Fylkir


Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 9

Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 9
9 FYLKJR saga þessa máls er rækilega rakin, og vík ég því ekki frekar að þessu hér£ Karl átti sæti í sjávarútvegs- nefnd efri deildar Alþingis 1919. Þá bar nefndin fram frumvarp til laga um land- helgisvamir, sem náði fram að gaöga. Par var Íandsstjómmm heimilað að kaupa eða láta byggja, svo fljótt sem verða mætti, eitt eða fleiri skip til landhelgisvama með ströndum íslands. Landsstjómin neytti ekki þessarar heimildar. En þá gripu Vestmanneying- ar til sinna ráða undir fomstu Karls. Þeir stofnuðu Björg- unarfélag Vestmannaeyja og keyptu árið 1920 björgunar- skipið Þór, sem þeir ráku og héldu úti um vertíðir á eigin kostnað. Nokkur styrkur fékkst úr ríkissjóði tii kaupanna og rekstursins, en meginhlutur framlaganna til skipsins kom frá eyjaskeggjum. Síðan keypti landsstjómin skipið 1926, en með þessum kaupum og þessari starfsemi hófust landhelgis- vamir og björgunarstarfsemi á sjó á íslandi, sem orðið hefur að stórfelldu liði. Karl Einarsson var formaður Björgunarfélagsins frá upphafi. í embættistíð Karls Einars- sonar vom í Vestmannaeyjum örar framfarir, menn risu úr örbirgð til efna og jafnframt að þori til nýrrar leitar að við- fangsefnum og bættum kjömm. Vélbátaflotinn stækkaði með hverju ári með ótrúlegum hraða og öll umsvif að því skapi. Áður höfðii menn stritað á árinni öld eftir öld og reitt upp emn ug einn fisk úr auðlegð hafsins, með einum öngli á handfæri, en nú varð á fáum ámm slík umbylting í atvinnu- háttum, að furðu gegnir. Menn streymdu til Vestmannaeyja úr öllum landshlutum. Það orð fór af Eyjunum, að duglegir menn gætu bjargast þar betur en annarsstaðar á landinu. íbúum fjölgaði mjög ört. Árið 1910 vom þeir 1319, en 1924 2841. Þessi þróun kallaði á lausn ótal viðfangsefna samfélagsins, og þar hafði Karl alla fomstu sem yfirvald og oddviti sýslunefnd- ar og bæjarstjómar. Var það almanna rómur, að honum færist hún vel úr hendi, og ber kjörfylgi hans vott um þær vinsældír, sem hann naut á sínum bestu ámm í Eyjum. í Stjómarráðinu vann Karl frá því að hann lét af embætti fram í háa elli, og gat sér þar gott orð fyrir störf sín að endurskoðun. í afmælisgrein, sem starfsbróðir hans í mörg ár, Einar Bjamason, prófessor, skrifaði um hann í Morgun- blaðinu á níræðisafmæli þans, segir meðal annars svo: „Þótt hann sé nú fýrir tíu ámm látinn af störfum þar (þ.e. í ríkisendurskoðuninni), að nafninu til, hefur oft komið fyrir síðan, að til hans hefur verið leitað með verkefni, og lítinn eða engan bilbug virðist enn vera að finna á skarp- skyggni hans. Karl hefur átt stormasama ævi. Þegar leiðir okkar lágu fyrst saman, hafði hann stríti lengi við veikindi sín og sinna, og stríddi miklu lengur við þau en flestum er boðið. En svo bar hann hærri hlut og varð æ raunbetri starfsmaður sem árin færðust á hann, og þegar að því aldursmarki kom, sem flestir hætta störfum og byrja að missa starfsgetu sína, virðist Karl vera að ná hámarki starfsþrótt- ar síns. Þetta óskiljanlega þrek er nú að vísu farið að þverra, en það entist ótrúlega lengi, og skýr- leiki hans í hugsun virðist jafnmikill enn sem fyrr.” Ég kom að sjúkrabeði hans í Landakotsspitala skömmu áð- ur en hann andaðist. Við rædd- um saman litla stund um Vestmannaeyjar, hin fómu heimkynni hans í hálfan annan áratug og starfssvlð mann- dómsáranna. Lá honum gott orð til þeirra daga og þeirra manna, sem vom samferða- menn hans á þeim árum. Ég er þess fullviss, að hans verður lengi minnst í Vestmannaeyj- um fyrir góða forustu í hinum mestu nauðsynjarmálum eyja- skeggja, og að hann fær þar gott eftirmæli. Karl kvæntist árið 1904 Elínu, dóttur Jónasar Þorvarðs Stephensen trésmiðs og póst- afgreiðslumanns á Seyðisfirði, og voru þau nær jafnaldra og bæði uppalin á Seyðisfirði. Jónas var sonur séra Stefáns sonar Stefáns amtmanns Step- hensen á Hvítárvöllum Ólafs- sonar Stefánssonar