Fylkir


Fylkir - 20.05.1978, Blaðsíða 5

Fylkir - 20.05.1978, Blaðsíða 5
FYLKIR IÞROTTIR IÞR> ÍÞRÓTTIR ÍÞR< ÍÞRÓTTIR ÍÞR Í.B.V. - VÍKINGUR S.l. laugardag fór hér fram í Eyjum fyrsti leikurinn í 1. deild Islandsmötsins í knattspyrnu. Mikikk byrjunarbragur var yfir leiknum og ekki rismikil knattspyrna sem lidin sýndu. Þar voru langar spyrnur og mikil vinnsla adaleinkenni, en ekki samspil og nettleiki sem fyrir augu áhorfenda bar. Fyrri hálfleikur var lítid til þess ad hrópa húrra fyrir. Boltinn yf- irleitt á midjunni eda reynt ad senda háa bolta inn yfir vörn- ina, en án árangurs því varn- armenn beggja Iida áttu audvelt med ad ná þeim sendingum. I seinni hálfleik fannst mér adeins lifna yfir Eyjamönnum en svo kom reidarslagid á 14. mín. þegar Víkingarnir skor- udu sitt fyrra mark. Mörgum fannst vondur fnikur af þessu marki, Víkingurinn hafdi ad skjóta föstu skoti sem hafnadi út vid stöng, en menn héldu ad Ársæll og Einar hefdu haft ad bjarga markinu. En viti menn, línuvördurinn stód kyrr og veifadi þar til ad dómarinn hljóp til hans og rádfærdi sig um' málid med þeim afleidingum ad hann dæmdi mark. Strákarnir sögdu mér eftir leikinn ad boltinn hefdi verid kominn inn fyrir línuna. Vid þetta hitnadi mörgum í hamsi og ekki linnti því vid seinna mark Víkings, sem ég held ad hafi verid púra rangstada, en hvorki dómari né línuvördur sáu neitt athugavert vid þad. En þarna voru hvorki leikmenn né áhorfendur á sama máli. Hár bolti var gefinn inn fyrir vörn Í.B.V., en þar var einn Víkingur og ód hann um- svifalaust áfram, en varnar- menn okkar stódu eftir og bidu eftir flautunni sem aldrei kom og mark var þad. Rétt fyrir leikslok fengu svo heimamenn dæmda vítaspyrnu í sárabót, en Sigurlás klúdradi henni. Bestu menn okkar í þessum leik voru tvímælalaust Örn og Óskar qg er nú bara spurningin hvort Óli komist aftur í lidid þegar hann kemur heim frá Spáni. ÁHORFENDUR Ljótt var ad sjá framkomuna hjá áhorfendum þennan dag. Ad rádast á starfsmenn leiksins þó þeir séu þeim ekki sammála er alveg forkastanlegt. Þetta tiltæki getur kostad Í.B.V.- lidid heimaleik eda leiki og er þad hlutur sem vid megum ekki vid, hvorki peningalega séd né ánægjunnar vegna. Verdur þetta líka ægilegur álitshnekkir fyrir okkur útávid. S.J.Ó.V.E. S.l. laugardag og sunnudag fór fram hér alþjódlegt sjó- stangveidimót á vegum Sjó- stangveidifél. Vestm.eyja. Þótti mót þetta takast í alla stadi mjög vel og nokkud vel fiskad. Þátttakendur létu úr höfn kl. 6 árd. báda dagana á 6 bátum. (Sævari, Kristbjörgu Sveinsd., Skuld, Árntý, Gylfa og Ödl- ing). Heim áttu svo allir ad vera komnir fyrir kl. 14.00 e.h. med allan fisk adgerdann og radad- ann í'kassa. Margt var spjallad og skrafad eins og gengur, en allt spjall kúventist þegar frétt- ist ad Jón Ögmundsson væri búinn ad draga tæplega 50 kg.