Fylkir


Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 13

Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 13
FYLKJR 13 r \ INGÓLFUR JÓNSSON fyrrverandi ráðherra og alþingismaður. Ingólfur Jónsson fyrrverandi ráðherra og alþingismaður er öllum landsmönnum að góðu kunnur eftir áratuga störf í þágu lands og þjóðar á Alþingi Islendinga og í ríkisstjórn. bem kunnugt er, var hann einn þeirra þingmanna, sem létu af þingmennsku á s.l. vori. Ingólfur Jónsson hafði þá setið á Alþingi samfleytt í 36 ár eða á 40 þingum, en fýrst var Ingólf- ur kjörinn á Alþingi vorið 1942 sem þingmaður Rangæinga. Hann var síðan þingmaður Rangæinga frá 1942 til 1959, en við kjördæmabreytinguna 1959 varð hann 1. þingmaður Suðurlandskjördæmis og hafði eftir það bein afskipti af mál- efnum Vestmanneyinga, sem einn af fulltrúum þeirra á Al- þingi. Stjómmálaferill Ingólfs Jónssonar hefur verið óvenju glæsilegur. Hann lét ávallt til sín taka á Alþingi og naut ó- skipts trausts samherja sem andstæðinga. Þeim málum var vel borgið, sem Ingólfur tók að sér. Hann var viðskipta- og iðnaðarmálaráðherra 1953- 1956 í ráðuneyti Ólafs Thors og fór jafnframt með heilbrigð- is- og flugmál. Aftur tók Ingólfur sæti ráðherra í við- reisnarstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem var skip- uð hinn 20. nóvember 1959 undir forsæti Ólafs Thors, en frá 14. nóvember 1963 undir forsæti Bjama heitins Bene- diktssonar, þar til hann and- aðist á sviplegan hátt í júlí 1970, og síðan Jó- hanns Hafsteins fram á mitt sumar 1971, er vinstri stjóm Ólafs Jóhannessonar tók við. Hinn langa og farsæla stjóm- arferil viðreisnarstjómarinnar gegndi Ingólfur allan tímann embætti landbúnaðar- og sam- gönguráðherra, en var jafn- framt orkumálaráðherra fram til ársins 1970. Ingólfur Jónsson var atkvæðamikill ráðherra og farsæl stjóm hans í landbúnaðarmálum og velvilji í garð bænda var slíkur, að rót- grónir framsóknarmenn vissu varla hvaðan vindur blés. Allir, hvar í flokki sem þeir stóðu, viðurkenndu mikilhæfni Ingólfs í þessu embætti. Þama fékkst Ingólfur við mál, sem hann gjörþekkir. Ingólfur Jónsson er fæddur 15. mai 1909, sonur Jóns bónda í Bjóluhjáleigu í Djúp- árhreppi, síðar að Hrafnatóft- um, Jónssonar og konu hans önnu Guðmundsdóttur, og vann öll sín æsku- og uppvaxt- arár við öll algeng störf, er til féllu í sveit. Árið 1935, 26 ára að aldri, varð hann fram- kvæmdastjóri Kaupfélagsins Þórs á Hellu, sem hafði þá þegar og hefur alla tíð síðan haft mikil viðskipti við sveit- imar í kring og útibú víða í sveitunum á Suðurlandi. Hefur Ingólfur átt ómældan þátt í glæsilegri uppbyggingu kaup- túnsins á Hellu og er oftast kenndur við staðinn. í huga fólksins í sveitum Suðurlands er aðeins til einn Ingólfur á Hellu. Á ámm viðreisnar- stjómarinnar var þannig staðið að samgöngumálum, að fram- tíðarstefna var mörkuð í veg- agerð með lagningu varanlegra vega á íslandi, má hér nefna Keflavíkurveginn og nýjan veg lagðan olíumöl frá Reykjavík og austur yfir Hellisheiði. Mikil endumýjun brúa varð einnig á Suðurlandi og víðar um landið í ráðherratíð Ingólfs, vegakerfi Vestfjarða um erfiða fjallvegi var gjörbreytt og það endur- bætt, en á Norðurlandi vom Strákagöng á Siglufjarðarvegi byggð og tekin í notkun haustið 1967 (10. nóv.) í orkumálum voru unnin stórvirki. Fram- kvæmdir við Búrfellsvirkjun (210 þús. K.W. virkjun) hófust árið 1966, en í september- mánuði 1969 hófst þar raf- orkuframleiðsla. Álverið í Straumsvík tók til starfa 1. júlí 1969 og óx starfsemi þess jafnt og þétt næstu árin. En þess má t.d. geta, sem of sjaldan er nefnt, að undanfarin ár hefur útflutningur áls frá Álverk- smiðjunni í Straumsvík verið ein af styrkustu stoðum gjald- eyrisöflunar landsmanna. Frá því Álverið tók til starfa um mitt sumar 