stiftamt- manns. Móðir Elínar var Margrét, dóttir séra Stefáns Bjömssonar aðstoðarprests á Hólum í Hjaltadal, hjá séra Benedikt Vigfússyni, föður- bróður sínum. Elín var lagleg kona og höfðingleg, og hin besta hús- móðir. Reyndist hún manni sínum hin styrkasta stoð og best þegar mest á reyndi, að kunn- ugra sögn. Af bömum þeirra, sem uþþ komust, em enn á lífi: Jónas Karl kennari, Pálína Margrét, húsfreyja í Reykjavík, og Stefán Einar rafvirki. Anna Guðrún hárgreiðslukona dó 27 ára.. 1944. óskilgetinn sonur, "Gunnar Svanhólm Júlíusson, f. 1918, d. 1978. Móðir: Guðrún Péturs- dóttir, verslunarm. á Tangan- 11111 Jóhann Gunnar Ólafsson Aðventsöfnuðurinn í V estmannaeyjum í janúar n.k. eru 55 ár Iiðin frá stofnun safnaðarins S.D.Aðventista í Vestmanna- eyjum. Norskur vakningaprédikari O. J. Olsen kom til Vest- mannaeyja árið 1922 og tók að boða Eyjabúum boðskap að- ventista. Hann hafði þá verið á íslandi í 12 ár og myndað söfnuði víða. Vestmanneyingar tóku þess- um unga manni vel og sóttu samkomur hans af svo miklum áhuga, að aðal samkomustaður bæjarins sem þá var, Nýja bíó við Vestmannabraut, rúmaði ekki alla þá sem komu til að hlusta, svo margir urðu frá að hverfa. Árangurinn af þessu predik- unarstarfi hans varð sá að 24. janúar 1924 var fyrsti hópiirinn skírður niðurdífingarskím, alls 27 karlar og konur, og svo stuttu síðar annar hópur. Eg læt fylgja mynd af söfnuðinum sem tekin var árið 1924 eða 1925. Árið 1925, um sumarið, var svo kirkja byggð og hófust samkomur í henni á næsta ári. Árið 1928 er svo stofnaður bamaskóli safnaðarins. Fyrsti kennari var Sigfús Hallgríms- son, en núverandi kennari er O. J. Oisen Lilja Sigurðardóttir. Skóunn er því 50 ára á þessu ári. O. J. olsen lést í Svíþjóð á heimili Jóseps sonar síns, 24. sept 1978, og var jarðsunginn þar 6. okt. Við það tækifæri talaði Júlíus Guðmundsson, sem lengi var prestur safnaðarins á íslandi, og hafði þetta meðal annars að segja: „öllum sem þekktu O. J. Olsen, var það ljóst, að hann var ekki neitt meðalmenni. Hann var sérstæður maður á margan veg. En með því að ég tel mig þekkja allvel eðlisgerð Islendinga og einnig þau kjör, sem ríktu á Islandi á starfstíma O. J. Olsens, er það sannfæring mín, að enginn maður annar hafi verið fær um að standa í sporum hans. íslensku þjóðinni er kunnugt um fráfall hans. Þeir eru margir heima, sem minnast hans með virðingu, hlýhug og þakklæti - fyrst og fremst þeir, sem tilheyra söfnuði hans - en einnig fjöldi annarra í öllum stéttum þjóðfélagsins heiðra minningu hans og þakka þau spor, sem hann markaði meða íslensku þjóðarinnar.” Sama dag var minningar- athöfn í kirkju safnaðarins í Reykjavík. Sigurður Bjarna- son, núverandi forstöðumaður safnaðarins sagði þá m.a.: „Olsen hlaut óvenjufjöl- þætta hæfileika. Hann var söngmaður mikill og naut þess að syngja, söng oft einsöng á samkomum sínum. Hann lék á fiðlu og hafði mikið yndi af tónlist. En hann kunni líka að smíða og halda á hamri, enda kom það sér vel í starfi hans. Hann var greindur maður og mikill námsmaður og las mikið, einkum á sviði guðfræði og sögu og var minni hans við brugðið. En þeir eiginleikar sem hann er þekktastur fyrir voru prédikarahæfileikar hans. Þar naut hann • víðtækrar Söfnuðurinn á fyrstu starfsánun þekkingar þekkingar sinnar allrar. Hann talaði alltaf blaðlaust. Sumir sem hlýddu á hann þegar hann var upp á sitt besta telja að ræður hans hafi verið innblásnar, svo sterkur og magnþrunginn var boðskap- urinn sem hann flutti. Það var mikil blessun fyrir aðvent- boðskapinn að hafa slíkan hæfileikamann í fylkingabrjósti þegar boðskapurinn var að kveðja sér hljóðs hér á landi.” Ég hefði mjög gjarnan viljað segja miklu meira um stofnun og starf safnaðarins hér í Eyjum á þessum tímamótum, en vegna plássleysis í jólablaði Fylkis verður þetta að nægja að sinni. Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Jóhann Á Kristjánsson Á 40 ára afmælinu 1964

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.