^ lúdu og hefdi adeins verid 20 mín. ad draga hana. Og aud- vitad var þetta stærsti fiskur mótsins. Aflahæsti einstaklingur mótsins var Óskar Jónsson, Akureyri, 2. Karl Jörundsson, Akureyri, 3. Sigurdur Sigurds- son, Vestm.eyjum, 4. Arnþór Sigurdsson, Vestm.eyjum. Aflahæsta sveitin vard Akureyrarsveitin, 2. sveit Arnþórs Sigurdssonar (Arnþór Sigurdsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Georg Kristjánsson og Hjálmar Eidsson) 3. sveit Sveins Jónssonar (Bogi Sigurdsson, Halldór Pálsson, Sveinn Jónsson og Jón ögmundsson). NU I VORBLIÐUNNI EIGUM VIÐ FYRIR BÍLINN: Þvottakústa. Sápustauta. Hreinsibón. Bón, nokkrar gerðir. Rúdufægilög. Sætahreinsara. Ilmspjöld. O.m.m.fl. BÍLASTÖÐIN verslun. x-D Fylkir hrósar ekki Sjálfstædismönnum ein- göngu fyrir ad hefja endurbyggingu Frídar- hafnarbryggjunnar, eins og haldid er fram í síd- ustu Braut, heldur einnig fyrir framkvæmdir og forystu ad kaupum á Herjólfi, Kaupum á Lódsinum, byggingu Nausthamarsbryggju, byggingu Sjúkrahússins, stofnun Náttúrugripasafnsins, stofnun Styrimannaskól- ans og Vélskólans, kaup- um á malbikunartækjum, sem enn eru í fullu gildi, malbikun gatnakerfis bæjarins, kaupum á íþróttamidstödinni, stofnun B.Á.V., sam- keppni um Midbæjar- skipulagid, kaupin á telescope-húsunum, sem leystu úr brýnum vanda og voru hugsud sem brádabirgdarlausn, vid- bygging Barnaskólans. Ennfremur má nefna, ad Sjálfstædismenn beittu sér fyrir útvegun fjármagns til tUrauna- hitaveitu, sem var fors- enda fyrir áframhaldandi framkvæmdum. Frá Slysavarnafélagi íslands / tilefni 50 ára afmælis Slysavarnarfélags Islands hefur félagiá gefiá út veggplatta úr postulíni, sem unnin er hjá Bing & Gröndal í Kaupmannahófn; handmáladan og hinn fegursta grip. Plattinn er til sölu í Kaup- félagi Vestmannaeyja og hjá Eykyndilskonunum: Gydu Steingrímsdóttur, Hoffelli, sími 1806 Eygló Einarsdóttur, Faxastíg39, s: 1620 Jórunni Helgadóttur, Dverghamri 30, s: 1299 Rósu Magnúsdóttur, Brekkugötu 9, s: 1340 Gerdi Sigurdardóttur, Brimhólabr. 30, s: 1289. Verdplattans er kr. 5.000. ERLEND AÐSTOÐ Fyrir nokkru var tekid fyrir í bœjarrádi erindifrá kosningastjóra Alþýdu- bandalagsins, Birni Bergssyni, kennara, þess efnis ad kœra inná kjör- skrá 10 útlendinga, sem hér dvelja. Bœjarrád synjadi er- indi kosningastjórans. 7AF67. Á sídasta bœjarstjórn- arfundi komþadfram, ad Gardar Sigurdsson, sem hefur jafnframt þing- mennsku verid bæjar- fulltrúi, mœtti á 7 bœjar- stjórnarfundum á kjör- tímabilinu. Er hér senni- lega fundin skýringin á þvíhve G.S. hefur oft lítid verid inní bœjarmálun- um. Og svo geta menn verid ad tala um, ad ekki sé hægt ad kjósa sjómann í bæjarstjórn, þar sem þeir geti aldrei mœtt. Efáhugi er fyrir hendi á bœjar- málum, geta menn mætt miklu betur en þing- madurinn, hvada starf sem þeir stunda. ÓSKALISTI HERMANNS Flokkur allra alls- stadar œtladi ad bjóda fram til bœjarstjórnar- kosninga, en fékk ekki menn nema í 4 fyrstu sætin, þannig ad ekkert verd adframbodi. Birtast þau úrslit flokksmanna listans allra fjögurra hér: 1. Hermann Einarsson 2. Ingimundur Einarsson 3. Geirmundur Einarsson 4. Jónmundur Einarsson. x-D Nemendur úr 0. bekk Rarnaskólans hafa undanfarin ár málað nokkra stóra veggi í bænum. — í síðustu viku tóku nemcndurnir að sér að myndskreyta vegginn á nýbyggingu ísfélagsins. Unnu þeir undir stjórn kennara síns, Sigurfinns Sigurfinnssonar. — Neméndur úr fi- bekk eru nú um þessa helgi í skólaferðalagi í Borgar- í'irði. — Er ánægjulegt að sjá þetta framtak unga fólks- ins við að fegra bæinn okkar.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.