Fylkir


Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 3

Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Líklega er engin frásaga guðspjallanna eins vel þekkt eins og frásögn Lúkasar af því þegar María og Jósef tóku sig upp frá Nazaret og héldu upp til Betlehem, þarsem María fœddi sveinbarn og lagði íjötu. Pessi gamla saga verður avaflt ný á hverjum jólum þegar kristnir menn minnast fœð- ingar frelsarans. Upphaf Jóhannesarguðspjalls fjallar einnig um komu Krists í heiminn. Þar segir: „Orðið varð hold”. Aðeinsþrjú orð og þó er allt fagnaðarerindi jólanna í raun og sannleika fólgið í þessum þremur orð- um. Undarlegt hvað menn geta stundum verið gagnorðir, hvað þeirgeta sagtmikið í fáum orðum. Slíkt er ekki öllum gefið, slíkt er mikil náðargáfa og slíkri náðargáfu var lœri- sveinninn og guðspjallamaðurinn Jóhann- es gœddur í ríkum mœli. „Orðið varð hold”. Hvað felst íþessu? Ekkert minna en það, að heilagur Guð, skapari himins og jarðar, hafi gerstmaður. Komið til okkar mannanna í Jesú frá Nazaret, Drottni vorum ogfrelsara. Hann lifði mitt á meðal okkar sem sýnilegur veruleiki á ákveðnu tímabili mannkyns- sögunnar. Pannig kaus drottinn að mæta manninum á veginum. Á vegferð manns- ins. Hann tók þált í gleði hans og sorg. Hann fagnaði og gladdist með brúð- hjónunum í Kane ogfann til með syrgjandi ekkju, sem hafði misst einkason sinn. Og hvert sem hann fór, fœrði hann með sér birtu ogyl. Hann gaf vonlausum nýja von. Hann huggaði syrgjendur og læknaði sjúka. Og vegfarendur spurðu undrandi: Hver erþessi maður? $ímon Pétur svaraði: Þú ert Kristur sonur hins lifandi Guðs. „Orðið varð hold”. Guð gerðist maður. Aldrei hefur mikilfenglegri boðskapur verið fluttur mannkyninu, en einmitt þessi. Um þennan boðskap er auðvitað hægt að flytja langt mál. En kjarni þess boðskapar er og verður þó ávallt þessi: „ Orðið varð hold”. Skiljum viðþetta? Umþað er ekki spurt og ekki er pess heiaur krajist. Engillinn sem helgri jólanótt flutti fjárhirðunum boð skapinn um fæðingu frelsarans, spurði þá ekki hvortþeir hefðu skilið það, sem hann sagði við þá, heldur sagði aðeins: „ Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.” Og hann gafþessum mönnum ekki annað til marks um sannindi þessa leyndardóms en þetta: „Pér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.” Og þegar hann, er þar hvíldi sem lítið og hjálparvana barn, var orðinn fulltíða maður og tekinn til starfa meðal þjóðar sinnar, þá spurði hann hvorki lærisveina sína né aðra: Skiljið þig mig? Heldur sagði hann: „Trúið mér. Fylgið mér, því að ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. ” Við ruddum okkur ekki braut til Guðs. Hann opnaði okkur veginn til sín, með því að koma sjálfur til okkar í Jesú Kristi. Hann gerðist maður okkar vegna til þess að við gætum þekkt hann. Þekkt kærleika hans, miskunn hans, hjálprœði og náð í lífi og starfi Drottins okkar og frelsara, Jesú Kristi, sem var og er eitt í vilja og verki með föðurnum. Og allt er þetta fólgið í þessum þremur orðum guðspjallamannsins Jó- hannesar: „Orðið varð hold.” Staldraðu við þessi orð. Hugsaðu um þau. Reyndu að gera þér grein fyrir hvað þau eru dýrmœt hverjum þeim sem trúir. Gáðu að því hvaða þýðingu þau hafafyrir þig. Kristur spyr þig ekki um það hvortþú skiljir Guðs náð. Hann spyr hvortþú trúir. Og ef þú getur sagt af trúarsannfœringu: Þú ert Kristur sonur hins lifandi Guðs þá eru jólin innileg gleðihátíð. Hinn eini, lifandi og sanni Guð hefur vitjað þín og mín og allra manna í Jesú Kristi, og rétt okkur sína mildu og máttugu hönd í honum. Guðspjallamaðurinn undirstrikar það enn betur, þegar hann lýkur versinu, sem þessi margnefndu þrjú orð eru tekin úr, því að þar stendur: „Og hann bjó með oss fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður.” Um leið og kirkjan minnist fæðingar frelsarans á jólum þá vitnar hún kröftug- lega um að hann lifir enn í dag. Kristur lifir og vill mæta þér á veginum. A sama hátt og áður vill hann fœra vonlausum von, hugga syrgendur og lækna sjúka. Hann vill gera það með því að opna augu þín og hjarta til trúar á orðin: „Orðið varð hold.” Guð gefi þér gleðileg jól. 7

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.