Fylkir


Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 19

Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 19
FYLKIR 19 /--------------------:— N GUÐLAUGUR GÍSLASON: FERÐALAG UM SOVÉTRÍKIN Ferð til útlanda þykir ekki lengur í frásögu færandi. ís- lendingar ferðast til hinna fjarlægustu staða og jafnvel í kring um hnöttinn án þess að umtalsvert þyki. Ferðasögur eru því ekki lengur neitt spennandi lestrarefni miðað við það sem áður var, meðan einangrun landsins var alger og jafnvel ferð með skipi til Kaupmannahafnar þótti við- burður, sem aðeins örlítið brot af landsmönnum upplifði. Yfir ferðum til ‘hinna svo- kölluðu lokuðu landa, Sovét- ríkjanna og austantjaldslanda, er kannski einhver meiri ævin- týrablær. Ég vil því verða við tilmælum blaðsins og greina frá einni slíkri ferð, sem mér gafst kostur á að verða þátttakandi í. Vorið 1969 var 6 íslenskum þingmönnum boðið í 14 daga kynnisferð til Rússlands. í ferðinni voru Birgir Finnsson, þáverandi forseti sameinaðs Alþingis, sem var formaður nefndarinnar, Eysteinn Jóns- son, Ingvar Gíslason, Gils Guðmundsson auk okkar Sveins Guðmundssonar, for- stjóra Héðins hf., sem til- nefndir vorum af Sjálfstæðis- flokknum. Að lenda á Moskvuflugvelli í myrkri er að sjálfsögðu ekkert frábrugðið lendingu á flug- völlum við aðrar stærri borgir og móttökumar svipaðar því sem reiknað hafði verið með. FuÍltrúar frá sovéska þinginu mættir og við boðnir velkomnir og formaður íslensku nefndar- innar þakkaði boðið. En strax við aksturinn inn í borgina fundum við svo ekki varð um villst að við vomm komnir inn í skipulagið eða „kerfið” eins og það er nefnt í dag. Okkur vom fengnar 3 glæsilegar og rúm- góðar bifreiðar til afnota, ásamt bifreiðarstjóra og leið- sögumanni. í bifreið nr. 1 var settur Birgir Finnsson ásamt fulltrúa frá þinginu og ráðu- neytinu og ungum Asíumanni sem talaðí fhjög góða íslensku, enda hafði hann dvalið 3 ár í sovéska sendiráðinu í Reykja- vík og stundað íslenskunám í Háskólanum hér heima. Var hann túlkur okkar alla ferðina. í bifreið nr. 2 vomm við Eysteinn Jónsson og Sveinn Guðmundsson. Og í bifreið nr. 3 þeir Gils Guðmundsson og Ingvar Gíslason. Var að sjálf- sögðu ekkert við þetta að at- huga. Aðeins um góða skipu- lagningu að ræða. En það sem vakti athygli okkar voru margendurteknar áminningar Rússanna um að við mættum ekki undir neinum kringum- stæðum skipta um bifreið. Við ættum alla ferðina sömu mennimir að vera í sömu bif- reiðunum númer 1, 2 og 3. Við skyldum ekki þá hvað á bak við bjó, en komumst að því síðar, eins og að mun vikið. Fegar lagt var að stað inn í borgina reiknuðum við með að það gerðist án nokkurrar við- hafnar. En svo reyndist ekki. Á undan bifreiðalestinni fóru 3 lögregluþjónar á bifhjólum. Einn í miðjunni og tveir til hliðar og auk þess lögreglu- bifreið og sami fjöldi bifhjóla og bifreiða á eftir lestinni. Við héldum satt að segja að þetta væri vegna hinna háttsettu embættismanna rússneskra, sem með voru í ferðinni, en áttum eftir að komast á aðra skoðun því samskonar skipulag var við haft alla ferðina, hvort sem ferðast var lengri eða styttri leið í bifreiðum og sáum við síðar að þetta var ekkert sérstakt með íslensku sendi- nefndina því aðrar sendi- nefndir erlendar, sem vom okkur samtímis fengu ná- kvæmlega sömu vemdina, þannig að ókunnugir gátu vel ætlað að von væri á byssubófa með handsprengju og alvæpni við hvert götuhom. En sú var örugglega ekki ástæðan heldur er hér um hlægilegt snobberí að ræða og yfirþyrmandi yfir- borðsmennsku, sem landlæg virðist í Rússlandi í sambandi við móttöku erlendra sendi- nefnda og áttum við eftir að kynnast þessu enn betur á ferðalögum utan höfuðborg- arinnar. Koman inn í Moskvu, sem við biðum nokkuð spenntir eftir, var kapituli út af fyrir sig og vemlega frábmgðið því að koma inn í stærri borgir í vestrænum löndum. Þar er það venjan eins og flestir vita, að við blasir mikil ljósadýrð. Götur allar upplýstar eins og um hábjartan dag væri og auglýsingaskilti uppljómuð og yfirgnæfandi og stræti öll yf- irfull af fólki, yngra og eldra og ys og þys Fólks og bifreiða ef ekki er komið fram á háttatíma. í Moskvu er þessu á allt annan veg farið. Götur em þar að sjálfsögðu upplýstar, en í hófi þó, en ljósadýrð og iðandi mannhaf eins og ætla mætti í milljónaborg fyrirfannst þar ekki og alveg áberandi að okkur tókst ekki að koma auga á nokkurt ungt fólk á götunum. Við fengum þá skýringu á þessu sérstaka fyrirbæri að unga fólkinu væri ætlað annað hlut- verk en að vera úti ranglandi á kvöldin. Það héldi sig inni við í sínum ungdómsklúbbum, á vegum