1969. Til ársloka 1977 hafði verksmiðjan skilað íslendingum 35 milijörðum í erlendum gjaldeyri miðað við gengi gjaldeyris í desember 1977, auk þess veitir álfram- leiðslan fiölda manns atvinnu, /-----------------------------------------------^ íslendingum öryggi í raforku- framleiðslu, og Hafnarfjarð- arbæ þar sem verksmiðjan er í sveit miklar tekjur. í haust voru mjög athyglis- verðar fréttir í fjölmiðlum um frekari nýtingu vikurs til ein- angrunar húsa en verið hefur, ennfremur voru reifaðar hug- myndir um væntanlega flutn- inga á þessu efni til útlanda beint frá suðurströnd landsins í skip, sem lægi utan við sand- ^ana, og yrði efninu blásið um borð í skipið frá landi eftir sérstökum leiðslum. Ingólfur Jónsson er einn aðalhvata- maður að því að reyna að hrinda í framkvæmd þessum hugmyndum, sem geta orðið mikil lyftistöng fyrir útflutn- ingsverslun landsins og tryggt atvinnuöryggi á Suðurlandi. Eftir kjördæmaskipunina 1959, er Ingólfur Jónsson varð 1. þingmaður Suðurlands- kjördæmis, urðu samskipti hans og Vestmanneyinga sem fyrr segir mun nánari og tíðari en áður var. Öll voru þau á sama veg, einkenndust af festu og heiðarleika; staðið var við gefin loforð og unnið markvisst en hávaðalaust að umbótamál- um kjördæmisins; í Vest- mannaeyjum var það meðal annars á sviði flugvallargerðar og kom ný þverbraut á Vest- mannaeyjaflugvöll í ráðherra- tíð Ingólfs. Einnig var unnið að byggingu hins nýja sjúkrahúss, lagningu rafstrengsins og vatnsleiðslna ofan af fastalandi, sem gjörbreytti búsetuskil- yrðum í Vestmannaeyjum; öll þessi verkefni hefðu orðið bæjarfélaginu erfiðari, ef ekki hefði notið nokkurs stuðnings ríkis og skilnings ráðherra á þörf framkvæmdai I eldgosinu reyndist Ingóliur Eyjamönnum, beint og óbeint, framúrskarandi vel, um það veit ég góð dæmi. í tilefni þess, að Ingólfur Jónsson hefur nú látið af þingmennsku vildi Fylkir, blað Sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum, minnast starfa hans um leið Vestmann- eyingar og þá einkum Sjálf- stæðismehn þakka honum vel unnin störf á liðnum árum. Hjá Ingólfi á Hellu liggja gamlar taugar til Vestmanna- eyja, en hann var vertíðar- maður í Vestmannaeyjum á yngri árum, eins og títt var um unga bændasyni úr nágranna- sveitunum hér fyrrum. Hann var tvær vetrarverfíðir, á ár- unum 1930 og 1931, háseti á Garðari VE 243 með Illuga Hjörtþórssyni og Gesti Guðjónssyni úr Þykkvabæ. Garðar VE 243 var 12 tonna kútterbyggður bátur, oftast nefndur „Múla-Garðar”, en feðgarnir á Múla áttu hálfan bátinn. Það hefi ég heyrt Ingólf segja, að þessar 2 ver- tíðir í Vestmannaeyjum hafi verið honum sérstaklega mikils virði síðar á ævinni- það hafi verið ómetanlegt að hafa af eigin raun kynnst athafnalífi stærstu verstöðvar landsins og fengið innsýn í störf og líf sjómanna. Sýnir þetta vel hve föstum fótum og jarðbundnum Ingólf- ur hefur ávallt staðið meðal fólksins, sem er í fremstu víglínu við erfið framleiðslu- störf til sjávar og sveita. Ingólfur Jónsson er kvæntur Evu Jónsdóttur, ættaðri frá Árbæ í Holtum. Þau hjón eiga tvö uppkomin börn og eiga nú 6 bamabörn. Vestmanneyingar senda þeim hjónum og fjölskyldu þeirra bestu ámaðaróskir og hátíðarkveðjur með þökk fyrir allt gamalt og gott. ---------------------------------\ Messur í Landakirkju um jól og áramót AÐFANGADAGUR: Aftansöngur kl. 18 Náttsöngur kl. 20.30 JÓLADAGUR: Hátíðarmessa kl. 14.00 ANNAR í JÓLUM: Skírnarmessa kl. 14.00 GAMLÁRSDAGUR: Aftansöngur kl. 18.00 NÝÁRSDAGUR: Hátíðarmessa kl. 14.00 GUÐSÞJÓNUSTUR VERÐA HALDNAR: í kapellu spítalans: Fimmtud. 28. des. kl. 20.30 Hraunbúðum: Gamlársdag kl. 14.00 Foreldrum, sem ætla að færa böm sín til skírnar nú um jólin, er vinsamlega bent á skírnarmessuna. Sóknarprestur

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.