mál allra flokka í þessum kosningum og fagna fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins því og talja það skapa vonir um að samstaða náist um að framkvæmdir hefj. ist, en harma þann drátt, er á hefur orðið. Hverjum sá drátt- ur er að kenna, skal ekki rætt hér, heldur bent á :iauðsyn þess að byggingu skipalyftunn- ar verði hraðað svo sem kost- ur er á. f dag er hægt að taka hér á land, með sæmilegu móti, skip af stærðinni 120—150 rúmlest- ir. Héðan eru gerðir út fjórir skuttogarar og líkur á að þeim fjölgi, og f.jöldi báta yfir 150 rúmlestir. Öll þessi skip þurfa að sækja til annarra hafna, til botnhrei.isunar og venjulegs viðhalds. Á svæðinu frá Neskaupstað til Njarðvíkur er engin drátt- arbraut, sem getur tekið á land skip fyrir ofan áðurnefnd stærðarmörk. Nú þegar er farið að draga úr byggingu íbúðarhúsa hér í Eyjun, eftir þá miklu upp- byggingu sem hófst í goslok. Er því fyrirsjáanlegt, að mikill fjölda úrvals iðnaðarmanna, er unnið hefur að uppbyggingunni, mun skorta verkefni á næstu mánuðum og árum. Þeir iðn- aðarmenn, sem unnið hafa að viðgerð og viðhaldsstörfum fyr. ir íslenska fiskiskipaflotann hér í Eyjum á undanförnum áratugum hafa aflað sér verð- skuldað traust fyrir hæfni, og munu laða hi'igað skip þegar skipalyftan tekur til starfa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins gera sér fyllilega Ijóst að uppsetning og rekstur skipa^- lyftunnar er fjárfrekt fyritæki og þarf því að koma fleira til en stór orð. Krafa okkar er að stjóro- völd sýni í verki skilning á nauðsyn þess að fjármagna uppbyggingu skipalyftunnar, svo hún komi sem fyrst að þeim noturr, sem til er ætlast. Okkur er fyllilega ljóst að áður en uppsetning lyftunnar hefst, þarf að liggja fyrir rekstrarfyrirkomulag cg rekstr raðild hi-ma einstöku fyirtækja sem hyggja á rekstur lyftunn- ar. Rekstur lyftunnar í framtíð- inni hlýtur að markast mikið af því, hvernig tekst til í byrj- un. Uppbygging á svæði lyft- unnar getur orðið með því móti annars vegar að ei.istök fyrir- tæki byggi þar upp starfsemi sína, eða um lyftuna nyndist öflugt fyrirtæki, þar sem reynt verður að koma sem flestu undir sama þak. Ekki verður lagður dómur á það í þessari grein hvort fyrirkomulagið sé heppilegra, en ekki fer á milli mála að mjög náin san.vinna fyrirtækja'ma sem hyggja á uppbyggingu á svæðinu, er grundvallar forsenda þess að vel takist til með rekstur skipa. lyftunnar. Nýsmíði mun, ef vel tekst til, verða stór þáttur í rekstri skipalyftunnar, auk viðhalds og viðgerða, og mun skipalyftan og fyrirtæki tengd henni, taka á móti fjölda iðnaðarmanna á næstu árum. Uppsetning skipalyftunnar er rr.ál, sem enga bið þolir lengur, og verður að koma hreyfingu á málið hið fyrsta. Að því nunu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins vinna. Nauðsynlegt er að skipalyftunni verði komið upp sem fyrst STARFSVÖLLUR Nokkur undanfarin ár hefur Vinnuskólinn starf- að fyrir börn á aldrinum 10 — 12 ár. En fyrir börn á aldri fyrir neðan (6—9) hefur ekkert sérstakt verið hugsað um af hálfu bæjaryfirvalda. í nokkr- um kaupstöðum landsins t. d. Kópavogi, hefur verið komið upp skemmtilegri aðstöðu fyrir þessa ungu aldurshópa, svokölluðum starfsvelli. Þar fá börnin leiðsögn við að smíða heil þorp úr ódýru efni, sem til fellur. Hér er ekki um stórkostleg útgjöld Bæjarsjóðs að ræða (einn umsjónarmaður) en myndi veita ungum bæjarbúum mikla ánægju. SJÁFVIRKIR BÍLSKÚRSHURÐAOPNARAR Höfum fyrirliggjandi GENIE sjálfvirka bílskúrshuðaopnara. — Eins árs ábyrgð. — Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. Pað kostar ekkert að kynnast þessari nýju tækni. — Sláðu á þráðinn. SIMI 1510

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.