flokksins. Hlustaði á fyrirlestra um þjóðfélagsmál, flokksmál og önnur félagsmál eða væri við íþróttaiðkanir eða önnur hugðarefni sem þeim væri beint að. Allan léttleikablæ virtist vanta yfir það eldra fólk, sem úti sást og óneitanlega fannst manni dmngi yfir því og þving- un. Við höfðum verið vistaðir á Hótel Úkraínu, sem er mjög stórt hótel, byggt eftir stríð í kastalastíl. Þegar þangað kom og farangri okkar hafði verið komið fyrir á herbergjum okk- ar, var safnast saman í efra anddyri hótelsins og við kynntir fyrir því fýlgdarliði, sem okkur átti að fylgja allan tímann meðan á dvöl okkar stóð og reyndist það vera alls níu manns, tveir ljósmyndarar með sinn aðstoðarmanninn hvor, 3 frá ráðuneytinu auk fararstjóra og aðstoðarmanns og vomm við við þetta tækifæri beðnir að afhenda vegabréf okkar og um leið tjáð að við fengjum þau ekki aftur fyrr en við fæmm úr landinu. Fannst okkur þetta óneitanlega einkennileg kurteisi, þar sem um opinbera sendinefnd var að ræða, en fengum við því engin svör önn- ur en þau að þetta væri regla, sem gilti þar í landi hvort heldur í hlut ættu opinberir aðilar eða ekki. Eftir að öllum formsatriðum var lokið í sambandi við komu okkar tók ég mér sæti í neðra anddyri hótelsins til að virða fyrir mér mannhafið sem þar var. Mér varð fljótlega ljóst að Rússum má skipta í þrjá þjóð- flokka. Fyrst em það þeir, sem eru Ijósari yfirlitum og gætu vel verið af norrænum kynstofni. Virtust karlmennimir sterklega byggðir og myndarlegir margir hverjir. Ekki óáþekkir íslensk- um bændahöfðingjum eða út- vegsbændum frá fyrri ámm og er t.d. Bresnév af þeirri gerð. I annan stað em þeir, sem dekkri eru á hár og hörund og munu blandaðir Tyrkjum, Grikkjum og öðrum Suðurevrópubúum. Þeir eru mun fíngerðari, en ekki eins sterklega byggðir en taldir slægvitrir margir hverjir og mun Mikojan hafa verið dæmigerður einn slíkur. Hon- um tókst það eins og kunnugt er, einum úr hópi byltingar- manna sem til áhrifa komust að lifa af allar hreinsanimar á Stalinstímabilinu og er það talið dæmigert um visku hans og vitsmuni. í þriðja lagi em það svo Asíumennimir seni komnir eru úr suðausturhluta landsins og bera öll einkenni Asíumanna. Komið í Kreml Fyrsta opinbera móttakan var morguninn eftir að við komum til Moskvu en þá var okkur boðið til morgunverðar í Kreml. Er því ekki að neita að nokkur spenningur var í okkur að fá að líta þennan fræga og margumtalaða stað. En eins og vitað er, er Kreml gamalt borgarvirki innan Moskvu, umgirt hárri steingirðingu. Þegar ekið var í gegnum virk- ishliðið kom okkur saman um að sennilega hefðu margir farið inn um þetta hjið með meiri kvíða en við, því vitað er, að minnsta kosti á Stalínstímabil- inu áttu margir, þó um háttsetta embættismenn væri að ræða, ekki afturkvæmt, nema ef að- standendur fengu þá heim- senda til greftrunar. En við þurftum að sjálfsögðu ekki að bera neinn ugg fyrir brjósti um slíka meðferð, en gátum salla rólegir litið Kreml af hreinni forvitni án kvíða. Morgunverðurinn þar var aðeins formsatriði til að kynna okkur fyrir einum af aðalfor- setum þingsins og kynna okkur dagskrá heimsóknarinnar. Aðalatriðið var að sýna okkur þessar frægu höfuðstöðvar kommúnismans og er það tvennt sem helst kemur upp í hugann í því sambandi. Ann- arsvegar bústaður eða heimili Lenins, en það stendur allt óhreyft eins og það var er hann lést. Heimili hans er í gamalli byggingu rétt innan við virkis- hliðið og er íburðinum svo sannarlega þar ekki fyrir að fara. Mesta ánægju hafa Rússar sjáanlega af að sýna erlendum sendinefndum skrifstofu hans með skrifborðinu sem hann starfaði við og þá kannski aðal- lega hinum fábrotna stól sem þeir tjáðu okkur að hann hefði boðið öllum erlendum sendi- mönnum af hvaða tignargráðu sem þeir voru, sæti í. Hinsvegar er það demanta og dýrgripa- safnið, sem þar er til varðveislu, þar á meðal kórónur síðasta keisarans og keisaraynjunnar. Okkur var tjáð hvað mörg karöt hvor króna fyrir sig væri og reiknaðist okkur til út frá því að keisarakórónan væri um 1500 millj. kr. virði og kóróna frúarinnar um helmingur þess. Var næsta broslegt hvað Rússamir vom ánægðir með að sýna okkur allt þetta flóð af gulli og gersemum næstum eins og böm, sem em að sýna falleg og sjaldséð leikföng. Það var svo sannarlega enginn öreiga- bragur á því sem þar bar fyrir augu. Ferðast til Baku olíusvæðisins Fyrsta ferð okkar frá Moskvu, tveim dögum eftir komuna þangað var til Baku við Kaspíahaf í Azerbajdzjan í suðausturhomi Rússlands þar Framhald á næstu opnu Hádegisverður í Kreml

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.